Með hóflega og skynsama nýtingu að leiðarljósi

Það er víðbúið að umræður og deilur hefjist enn á ný um hvalveiðar, þegar veiðar byrja á ný í sumar.

Ef marka má rök fyrri ára, ætti ferðaþjónusta á Íslandi að vera í molum, eftir að Íslendingar hafa ítrekað hafnað því að hætta hvalveiðum og banna þær með öllu.

En það er sjálfsagt fyrir Íslendinga að halda áfram hvalveiðum, með hóflega og skynsamlega nýtingu að leiðarljósi.

Ég held að ekki sé hægt að halda því fram að hvalveiðar hafi gengið of nærri stofnunum síðan þær hófust að nýju, enda hef ég ekki séð því haldið fram.

Á meðan grundvöllur er fyrir veiðunum og vilji til að halda þeim áfram á skynsamlegum nótum, eiga Íslendingar að veiða hvali.

 


mbl.is Hvalveiðar hefjast að nýju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband