60 atkvæði á þátttakanda

Ég myndi segja að Ögmundur hafi unnið ágætis sigur í þessu forvali. Það litar vissulega öll úrslit hvað fáir greiða atkvæði, en þannig er það oft hjá Vinstri grænum.

Í fréttinni segir að einungis 60 atkvæðum hafi munað á Ögmundi og Ólafi Þór Gunnarssyn, en það er býsna hátt hlutfall, þegar litið er til þess að einungis 478 greiddu atkvæði. Munurinn á 261 atkvæði og 201 er býsna mikill.  Þannig greiða að meðaltali u.þ.b. 60 einstaklingar atkvæði fyrir hvern frambjóðenda í prófkjörinu.

Sé tillit tekið til þessa kemur í ljós að staða Ögmundar er sterk, þó að sótt hafi verið að honum.  En þó að staða Ögmundar innan flokksins sé sterk, virðist blasa við að það sama gildi ekki um stöðu flokksins í kjördæminu.

 

 


mbl.is Ögmundur fékk 54% í 1. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband