Útsýnið frá Alaska

 

"After the Russian army invaded the nation of Georgia, Senator Obama's reaction was one of indecision and moral equivalence, the kind of response that would only encourage Russia's Putin to invade Ukraine next."

Viðbrögðin voru á þá lund að þetta væri "extremely far fetched scenario".  

Þetta var sagt árið 2008 og það var Sarah Palin sem lét þessi orð falla.  Nú er árið 2012, Senator Obama er forseti, hann veltir því fyrir sér hvað til bragðs skuli taka, nú þegar Rússneski herinn er kominn inn í Ukraínu.  Það eru fáir möguleikar í "yes we can deildinni".  

Aðrir velta fyrir sér hvaða land verði næst fyrir barðinu á Rússum. 

Árið 2012 sagði Mitt Romney í kosningabaráttu við Obama að Rússland væri "US number one geopolitical foe".

Obama svaraði:  "The 1980s are now calling to ask for their foreign policy back because … the Cold War’s been over for 20 years.”

Og tveimur árum seinna  ... ? 

Svona kemur sagan oft aftan að fólki.

Þetta segir auðvitað ekkert um hvort að betra hefði verið að Obama hefði ekki orðið forseti.  En það virðist sannarlega benda til þess að að annað hvort er upplýsingaflæðið ekki nógu gott, eða að ekki eru dregnar réttar ályktanir út frá þeim.

Eða svo hitt, að NSA hafi ekki verið að hlera réttu símana. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband