Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Samdráttur, atvinnuleysi, niðurskurður og vaxandi sundurlyndi

Það eru ekki margar jákvæðar fréttir sem berast frá "Sambandinu" og Eurosvæðinu þessar vikurnar.

Atvinnuleysi heldur áfram að aukast, og hefur nú aukist hvern einast mánuð í að verða tvö ár. Samdrátturinn í suðurhluta "Sambandsins" lætur engan bilbug á sér finna.

Rauði krossinn og önnur hjálparsamtök hafa stóraukið starfsemi sína í S-Evrópu og  sumstaðar verða skólar opnir allt sumarið, svo börn fái að borða.

Samdráttur á Spáni heldur áfram.  Það er langt í frá að séð sé fyrir endann á vandamálum þar.

Lítið miðast áfram í Grikklandi.  Sólin skín og allir vonast eftir góðu ferðamannasumri, en enginn er bjartsýnn á stöðu Grikkja og verkföll og róstur eru daglegt brauð. 

Flestir eru komnir á þá skoðun að Portúgal muni þurfa á frekari aðstoð að halda.

Engin veit nákvæmlega 

Slovenia færist nær bjargbrúninni með hverjum deginum sem líður.  Það verður æ líklegra að ríkið þurfi á aðstoð að hald.

Ýmsir eru farnir að spá því að það styttist í að Ítalíu þurfi sömuleiðis að fara "aðstoðarleiðina".

Efnahagsörðugleikar virðast vera að koma upp á yfirborðið í Hollandi.

Æ fleiri hafa áhyggjur af ótal merkjum um efnahagsörðugleika Frakka. Svo erfið er staðan í ríkisfjármálum Frakklands, að forsetinn hefur lofað að drekka ódýrari vín framvegis og selja eitthvað af þeim dýrari.

Vaxandi úlfúð og vantraust á milli Þýskalands og Frakklands er flestum ljós og fer á stundum niður á persónulegt plan.

Sívaxandi þungi óánægju með "Sambandið" má finna í flestum "meginlöndum" þess.  Vaxandi þungi er kröfu um breytingar á sambandi Bretlands og ESB, og nýstofnaður stjórnmálaflokkur sem hefur það á stefnuskrá sinna að leysa upp euroið (með skipulegum hætti) vekur mikla athygli og virðist njóta nokkurs fylgis.

Ég held að "Sambandið" standi á, eða færist nær, krossgötum.  Þolínmæðin er því sem næst þrotin, og sársaukamarkinu er fyrir löngu náð.

Andstaðan gegn niðurskurði, samdrætti, atvinnuleysi og úrræðaleysi vex dag frá degi.  Andstaðan við vaxandi miðstýringu og samþjöppun valds, vex einnig.

Eitthvað verður undan að láta.

Ég hef enga trú á að "Sambandið" nái að keyra á óbreyttri stefnu lengi enn (hér verður þó að hafa í huga að hjá stóru bákni, gerast breytingar hægt).  Það er flestum ljóst að núverandi stjórnskipan og uppbygging "Sambandsins" getur ekki og er ekki fært um að takast á við vandamálin sem við blasa og breiðast út, land frá landi innan þess.

Aðallega virðist hort til tveggja leiða.

Annars vegar uppbrot Eurosvæðisins, og jafnvel í framhaldi af því aukið vald fært til aðildarlandanna. Aðaláherslan verði lögð á kosti þess að halda innri markaðnum.

Hinsv vegar að stefnan verði sett á sambandsríki, í það minnsta kosti Eurosvæðisins, sem þá myndi þýða "2ja laga Samband" og staða ríkja utan eurosins, óljós og erfið.  Myndun sambandsríkis með öllum ríkjum er einfaldlega ekki valkostur í stöðunni.

Það er alveg ljóst bakvið hvort kostinn "bjúrokratarnir í Brussel" fylkja sér.  Tilveru þeirra enda að hluta til ógnað með fyrri kostinum.

Í bakgrunni nú, eru svo þingkosningar í Þýskalandi í haust.  Ekki er líklegt að nokkrar afdrífaríkar ákvarðanir verði teknar fyrr en að þeim loknum.  Það segir ef til vill meira en margt annað, í hvers kyns öngstræti uppbygging og stjórnun "Sambandsins" er.

En Íslendingar þurfa að horfast í augu við eigin ákvörðun.  Hvert á framhald aðlögunarviðræðna við "Sambandið" að vera?  Þær eru þegar í hægagangi.  Á að halda þeim hægagangi áfram, á að slíta þeim, eða setja þær í bið?

Persónulega er ég þeirrar skoðunar að best sé að slíta þeim.  En ég held að allir verði að horfast í augu við þá staðreynd, að best sé að reyna að byggja upp eins mikla sátt og mögulegt er um þá ákvörðun sem verður tekin.

Það er atriðið sem fráfarandi ríkistjórn brást svo hrapallega í.

Því er það góð hugmynd að ný ríkisstjórn (hver sem hún verður) búi til skýrslu fyrir þjóðina, um það sem hefur gerst í aðlögunarviðræðum Íslands og "Sambandsins" og kynni fyrir Íslendingum.

Það er síðan rökrétt að þjóðin verði spurð hvort að hún vilji ganga í Evrópusambandið og henni verði gert það ljóst að umsókn fylgi ábyrgð.  Ekki sé reiknað með að þjóðir sem ekki vilji ganga í "Sambandið" sæki um aðild.

Ný ríkisstjórn getur heldur ekki (að mínu mati) verið skipuð ráðherrum sem vilja standa í samningaviðræðum, til þess eins að fella samninginn.

Gerum ekki sömu mistökin tvisvar.

 

 

 


mbl.is Enn samdráttur á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarflokkurinn á tvo kosti

Það er ekkert sjálfgefið í stjórnmálum.  Eins og svo oft hefur verið sagt eru stjórnmál list hins mögulega. Sjaldnast ef nokkurn tíma er stjórnmálamönnum boðið upp á fullkomin kost.

Stundum bjóðast vænlegir kostir, stundum ekki. Stundum verða þeir að velja þann kost sem er "skárstur", stundum "illskárstur".

Valið er nú reyndar ekki svo mikið hjá Framóknarflokknum í þeirri stöðu sem komin er upp í Íslenskum sjtórnmálum.

Framsóknarflokkurinn á tvo kosti.

Sá fyrri og rökréttari er að mynda ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.  Ég segi rökréttari vegna þess að um er að ræða tvo stjórnarandstöðuflokka, sem störfuðu andspænis ríkisstjórn sem setti Evrópumet í fylgistapi.  Það ætti að hjálpa til að skýra valið.

En vissulega verður að nást samstarfsgrundvöllur. Það er ekki ólíklegt að stærsta hindrunin verði kosningaloforð Framsóknarflokks, um lausn "skuldavanda heimilanna".

Hinn kostur Framsóknarflokksins er að mynda stjórn til vinstri.  Mynda stjórn með Samfylkingu og Vinstri grænum.  Það er ekki að efa að hugur margra innan Framsóknarflokksins stendur til slíks samstarfs.

Það sem mælir á móti slíkum ráðahag, er að það lýtur ekki of vel út fyrir sigurvegara í kosningum að lyfta upp til metorða þeim sem kjósendur höfnuðu með jafn afgerandi hætti og raunin varð Samfylkingu og Vinstri græn.

Slíkt samstarf þarf auðvitað samstarfsgrundvöll.  Ekki einungis gætu lausn Framsóknarflokks á "skuldavanda heimilanna" valdið missætti, heldur koma til mál s.s. "Sambandsaðild", atvinnustefna, stjórnarskrámálið og mörg fleiri.

Það er hætt við að vinsældir Sigmundar Davíðs sem forsætisráðherra væru fljótar að síga, með Árna Páll eða Össur sem utanríkisráðherra í viðræðum við "Sambandið", og t.d. Steingrím J. sem umherfis og auðlindaráðherra.

Það er líklega ekki hlutskipti sem margir Framsóknarmenn óska flokki sínum og formanni.

Þriðji kosturinn, sem er þó í raun ekki kostur fyrir Framsóknarflokkinn heldur frekar hlutskipti og það ekki gott, væri að enda utan ríkisstjórnar.

En þegar valkvíði gerir vart við sig, er stundum gripið til þess ráðs að kasta hlutkesti eða vinna í stafrófsröð.  Það bendir ákvarðanafælni, sem ekki getur talist gott veganesti í ríkisstjórn.

P.S. Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna myndi svo búa við þau vandræði, að samkvæmt skilgreiningu Árna Páls Árnasonar, myndi hún ekki hafa neitt umboð til þess a breyta þjóðfélaginu, þar sem hún væri með undir 50% af atkvæðum á bakvið sig.


Stefna Samfylkingarinnar var stutt en skýr

Nú þegar kosningar eru afstaðnar byrja ýmsir að gera upp hlutina, finna ástæður fyrir því að ekk gekk betur og hvað hefði betur mátt fara.

Í Samfylkingunni hafa margir menn lagt hönd á plóginn við að finna skýringar og hafa sumir fyrrverandi þingmenn haldið því fram að þeir gætu ekki sagt til um hver stefna Samfylkingarinnar hefði verið.  Það er vissulega merkileg fullyrðing, því að ég hélt í einfeldni minni að þingmenn stjórnmálaflokka, ásamt landsfundum þeirra, tækju virkan þátt í því að móta stefnuna.  Ég helt að hún dytti ekki að ofan.

En fyrir mig sem kjósanda (sem telst þó ef til vill ekki dæmigerður kjósandi, búandi erlendis) var stefna Samfylkingarinnar stutt en skýr.

Samfylkingin lagði megináherslu á að Ísland yrði að ganga í Evrópusambandið.

Það mátti hvergi sjá Samfylkingarframbjóðendur tjá sig, án þess að það kæmi skýrt fram að lausnin væri fólgin í því að ganga í "Sambandið".

Allt annað hvarf í skuggann. Útgangspunktur flestra auglýsinga sem ég sá (þar kann aftur búseta mín að spila inn í) snerist um að Ísland þyrfti að ganga í "Sambandið".  Um það snerust kosningarnar.

Undarlegar fullyrðingar eins og að velja mætti um hvort laun einstaklinga yrðu greidd í krónum eða euroum sáust í auglýsingum, en ekki á neinum kjörseðlum.

En niðurstaða kosninganna er skýr.

Samfylkingin setti Íslandmet í fylgistapi stjórnmálaflokka.  Líkega hvort sem mælt er með eða án atrennu.

XS 1b

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

   XS 2bXS 3b


Það hafa allir mál og fundafrelsi, líka stjórnmálamenn - jafnvel forsetinn getur ekki tekið það af þeim.

Auðvitað hafa allir leyfi til að tala um allt við alla, undir hvaða kringumstæðum sem þeir sjálfir kjósa sér - líka stjórnmálamenn.

Stjórnarmyndunarumboð, er ekkert meira en það og sviftir ekki aðra stjórnmálamenn réttinum til þess að ræða sín á milli eða mynda ríkisstjórn.  Að baki ríkisstjórnar þarf einfaldlega þingmeirihluta.

Að formenn stjórnarflokkana séu gerðir eins og "sendisveinar" út frá Bessastöðum gengur auðvitað upp, eins lengi og formenn stjórnmálaflokkana kjósa að taka þátt í slíku "showi".

Persónulega held ég að kjósendur hafi takmarkaðan áhuga og þolinmæði gagnvart svona "etíkettum". Ég hygg að þeir hafi meiri áhuga á því að formenn stjórnmálaflokkana drífi sig að verki, myndi ríkisstjórn, svo að koma megi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna í minninguna, ef ekki gleymskuna. 

 


mbl.is Framsókn ekki með „einkaleyfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband