Stjórnarskrárbreytingar eiga ekki að vera spretthlaup

Það er vissulega fagnaðarefni að útlit sé fyrir að umtalsverðar breytingar verði á tillögum stjórnlagaráðs, áður en lagt verði fram frumvarp á Alþingi.

Þó að ég viti ekki í hverju þessar 75 breytingar sem talað er um í fréttinni felast, vona ég að með þeim séu sniðnir af margir af göllum tillagnanna.

Reyndar má skilja af fréttum að starfshópnum hafi verið nokkuð þröngur stakkur sniðinn í skipunarbréfi.  Þannig segir í annarri frétt á mbl.is:   

Í skilabréfinu segir að eðlilegt sé að litið sé til stjórnarskráa annarra ríkja við endurskoðun stjórnarskrár og metið hvort greina megi samnefnara eða þróun í tiltekna átt. „Þau tímamörk og meginviðmið sem sérfræðingahópnum voru sett gera það hins vegar að verkum að ekki var gerð ítarleg rannsókn í þessu efni.“

Það verður að segja eins og er, að þarna kemur í ljós stærsti galli alls ferilsins, en það er flýtirinn.  Það er eins og það liggi þessi ósköp á að ekki megi staldra við og hugsa eitt eða neitt, eða leggja meira mat á þau áhrif sem þær breytingar sem lagðar eru til geti valdið.

Viljinn er til að "skjóta fyrst og spyrja síðar".

En stjórnarskrárbreytingar eiga ekki að vera spretthlaup.

Eitthvað það furðulegasta í öllu ferlinu var hin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla sem fram fór, þar sem aðeins örfá atriði voru tekin út úr og þjóðin beðin um að greiða um þau atkvæði áður en t.d. þessi, hvað þá frekari yfirferð hafði farið fram.

Það má vissulega taka undir þá skoðun að þar sem um ákveðna misnotkun á þjóðaratkvæðagreiðslu að ræða.

Því miður hefur þetta ferli allt einkennst um of of ofstopa, offorsi og ákveðnum flumbrugangi.  

Það er vissulega miður, sérstaklega þegar stórnarskrá lýðveldis á í hlut.

 

 


mbl.is Tillögu stjórnlagaráðs breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Emilsson

Tilgangurinn með að breyta stjórnarskránni er eingöngu sá að koma á breytingum til innlimunar Islands í Evrópubandalagið. Þessvegna liggur svona mikið á, þ.e. að klára málið meðan Jóhanna er við völd.

Björn Emilsson, 13.11.2012 kl. 16:06

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Því miður Björn er margt sem bendir til þess að þú hafir rétt fyrir þér í þessu sambandi.

Ef bið verður á stjórnarskrárbreytingum, kemst "tímalína" "Sambandssinna" í uppnám.  Þess vegna liggur svo mikið á, þess vegna má ekki staldra við og vega og meta breytingarnar.

Málið er núverandi ríkisstjórn til skammar og verður það líklega um ókomna tíð.

G. Tómas Gunnarsson, 14.11.2012 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband