Vanhugsaðar og illa undirbúnar lagasetningar

Það er til mikilla vansa hvað undirbúningur og hugsun á bakvið lagasetningar virðist oft af skornum skammti.

Stundum er hreint eins og alla skynsemi skorti.

Það er farið af stað með laga og reglugerðarbreytingar og síðan þarf að fara að "tjasla" upp á þær og gera breytingar um leið og þær hafa tekið gildi.

Það er engu líkara en engin tími hafi farið í að velta því fyrir sér hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa.

Á nýliðnu kjörtímabili var m.a. lagt fram frumvarp um stjórnun fiskveiða, sem einn af ráðherrunum líkti síðar við bílslys.

Að ráðherra felli slíkan dóm um frumvarp sem kemur frá þeirri ríkisstjórn sem hann starfar í segir ef til vill meira en margt annað um vinnubrögðin.

Að læra af þessu, er eitthvað sem enginn af þeim sem taka nú sæti á Alþingi má hundsa.

 

 


mbl.is Þurfa að bíða samþykkis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband