Sagan hræðir - Rússar eru engir nýgræðingar í yfirgangi

Það er ekkert óeðlilegt að Eystrasaltsríkin séu uggandi.  Það gildir reyndar um fleiri ríki á þessum slóðum.

Sagan réttlætir ugg þeirra.  Rússar (og fleiri þjóðir) hafa farið um svæðið með yfirgangi og vopnavaldi. Það skipti litlu, hvort við völd var tzar eða "commietzar", nágrannaríkin fengu að finna fyrir "bjarnarklónum" og milljónir manna voru myrtir, eða þrælað til bana.

Herstöðva var krafist, ungir menn með "eins klippingu" birtust á götunum, kosningar voru haldnar í "þvinguðu" andrúmslofti og ríki áttu sér engan stærri draum en að ganga inn í Sovétið.

NKVD/KGB handbókin virðist hafa verið prentuð í nýrri útgáfu, endurbættri og ef til vill fyrir spjaldtölvur.

Og afleiðingarnar eru svipaðar.

Hér má sjá stutta frétt frá Eistneska ríkisútvarpinu, þar sem borin er saman innlimun Eistlands í Sovétið og aðgerðir Rússa á Krímskaga nú. 

 

 

 

 


mbl.is Eystrasaltsríkin uggandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband