Í ljósi (eða skugga) sögunnar

Það er ekki að undra þó að hrollur fari um íbúa í hinum ýmsu löndum A-Evrópu þegar þessi áform er tilkynnt.

Þegar saman fara tilkynningar um "vernd" sem þarf að veita þjóðernishópum og kosningar þess efnis að ganga í eina sæng með Rússlandi, rifjast upp fyrir mörgum sagan.

Það rifjast upp hvernig Sovétið innlimaði lönd og landsvæði og hvernig kosningar voru skipulagðar í skugga vopnavalds og fals, á árunum fyrir og eftir síðari heimstyrjöld.

Íbúar Eystrasaltslandanna vita hvernig staðið var að innlimun landa þeirra í Sovétið og hvernig staðið var að kosningum í skugga vopnavalds.

Hvernig staðið var að kosningum í A-Evrópu eftir heimstyrjöldina síðari, má til dæmis lesa um hér, dæmið er frá Póllandi. 

Það er því ekki að undra að ýmsar bollaleggingar um framvindu mála fari af stað, rétt eins og má lesa t.d. hér og hér

Margir óttast að útþennsla Rússlands stöðvist ekki á Krímskaga.

Í Eystrasaltslöndunum ýtir hinn stóri Rússneski minnihluti undir áhyggjurnar.  Þar eins og í Krím, voru hundruðir þúsunda fluttir á brott í gripavögnum og tugir þúsunda myrtir og hundruðir þúsunda komu frá Rússalandi og öðrum ríkjum Sovétsins.

Þessir Rússnesku talandi hópar, sem oft voru settir skörinni hærra en þeir innfæddu, hafa oft átt erfitt með að samlagast þeim samfélögum sem þeir búa í og margir þeirra sakna horfinna "velmegunartíma".

Flestir þeirra ákváðu þó á sínum tíma að hverfa ekki aftur "heim", enda beið þeirra þar ekkert nema eymd og vesöld og gerir að miklu leyti enn.

Það er ekki ólíklegt að spenna og ýfingar á milli þjóðernishópa aukist á næstunni og auki vandræðin og óróann sem margir íbúar fyrrum Sovétsins finna.  Þá vill stundum verða stutt í tal um Kvíslinga og sagan stendur ljós sem aldrei fyrr.

Það er því viðbúið að spenna og núningur aukist hratt í A-Evrópu og ekki ólíklegt að upp úr sjóði, þó vonandi verði það aðeins einangruð tilvik.

En það kemur til með að reyna mikið á einstök Evrópuríki, sem og Evrópusambandið.

En það er áberandi að ríki A-Evrópu horfa til Bandaríkjanna og NATO þegar þeim þykir sér ógnað og þaðan kemur fyrsta táknið um auknar varnir þeim til handa

 

 


mbl.is Rússar virða niðurstöðu atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband