Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013
6.5.2013 | 06:20
Æ fleiri Þjóðverjar vilja euroið feigt, nú bætist fyrrverandi fjármálaráðherra í hópinn
Þeir eru æ fleiri Þjóðverjarnir (og einnig í öðrum Evrópulöndum) sem kalla eftir því að Eurosvæðið verði leyst upp með skipulegum hætti.
Eins og margir eflaust vita var nýlega stofnaður nýr flokkur, Annar valkostur fyrir Þýskaland (AfD), sem hefur það m.a. á stefnuskrá sinni. Sá flokkur þykir frekar til hægri á stjórnmálaskalanum.
Nú kemur hins vegar rödd frá vinstri og kallar eftir því að euroiði verði lagt til hliðar og þjóðríkin taki aftur upp sínar eigin myntir.
Það er Oskar Lafontaine, sem var fjármálaráðherra Þýskalands stuttu fyrir síðustu aldamót, einmitt á þeim tíma sem euroið var atð taka á sig mynd sem sameiginleg mynt.
Lafontaine kallar euroið "katastrófu", segir að efnahagsástandið fari versnandi mánuð eftir mánuð og sívaxandi atvinnuleysi setji lýðræðið í hættu.
Lafontaine segir að miklar vonir hafi verið bundnar við euroið, m.a. um að það leiddi til raunsærrar efnahagstjórnunar. Það hafi reynst rangt.
Það rennur upp fyrir æ fleirum að euroið er ekki lausnin sem trúað var að það væri. Euroið hefur orðið hluti vandans. Hálfbyggt hús, sem litlar líkur eru á verði nokkurn tíma klárað. Til þess er hvorki pólítískur né lýðræðislegur vilji innan "Sambandsins".
Æ fleiri láta upp efasemdir um að það sé skynsamlegt.
Þess sjást líka merki, að ýmsir "Sambandssinnar" eru orðnir hugsi yfir þróuninni og útlitinu fyrir framtíðina.
Nema helst í Samfylkingunni og Bjartri framtíð og svo auðvitað í utanríkisráðuneytinu - í það minnsta kosti um sinn.
Þar gildir ennþá "Sambandshollustan".
Hér má sjá umföllun í Telegraph.
Hér eru upprunaleg skrif Lafontaine á ensku.
Og hér eru svo skrif hans í upprunalegu Þýsku útgafunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2013 | 19:59
Vöfflur á "krónustjórninni"?
Ég ætla að vona að það verði engar "vöfflur" formönnum Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks og þeir nái að mynda ríkisstjórn á næstu dögum.
Það er rökrétt niðurstaða úr nýafstöðnum kosningum.
Það er einfaldlega hálf grátbroslegt að hlusta á forsvarsmenn Samfylkingar og Vinstri grænna tala eins og það liggi beinast við, að þeirra flokkar haldi áfram í ríkisstjórn.
Svona rétt eins og ríkisstjórn þeirra hafi ekki sett Evrópumet í fylgistapi. Rétt eins og Samfylkingin hafi ekki sett Íslandsmet í fylgistapi í nýafstöðnum kosningum.
En það þýðir ekki að þeir hafi verið dæmdir úr leik.
Þeir getur ennþá gerst að þeir verði kallaðir til.
En það blasir við að stjórnarandstaðan fékk meirihluta atkvæða.
Það er rökrétti fyrsti valkosturinn.
Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru sterkustu skilaboðin sem komu út úr kosningunum.
P.S. Það kann að vera táknrænt að formennirnir komu við í Krónunni á leið sínni út úr bænum. Hverjir sem verða í næstu stjórn, er ljóst að krónan verður gjaldmiðill Íslendinga á næstu árum.
Hin "skuldugu heimili", hefðu þó líklega frekar viljað sjá þá stoppa í Bónus.
En ég vona að þeir hafi valið góðan Kost.
Sitja á fundi og borða vöfflur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2013 | 06:42
Rökrétt skref
Það er merkilegt að eftir alla yfirleguna fer ferlið í þann farveg sem við flestum blasti frá upphafi. Úrslit kosninganna bentu á að samstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks væri eðlilegast útkoman.
Ríkisstjórnarflokkunum var hafnað. Stjórnarandstöðuflokkarnir hlutu samanlagt meirihluta á þingi.
Hvort að það dugi til þess að mynda ríkisstjórn er svo allt annað mál. En það blasti við að það væri eðlilegasti fyrsti kostur.
Ef mynduð verður ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, má svo telja líklegt að fljótlega hefjist sameiningarviðræður í "villta vinstrinu".
Það verður ekki síður fróðlegt að fylgjast með þeim, ef af verður.
Byggja viðræður á stefnu Framsóknar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.5.2013 | 06:34
Áhrif skattahækkana að skila sér?
Skattahækkanir hafa margvísleg áhrif og breyta hegðun þeirra sem skattlagðir eru til lengri tíma. Þegar skattar hækka, fær hið opinbera meiri tekjur, það er að segja, í einhvern tíma. En það þarf ekki að gilda til lengri tíma.
Það sem gerist líka er að margir skattgreiðendur fara að breyta hegðun sinni.
Ef vörur hækka meira í verði innanlands en erlendis, er meira freistandi að fara í verslunarferðir til útlanda. Þegar kreppir að, er meira freistandi, bæði að vinna "nótulaust" og kaupa "nótulaust", sérstaklega ef skattahluti "nótunnar" hefur hækkað.
Þegar skattar hækka er eðilega minna eftir, ráðstöfunartekjur minnka.
Þegar álögur á áfengi hækka, fáum við, ekki nokkrum dögum seinna, heldur nokkrum árum seinna auknar fréttir af landasölu og bruggi. Þó að markaðurinn sé kvikur, tekur það tíma fyrir hann að bregðast við.
Þannig tekur það tíma fyrir skattgreiðendur að finna sér leiðir fram hjá aukinni skattlagningu. Sá sem þekkir engan sem gerir við bíla "án nótu" þarf að finna hann. Það tekur tíma að byggja upp gististað, sem gerir út án þess að "vera í kerfinu". Landabruggarinn og landaneytandinn þurfa að "finna" hvorn annan.
Svona mætti lengi telja.
Þess vegna koma full áhrif skattahækkana yfirleitt ekki fram fyrr en einhverjum árum eftir að skattar eru hækkaðir.
Það sem verra er, það getur tekið jafn mörg eða fleiri ár fyrir áhrifn að hverfa, ef þau gera það að fullu, þó að skattar séu lækkaðir á ný.
Þess vegna er erfitt að meta það tjón sem sífelldar skattahækkanir og skattabreytingar hafa.
Skattkerfið á að vera hluti af stöðugleikanum sem allir boða og segjast sækjast eftir.
Frávik frá tekjuáætlun ríkissjóðs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.5.2013 | 09:38
"Gamechanger" í Bretlandi. "Ávaxtakaka" á borðum kjósenda
Það er engin leið að líta fram hjá því að UKIP vann stórkostlegan sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Bretlandi.
Að ná því að verða þriðji stærsti flokkurinn á sveitastjórnarstiginu er árangur sem enginn getur leyft sér að líta fram hjá.
Sem vísbending fyrir næstu þingkosningar, fá þessi úrslit kalt vatn til að renna á milli skins og hörund hjá býsna mörgum, ekki síst í Íhaldsflokknum.
Það er ekki ólíklegt að svipuð úrslit gætu tryggt Verkamannaflokknum dágóðan sigur í þingkosningunum, þrátt fyrir langt í frá góða stöðu eða neina verulega fylgisaukningu.
En það er reyndar langt í frá að UKIP sæki fylgi sitt eingöngu til Íhaldsflokksins, heldur bendir margt til þess að þó nokkur hluti fylgis flokksins komi frá fyrrum kjósendum Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata.
Bakvið sigur UKIP stendur óánægja kjósenda með hina "hefðbundnu" flokka.
Meginstyrkur UKIP kemur frá óánægju kjósenda með "Sambandið", stefnu þess og samband Bretlands við það.
Ótti og óánægja með stóraukin straum innflytjenda og ótti um enn frekari aukningu, spilar einnig stóra rullu.
Í stuttu máli má segja að stór hópur kjósenda sé óánægður með það sem þeir upplifa sem vaxandi valdaleysi Bretlands í eigin málum.
En UKIP hefur tryggt og mun tryggja að umræðan um Evrópusambandið mun verða fyrirferðamikil fyrir næstu þingkosningar í Bretlandi.
Læt hér fylgja með stutta sögu sem ég hef rekist a oftar en einu sinni nýlega, þar sem fjallað er um hvernig "elítan" í "Sambandinu" hefur komið sér fyrir.. Læt hana fylgja hér með á enskunni.
Auðvitað má deila um hve mikið erindi sögur sem þessar eiga í pólítíska baráttu, en ég held að enginn ætti að vanmeta áhrif þeirra.
You may not have heard of Lady Ashton. She is the EUs High Representative for Foreign Affairs and Security Policy. I am not aware of anything she has ever done that has benefited Britain. When she leaves her post in 2014, she will have served five years at an yearly salary (currently) of £287,543 (roughly twice what our Prime Minister earns). For this fairly short stint, she will then have a pension of £61,000 pa, and a transitional allowance, payable over three years, of £400,000. When Margaret Thatcher died last month, she had been a British legislator since 1959. She had served as prime minister of the UK for 11-and-a-half years and had made, it is fair to say, a bit of a difference. But she had no transitional allowances and a pension of £40,000 pa. Satire cannot improve on reality.
P.S. Ávaxtakakan í fyrirsögninni er dregin af því að stuðningsmenn Íhaldsflokksisn og David Cameron, hafa kallað stuðningsmenn UKIP "fruitcakes". Eftir kosningarnar nú, var kominn annar tónn í David Cameron.
Stórsigur UKIP | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2013 | 13:58
Rangt skref, dregur athygli frá hinu raunverulega vandamáli
Ekkert hef ég á móti Siðmennt, ekki frekar en öðrum félagasamtökum. En persónulega er ég ekki hrifinn af þessu skrefi.
Þetta leiðréttir vissulega aðstöðu þeirra sem eru í Siðmennt, en gerir ekkert til að taka á grundvallarmálinu.
Hið opinbera á ekki að innheimta félagsgjöld fyrir frjáls félagasamtök.
Þeir sem kjósa að standa utan trú og lífsskoðunarfélaga (hvað sem það svo er), eru ennþá órétti beittir.
Hið opinbera skattleggur þá enn umfram aðra þegna landsins.
Hvernig í ósköpunum það er réttlætt að þeir sem kjósa að stand utan trúfélaga greiði aukaskatt til háskólamenntunar á Íslandi, er mér gjörsamlega óskiljanlegt.
Það er lágmarkskrafa að gefinn sé sá möguleiki í skattframtali að merkt sé við hvort viðkomandi vilji að hið opinbera dragi af honum sóknargjald eður ei.
Það eru raunveruleg mannréttindi.
Stórt skref í mannréttindabaráttu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2013 | 08:26
Að sjá tækifæri, þar sem aðrir sjá eingöngu...
Mengun er vissulega vandamál og mikið hefur verið fjallað um brennisteinsmengun á undanförnum misserum.
Það er því athyglivert og fagnaðarefni að einhverjir sjí tækifæri í menguninni.
Það er líka fagnaðarefni að til séu einstaklingar og fyrirtæki sem sjá ekki eingöngu erfiðleika og vilja hætta við, heldur leita lausna.
Leysa vandamálín og nýta tækifærin.
Ef hægt er að leysa vandamálin, nýta tækifærin, skapa störf og auka útflutning, allt á arðbæran hátt er ekki hægt aðf fara fram á meira.
Milljarðar úr mengun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2013 | 07:51
Vanhugsaðar og illa undirbúnar lagasetningar
Það er til mikilla vansa hvað undirbúningur og hugsun á bakvið lagasetningar virðist oft af skornum skammti.
Stundum er hreint eins og alla skynsemi skorti.
Það er farið af stað með laga og reglugerðarbreytingar og síðan þarf að fara að "tjasla" upp á þær og gera breytingar um leið og þær hafa tekið gildi.
Það er engu líkara en engin tími hafi farið í að velta því fyrir sér hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa.
Á nýliðnu kjörtímabili var m.a. lagt fram frumvarp um stjórnun fiskveiða, sem einn af ráðherrunum líkti síðar við bílslys.
Að ráðherra felli slíkan dóm um frumvarp sem kemur frá þeirri ríkisstjórn sem hann starfar í segir ef til vill meira en margt annað um vinnubrögðin.
Að læra af þessu, er eitthvað sem enginn af þeim sem taka nú sæti á Alþingi má hundsa.
Þurfa að bíða samþykkis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.5.2013 | 07:46
Með hóflega og skynsama nýtingu að leiðarljósi
Það er víðbúið að umræður og deilur hefjist enn á ný um hvalveiðar, þegar veiðar byrja á ný í sumar.
Ef marka má rök fyrri ára, ætti ferðaþjónusta á Íslandi að vera í molum, eftir að Íslendingar hafa ítrekað hafnað því að hætta hvalveiðum og banna þær með öllu.
En það er sjálfsagt fyrir Íslendinga að halda áfram hvalveiðum, með hóflega og skynsamlega nýtingu að leiðarljósi.
Ég held að ekki sé hægt að halda því fram að hvalveiðar hafi gengið of nærri stofnunum síðan þær hófust að nýju, enda hef ég ekki séð því haldið fram.
Á meðan grundvöllur er fyrir veiðunum og vilji til að halda þeim áfram á skynsamlegum nótum, eiga Íslendingar að veiða hvali.
Hvalveiðar hefjast að nýju | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.5.2013 | 17:08
Hrægammar, samningar, stóriðja og Kúba norðursins
Það er ekki búið að mynda ríkisstjórn á Íslandi. En það er ljóst að kosningabaráttan undanfarnar vikur hefur komð þvi til leiðar að sá stjórnmálaflokkur sem ekki sýnir "erlendum kröfuhöfum bankanna a.k.a. hrægömmum" fulla hörku, mun ekki kemba hærurnar í næstu kosningum.
Það voru nefnilega allir meira og minna sammála um að þarna mætti sækja fé, það var hins vegar eðlilega deilt um hvernig átti að ráðstafa því.
En það er líka ljóst að nú eru samningsaðilar byrjaðir að taka sér "stöður". Það er ekki ólíklegt að við eigum eftir að heyra á næstunni ýmiskonar yfirlýsingar, um hvað bíði Íslendinga ef ekki verður gætt kurteisi og kröfur erlendra kröfuhafa virtar.
Og það er mikilvægt að vel til takist.
Íslendingar hafa ekki efni á öðru, en að Íslensk stjórnvöld sýni fulla hörku í að gæta hagsmuni Íslendinga. Þeir hafa ekki efni á því að samningamenn, "nenni ekki að hafa "þetta" hangandi yfir sér" og telji sig hafa landað "glæsilegri niðurstöðu".
Líklegt er að samningaviðræðurnar verði erfiðar. Það er um stórar fjárhæðir að ræða. Það er líka líklegt að áróðursstriðið verði háð af töluverðri hörku.
Ef til vill verða "hákarlar" á stjái, sem sýndir verða á veggspjöldum og blaðaauglýsingum. Ef til vill stígur forstjóri Landsvirkunar fram og segir að fjármögnun fyrirtækisins verði erfiðari ef ekki semst við erlenda kröfuhafa á skynsamlegum nótum.
En líklega mun þó enginn segja að Ísland verði að Kúbu norðursins, ef fyllstu kurteisi verði ekki gætt gegn erlendum kröfuhöfum.
Það er eitthvað svo 2009.
P.S. Það er svo merkilegt hve margir af "vinstri vængnum" virðast hafa áhyggjur af orðspori Íslands hjá fjárfestum.
Þegar fráfarandi ríkisstórn sveik gerða og undirskrifaða (hér er vert að undirstrika gerða og undirskrifaða) samninga við stóriðjufyriræki sem starfa á Íslandi þá varð ekki vart við sömu áhyggjur af "vinstri vængnum".
En auðvitað er mun meiri ástæða til að hafa áhyggjur af hvernig samið er við vogunarsjóði, en fyrirtæki sem sum hver hafa starfað á Íslandi í u.þ.b. 50 ár.
P.S.S. Hér er svo slóð á fréttina á Financial Times
Erlendir kröfuhafar opnir fyrir viðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)