Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012
Þó að sigur Árna Páls Árnasonar á Katrínu Júliusdóttur sé það sem mesta athygli veki í prófkjörum Samfylkingarinnar er það þó annað sem mér þykir ekki síður athyglivert.
Það að óbreyttur þingmaður felli sitjandi fjármálaráðherra eru vissulega risatíðindi, en það sem færri gefa gaum er upprisa þeirra ráðherra sem Jóhanna Sigurðardóttir ákvað að losa sig við úr ríkisstjórn sinni. Árni Páll sigrar Katrínu eins og áður sagði og enginn getur leyft sér að efast um að Kristján Möller er Samfylkingarkóngurinn í NorðAustrinu. Hann hlýtur þar öldungis frábæra kosningu.
Það virðist sem að hið almenna Samfylkingarfólkk sé að senda þau skilaboð að það hafi ekki verið mjög ánægt með þessar ráðherrahrókeringar Jóhönnu.
Sigurvegarar í prókjörum Samfylkingarinnar þessa helgina, eru Árni Páll, Kristján og ekki síst Erna Indriðadóttir.
Ég hugsa að margir (og ég þar á meðal) myndu vilja túlka þessi úrslit sem ákall um breytingu á stefnu Samfylkingarinnar, og að atvinnumál verði sett í forgang. Að snúið verði af vinstri vegferðinni sem Jóhanna Sigurðardóttir hefur teymt flokkinn í og stefnan aftur sett á miðjuna.
Sumir myndi líklega segja þetta ákall eftir meiri "Alþýðuflokki" en minna "Alþýðubandalagi" innan Samfylkingarinnar.
Það að Samfylkingarfólk hafni Sigmundi Erni og að Lúðvík Geirsson hafi átt erfitt uppdráttar kemur að mínu mati ekki mikið á óvart, þó vissulega megi taka undir með Lúðvík að slæm staða Hafnarfirðinga veki nokkra eftirtekt.
En eins og ég minntist á í færslu minni um prófkjör Sjálfstæðisflokksins í "Kraganum", vekur sömuleiðis dræm þátttaka athygli hjá Samfylkingunni. Það kann að vera að það þýði að áhugi fyrir stjórnmálastússi sé í lágmarki. Ef ekki verður breyting á, gæti það skilað sér í slælegri kosningaþátttöku í vor. Það væri þróun sem væri engum til góðs.
Við þurfum að breyta um takt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
12.11.2012 | 15:59
Prófkjör sem veldur vonbrigðum
Ég hefði kosið að sjá öðruvísi uppröðum á lista Sjálfstæðisflokksins í Kraganum, en það er ekkert áhyggjuefni. Það endurspeglar eingöngu misjafnar skoðanir og áherslur sem finna má á meðal þeirra sem kjósa í prókjörinu. Og ákörðunin er þeirra sem kjósa í prófkjörinu, en ekki hinna (eins og mín) sem ekki gera það.
En ég held samt sem áður að listinn sé þokkalega sterkur, sterkir einstaklingar og býsna víð skírskotun. Vissulega hefði verið æskilegt að sjá Bjarna Benediktsson fá betri kosingu en raun bar vitni, en sé tekið mið af aðstæðum er hún vel ásáttanleg og jafnvel ríflega það.
Það sem veldur mér hins vegar mestum vonbrigðum við þetta prófkjör er hin dræma þátttaka. Þá er ég ekki að tala um hlutfall þeirra sem voru á kjörskrá sem mættu (það hlutfall er afleitt), heldur hitt hve í raun fáir kjósa í prófkjörinu.
Flestir þeir sem hafa starfað í stjórnmálaflokkum vita að félagaskrár þeirra eru ekkert til að hrópa húrra fyrir, ef þær eru ekki vísvitandi rangar á stundum. Þess vegna segir hlutfall kjósenda af þeim sem eru á kjörskrá ekki mikla sögu.
Hitt er miklu verra ef þeim fer fækkandi sem nenna að hafa fyrir því að kjósa í prófkjörum, það bendir til áhugaleysis, ef til vill ekki bara á þeim frambjóðendum sem úr er að velja, heldur á stjórnmálum yfirleitt. Það er slæm þróun.
Það að þátttaka hafi verið dræm í prófkjörum Samfylkingar sömuleiðis, kann að vera Sjálfstæðismönnum nokkur léttir, en ætti að auka áhyggjur allra þeirra sem starfa í og hafa áhuga á stjórnmálum.
Bjarni með 54% atkvæða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2012 | 14:52
Að mennta hershöfðingja
Þó að framhjáhald sé í sjálfu sér ekkert gamanmál, þá get ég ekki hlegið að einstökum atriðum í þessu máli.
Að Petreus og Broadwell (sem hann hélt við) hafi fyrir stuttu gefið út bókina: All In: The Education of General David Petraeus, er í mínum huga brandari sem ekki er hægt að búa til. Slíkir gæðabrandarar verða aðeins til í raunveruleikanum.
Hótunarbréf komu FBI á sporið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |