Hrægammar, samningar, stóriðja og Kúba norðursins

Það er ekki búið að mynda ríkisstjórn á Íslandi. En það er ljóst að kosningabaráttan undanfarnar vikur hefur komð þvi til leiðar að sá stjórnmálaflokkur sem ekki sýnir "erlendum kröfuhöfum bankanna a.k.a. hrægömmum" fulla hörku, mun ekki kemba hærurnar í næstu kosningum.

Það voru nefnilega allir meira og minna sammála um að þarna mætti sækja fé, það var hins vegar eðlilega deilt um hvernig átti að ráðstafa því. 

En það er líka ljóst að nú eru samningsaðilar byrjaðir að taka sér "stöður". Það er ekki ólíklegt að við eigum eftir að heyra á næstunni ýmiskonar yfirlýsingar, um hvað bíði Íslendinga ef ekki verður gætt kurteisi og kröfur erlendra kröfuhafa virtar.

Og það er mikilvægt að vel til takist.  

Íslendingar hafa ekki efni á öðru, en að Íslensk stjórnvöld sýni fulla hörku í að gæta hagsmuni Íslendinga. Þeir hafa ekki efni á því að samningamenn, "nenni ekki að hafa "þetta" hangandi yfir sér" og telji sig hafa landað "glæsilegri niðurstöðu".

Líklegt er að samningaviðræðurnar verði erfiðar. Það er um stórar fjárhæðir að ræða.  Það er líka líklegt að áróðursstriðið verði háð af töluverðri hörku.

Ef til vill verða "hákarlar" á stjái, sem sýndir verða á veggspjöldum og blaðaauglýsingum.  Ef til vill stígur forstjóri Landsvirkunar fram og segir að fjármögnun fyrirtækisins verði erfiðari ef ekki semst við erlenda kröfuhafa á skynsamlegum nótum.

En líklega mun þó enginn segja að Ísland verði að Kúbu norðursins, ef fyllstu kurteisi verði ekki gætt gegn erlendum kröfuhöfum.  

Það er eitthvað svo 2009.

P.S. Það er svo merkilegt hve margir af "vinstri vængnum" virðast hafa áhyggjur af orðspori Íslands hjá fjárfestum.

Þegar fráfarandi ríkisstórn sveik gerða og undirskrifaða (hér er vert að undirstrika gerða og undirskrifaða) samninga við stóriðjufyriræki sem starfa á Íslandi þá varð ekki vart við sömu áhyggjur af "vinstri vængnum".

En auðvitað er mun meiri ástæða til að hafa áhyggjur af hvernig samið er við vogunarsjóði, en fyrirtæki sem sum hver hafa starfað á Íslandi í u.þ.b. 50 ár.

P.S.S.  Hér er svo slóð á fréttina á Financial Times


mbl.is Erlendir kröfuhafar opnir fyrir viðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband