Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012

60 atkvæði á þátttakanda

Ég myndi segja að Ögmundur hafi unnið ágætis sigur í þessu forvali. Það litar vissulega öll úrslit hvað fáir greiða atkvæði, en þannig er það oft hjá Vinstri grænum.

Í fréttinni segir að einungis 60 atkvæðum hafi munað á Ögmundi og Ólafi Þór Gunnarssyn, en það er býsna hátt hlutfall, þegar litið er til þess að einungis 478 greiddu atkvæði. Munurinn á 261 atkvæði og 201 er býsna mikill.  Þannig greiða að meðaltali u.þ.b. 60 einstaklingar atkvæði fyrir hvern frambjóðenda í prófkjörinu.

Sé tillit tekið til þessa kemur í ljós að staða Ögmundar er sterk, þó að sótt hafi verið að honum.  En þó að staða Ögmundar innan flokksins sé sterk, virðist blasa við að það sama gildi ekki um stöðu flokksins í kjördæminu.

 

 


mbl.is Ögmundur fékk 54% í 1. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einu sinni er það versta afstaðið, eða hvað?

Ef Grikkland hefði fengið 1. billjón euro, í hvert skipti sem eurokrísan hefur "verið leyst", eða það versta hefur verið talið afstaðið, væru þeir líklega í þolanlegum málum í dag. Alla vegna um hríð.

En því miður er ekki hægt að taka undir það með Rajoy að það versta sé afstaðið.  Mun líklegra er að það versta sé enn ókomið.

Það er enda fátt sem bendir til þess að eurokrísan sé að leysast.  Lækkun á lánshæfismati Frakklands er ein af vísbendingunum um hið gagnstæða.  Það hefur líklega komið fáum á óvart, en er eigi að síður nokkuð högg fyrir Frakka og eurosvæðið í heild.  Það var enda nóg til þess að fresta þurfti skuldabréfaútboði Björgunarsjóðs eurolandanna EFSF (European Financial Stability Facility). Tryggingnarnar á bakvið sjóðinn breytast vegna falls lánshæfis Frakklands og því nauðsynlegt að slá útboðinu á frest.

AAA lanshaefi frakka

Frakkland hefur eins og ýmis önnur euroríki glutrað niður samkeppnishæfni sínu á mörgum sviðum.  Það ásamt viðvarandi hallarekstri hins opinbera er eitthvað sem landið virðist hafa neitað að horfast í augu við, og neitar þvi að nokkru marki enn.

En lánhæfisfall Frakklands er langt í frá einu slæmu fréttirnar þessar vikurnar.

Grikkland er ekki að rétta úr kútnum, þarf lengri tíma og aukið fé.  Líkurnar á því að euroríkin þurfi að afskrifa hluta af skuldum þess aukast dag frá degi.  Það þýðir að stöndugri ríkin horfast í augu við að tapa fé.  Það er einmitt það sem margir stjórnmálamenn hafa lofað kjóendum sínum að myndi aldrei gerast.  Sumir hafa jafnvel gengið svo langt að stæra sig af því að lönd þeirra högnuðust af lánveitingum sínum til ríkja eins og Grikklands, Portugal og Írlands.

Í þeim löndum þar sem stutt er til kosninga er þetta sérstaklega viðkvæmt mál.

Þannig fjölgar þeim löndum sem eiga í vandræðum á eurosvæðinu, Grikkland, Írland, Portúgal, Ítalía, Spánn, Kýpur, Slóvenia, það hriktir í hjá Frakklandi og mikill samdráttur á sér stað í Hollandi.

Mötmæli og verkföll eru að verða næstum daglegt brauð í "Suðurríkjum" "Sambandssins". Atvinnuleysi er enn að aukast og atvinnuleysi ungs fólk er í slíkum hæðum að það er einfaldlega ógnvænlegt.  Sífellt fleiri eiga ekki rétt á atvinnuleysisbótum og missa jafnvel um leið sjúkratryggingar.

Það er því líklegra að eurokrísan eigi eftir að geysa all nokkur ár til viðbótar.  Margir hafa talað um 5 til 10 erfið ár til viðbótar og slíkt hljómar nokkuð líklega, en stórt vafamál verður að teljast að eurosvæðið komi óbreytt út úr kreppunni.

Ofan á vandræði euroríkjanna bætist síðan vaxandi þungi í Bretlandi um að landið segi sig úr Evrópusambandinu.  Það myndi gjörbreyta "Sambandinu" og ekki til hins betra.  Slíkt myndi án efa verða til að styrkja stjórnlyndisöflin innan "Sambandsins".

"Á kantinum" stenda síðan Íslensku stjórnarflokkarnir, Samfylking og Vinstri grænir og veifa heilbrigðisvottorðinu sem Össur fullyrðir að Íslendingar séu að gefa "Sambandinu".

Það er auðvitað með eindæmum að aðlögunarviðræður skuli vera meginviðfangsefni Íslenskra stjórnmála, þegar litið til til ástandsins, hvort sem er á Íslandi eða innan "Sambandsins".

Það er óskandi að Íslenskir kjósendur láti vilja sinn í þessu máli skýrt í ljós í kosningunum næsta vor og hafni "Sambandsflokkunum".  Það er löngu orðið tímabært að stöðva aðlögunarviðræðurnar og leyfa kjósendum að greiða atkvæði um hvort þær skuli teknar upp að nýju.

Það er tilvalið að gera það samhliða Alþingiskosningum næsta vor.


Lífshættuleg friðarstefna?

Persónulega finnst mér það della að ætla að banna varðskipum t.d. Dana og Norðmanna að koma til hafnar í Reykjavík. En það sem meira er ég er þeirrar skoðunar að það geti verið lífshættuleg della.

Þau eru líklega orðin býsna mörg mannslífin sem Dönsk og Norsk varðskip hafa bjargað í gegnum árin og af ýmsum þjóðernum, enda ekki um það spurt þegar menn í sjávarháska eru annars vegar.

Þau voru líka býsna mörg mannslífin sem þyrlusveit Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli bjargaði þau ár sem hún var til staðar.  Þar voru notuð hernaðatæki til björgunarstarfa.  Það gerði björgunarafrekin ekki minni, eða dró á nokkurn hátt úr verðmæti þeirra mannslifa sem var bjargað.

Það er Íslendingum til framdráttar og hagsbóta að eiga sem mest samstarf við nágrannaríkin á sviði bjjörgunar og eftirlits á hafsvæðunum í kringum Ísland.  Það að varðskip þeirra séu vopnuð (eins og reyndar Íslensku varðskipin) á ekki að skipta nokkru máli þar um.

Aðild Íslendinga að NATO hefur sömuleiðis reynst þjóðinni vel og vonandi að þar verði framhald á, ég geri mér þó grein fyrir að það samstarf er mun umdeildara en samstarf okkar við Norðurlöndin.

Ég get ekki skilið hvað borgarstjórnarmeirihluti Besta flokksins og Samfylkingar heldur að ávinnist með því að banna erlendum varðskipum að koma til hafnar í Reykjavík.  Það væri vissulega fróðlegt að heyra þær útskýringar.

Næsta skref í þeirri baráttu yrði síðan líklega að reka Landhelgisgæsluna frá Reykjavík, enda getur varla skipt meginmáli hvers lenskar byssurnar eru, eða hvað?


mbl.is Mikilvægt björgunarsamstarf geti skaðast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnutækifæri í opinbera geiranum

Fann þessa mynd á vef Eistneska ríkisútvarpsins.  Held að þessi hafi alþjjóðlega skírskotun.

 

 Atinnutaekifaeri opinber

 


Ósjálfráða kjósendur?

Ég get ekki sagt að ég sé harður á móti því að lækka kosningaaldur. Öllu jöfnu held ég að sé fyllsta ástæða til að treysta ungu fólki og held að það sé jafnfært um að taka skynsamlegar ákvarðanir og þeir sem eldri eru.

En ég get ekki sagt að heldur að ég sé í raun fylgjandi því að lækka kosningaaldur í 16 ár.

Það sem mér finnst mæla hvað sterkast á móti slíkri lækkun, er að það gengur í raun gegn því sem stjórnmálamenn hafa verið að bardúsa á undanförnum árum og á ég þá fyrst og fremst við hækkun sjálfræðisaldurs og þá framlengingu á "barndómnum" sem þá varð.

Mér finnst ekki óeðlilegt að kosningaaldur og sjálfræði haldist í hendur.

Hvort að vilji væri til að endurskoða ýmis "aldursmörk" er svo annar handleggur.  Sjálfum þætti mér t.d. ekkert óeðlilegt að sjálfræðisaldur væri færður til baka og yrði við 16 ár.  Sjálfsagt eru ýmis önnur "aldursmörk" sem má velta fyir sér hvort að ástæða sé til að breyta.

En sé allt annað óbreytt, get ég ekki séð skynsamleg rök fyrir því að lækka kosningaaldur.

 


mbl.is Vill lækka kosningaaldur í 16 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slök þátttaka, en eitt og annað sem kemur á óvart.

Líkt og í þeim prófkjörum sem hafa verið haldin undanfarið er þátttakan í flokksvali Samfylkingarinnar slök. Einhverja hluta vegna tekst flokkunum og frambjóðendum ekki að vekja áhuga og laða fólk til að greiða atkvæði í prófkjörum.

Slíkt hlýtur að vera þeim nokkuð áhyggjuefni.

En í Reykjavíkurprófkjöri Samfylkingarinnar kom mér það nokkuð á óvart hve litlu munaði að Össur Skarphéðinsson næði ekki fyrsta sætinu.

Ef til vill á það sér að hluta til skýringar í þeim kærumálum sem settu svip sinn á prófkjörið.  Slík mál geta ekki talist gott veganesti inn í kosningabaráttuna og gætu skemmt ávinning Sigríðar Ingibjargar af annars ágætum prófkjörssigri.

Annað sem vekur athygli er að Mörður Árnason er býsna langt frá því að ná þeim árangri sem hann stefndi að og gæti orðið tvísýnt um þingsæti hjá honum, reyndar eins og oft áður.

En það er ekki að hægt að segja að mikil endurnýjun verði á listum Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum, innkoma Bjarkar Vilhelmsdóttur er þó undantekning þar á.  Því má segja að ánægja Samfylkingarfólks með þingmenn sína sé býsna mikil, sem aftur er í andstöðu við það fylgi og traust sem ríkistjórn og flokkurinn virðist njóta hjá almenningi í skoðanakönnunum.

Hvernig slík uppröðun eigi eftir að skila flokknum verulega auknu fylgi er vandséð.

Þegar litið er yfri úrslitin í prófkjörinu, og velt er fyrir sér hugsanlegum þingmannafjölda Samfylkingarinnar, er að ég hygg enginn undrandi yfir ákvörðun Róberts Marshalls um að hætta við framboð á þessum vettvangi og reyna frekar fyrir sér á vegum Bjartrar framtíðar.  Það er erfitt að ímynda sér að hann hefði haft erindi sem erfiði í þessum slag.

 

 


mbl.is Össur í 1. sæti, Sigríður í 2. sæti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björt Framtíð fyrir Árna Pál?

Ég hef oftar en einu sinni bloggað hér um að mér þyki Björt framtíð eins og óþarft bergmál eða ljósrit af Samfylkingunni.  Eins og gengur eru menn misánægðir með það sem ég skrifa og lítið út á það að setja.  Ýmsir haf bent mér á að slíkur málflutningur sé ekki til sóma og eingöngu "íhalds" eða "Sjáflstæðisáróður".

Ég hef yfirleitt svarað því til að mér þyki erfitt að greina á milli.  Stefnumálin séu svipuð, þeir frambjóðendur sem ég viti að ætla fram fyrir Bjarta framtíð séu ótrúlega keimlíkir frambjóðendum sem Samfylkingin hafi teflt fram í gegnum tíðina og svo að Björt framtíð geti ekki hugsað sér betri ríkistjórn en þá sem nú situr - undir forystu Samfylkingarinnar.  Ja, nema ef einum eða tveimur ráðherrum Samfylkingar Bjartrar framtíðar yrði bætt við.

En nú nýverið fór fram prófkjör Samfylkingarinnar í "Kraganum".  Þar vann Árni Páll Árnason góðarn sigur og styrkti stöðu sína í baráttunni um formannssæti Samfylkingar verulega.

Í fjölmiðlum hefur mátt lesa um harðsnúna sveit sem Árni hefur skipað í kringum sig og þykir hafa gefist vel.

Þar á meðal hafa fréttir hermt að Gaukur Úlfarsson hafi starfað að miklum dugnaði fyrir Árna Pál.  Ekki þekki ég Gauk neitt, en man þó eftir að hafa heyrt um hann talað sem stjórnarmann í Bjartri framtíð og svo sömuleiðis sem eina aðalhugmyndasprautuna á bakvið Besta flokkinn.

Persónulega trúi ég ekki á tilviljanir í pólítík.

Hér má lesa um stjórnarmenn í Bjartri framtíð.

Hér er frétt DV um prófkjörið í "Kraganum"

Hér er svo frétt á Visi.is um sama prófkjör.

Hér er svo viðtal við Gauk sem birt var fyrir all nokkru á Visi.is

 

Auðvitað er öllum frjálst að starfa með hverjum sem þeir kjósa og jafnvel þvert á flokka.  Ef til vill er þetta eins og stundum er í "boltanum", að sami einstaklingurinn spilar stundum með A-liðinu og stundum með B-liðinu.

Ef til vill eru það á víðar en á milli manns, hest og hunds, sem hangir leyniþráður, reyndar hefur oft ekki verið talinn neinn skortur á þeim þráðum í pólítíkinni.

Ef til vill er Gaukur genginn í Samfylkinguna án þess að ég hafi hugmynd um það.  Það þarf ekki að vera einstefna í slíkum málum.

En ég sé ekki ástæðu til að draga í land með að mér þyki Björt framtíð eins og óþarft bergmál af Samfylkingunni.


Hvaða varanlegu undanþágur hafa verið veittar?

Hér og þar um netið hef ég séð "Sambandssinna" fara mikin út af frétt sem birtist á vef RUV, þar sem segir að fjöldinn allur af undanþágum hafi verið veittur til þeirra ríkja sem hafa gengið í "Sambandið" undanfarin ár.

Sumir tala eins og framundan sé stór Íslenskur sigur, það verði ekkert vandamál að fá varanlegar undanþágur frá öllu því sem Íslendingar þurfi að fá undanþágur frá.  Það er engu líkara en "Sambandið" sé einhvers konar "hlaðborð", þar sem Íslendingar geti einfaldlega valið sér það sem þeim finnist "lystugt", hinu fái þeir undanþágur frá því að "kyngja".

Nú verð ég að viðurkenna að ég hef ekki fylgst svo grannt með aðlögunarviðræðum þeirra ríkja sem hafa gengið í "Sambandið" undanfarin ár.  Það er ekki eitt af mínum helstu áhugamálum.

Því ætla ég ekki að fullyrða eitt né neitt um sannleiksgildi þessara orða, eða hvað margar undanþágur hefur verið samið um.

En það er rétt að vekja athygli á því að talað er um undanþágur, ekki varanlegar undanþágur, á þvi tvennu er mikill og regin munur.

En hitt væri vissulega þarft og fróðlegt innlegg í umræðuna, ef fréttastofa RUV fylgdi þessari frétt eftir og birti lista yfir þær varanlegu undanþágur sem ríki hafa fengið í aðlögunarviðræðum sínum við Evrópusambandið.  Til dæmis 10 nýjustu ríkin í "Sambandinu".  

Ef einhver hefur þann lista undir höndum, væri ég sömuleiðis þakklátur fyrir að fá hann í birtan í athugasemdum, eða slóð sem vísaði á slíkar upplýsingar.

 


Verðtrygging og jafngreiðslur

Mér finnst ég oft verða var við misskilning hvað varðar verðtryggingu, jafngreiðslur og því hvers vegna höfuðstóll lána hækkar.

Verðtrygging er í raun aðeins ein tegund af vöxtum.  Einfaldast er líklega að kalla hana vísitölubundna vexti.

Það að vextir séu vísitölubundnir hækkar ekki höfuðstól lánsins.  Hann hækkar aðeins ef svo er um samiið að lántakandi greiði ekki alla vextina um leið og þeir reiknast, heldur skuli þeir leggjast við höfuðstólínn.  Þetta er það sem oftast er kallað jafngreiðslur, þegar talað er um lán.

Þetta lækkar greiðslubyrðina í upphafi (hækkar hana þegar líður á lánstímann) og gerir mörgum kleyft að taka hærri lán en þeir ella gætu.  Hvort það er skynsamlegt er svo umdeilanlegt en það er önnur saga.

En verðtrygging er ekki skilyrði fyrir því að boðið sé upp á jafngreiðslur og slíkt fyrirkomulag tíðkast mun víðar en á Íslandi.  Oft eru vextir á slíkum lánum breytilegir (breytast þá gjarna mánaðarlega) og getur þá komið til þess, ef óvænt verðbólguskot og vaxtahækkun verður að höfuðstólll slíkra lána hækki, þó óverðtryggð séu.  Það er þó vissulega sjaldgæft, en ef næg verðbólga og vaxtahækkanir eru til staðar getur það gerst.

Eignamyndun á jafngreiðslulánum er hægari en ella, en léttir greiðslubyrðina í upphafi.  Eignamyndunum er því hægari sem lánið er lengra.  Háir vextir (t.d.vísitölubundnir vextir  + nafnvextir) og langur lánstími er hættuleg blanda í þessu sambandi.

En verðtrygging (vísitölubundnir vextir) er ekki skilyrði fyrir jafngreiðslum, né er jafngreiðslufyrirkomulag nauðsynlegt skilyrði verðtryggingar. 

Hvort að óverðtryggð lán komi til með að bera lægri vexti en verðtryggð til lengri tíma litið, er ólíklegt en ekki útilokað.

En það er rétt að hafa í huga að ef það kemur betur út fyrir þá sem ráða yfir fjármagni að nota það í annað en lánastarfsemi, er líklegt að það verði raunin.


Stjórnarskrárbreytingar eiga ekki að vera spretthlaup

Það er vissulega fagnaðarefni að útlit sé fyrir að umtalsverðar breytingar verði á tillögum stjórnlagaráðs, áður en lagt verði fram frumvarp á Alþingi.

Þó að ég viti ekki í hverju þessar 75 breytingar sem talað er um í fréttinni felast, vona ég að með þeim séu sniðnir af margir af göllum tillagnanna.

Reyndar má skilja af fréttum að starfshópnum hafi verið nokkuð þröngur stakkur sniðinn í skipunarbréfi.  Þannig segir í annarri frétt á mbl.is:   

Í skilabréfinu segir að eðlilegt sé að litið sé til stjórnarskráa annarra ríkja við endurskoðun stjórnarskrár og metið hvort greina megi samnefnara eða þróun í tiltekna átt. „Þau tímamörk og meginviðmið sem sérfræðingahópnum voru sett gera það hins vegar að verkum að ekki var gerð ítarleg rannsókn í þessu efni.“

Það verður að segja eins og er, að þarna kemur í ljós stærsti galli alls ferilsins, en það er flýtirinn.  Það er eins og það liggi þessi ósköp á að ekki megi staldra við og hugsa eitt eða neitt, eða leggja meira mat á þau áhrif sem þær breytingar sem lagðar eru til geti valdið.

Viljinn er til að "skjóta fyrst og spyrja síðar".

En stjórnarskrárbreytingar eiga ekki að vera spretthlaup.

Eitthvað það furðulegasta í öllu ferlinu var hin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla sem fram fór, þar sem aðeins örfá atriði voru tekin út úr og þjóðin beðin um að greiða um þau atkvæði áður en t.d. þessi, hvað þá frekari yfirferð hafði farið fram.

Það má vissulega taka undir þá skoðun að þar sem um ákveðna misnotkun á þjóðaratkvæðagreiðslu að ræða.

Því miður hefur þetta ferli allt einkennst um of of ofstopa, offorsi og ákveðnum flumbrugangi.  

Það er vissulega miður, sérstaklega þegar stórnarskrá lýðveldis á í hlut.

 

 


mbl.is Tillögu stjórnlagaráðs breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband