Hvaða varanlegu undanþágur hafa verið veittar?

Hér og þar um netið hef ég séð "Sambandssinna" fara mikin út af frétt sem birtist á vef RUV, þar sem segir að fjöldinn allur af undanþágum hafi verið veittur til þeirra ríkja sem hafa gengið í "Sambandið" undanfarin ár.

Sumir tala eins og framundan sé stór Íslenskur sigur, það verði ekkert vandamál að fá varanlegar undanþágur frá öllu því sem Íslendingar þurfi að fá undanþágur frá.  Það er engu líkara en "Sambandið" sé einhvers konar "hlaðborð", þar sem Íslendingar geti einfaldlega valið sér það sem þeim finnist "lystugt", hinu fái þeir undanþágur frá því að "kyngja".

Nú verð ég að viðurkenna að ég hef ekki fylgst svo grannt með aðlögunarviðræðum þeirra ríkja sem hafa gengið í "Sambandið" undanfarin ár.  Það er ekki eitt af mínum helstu áhugamálum.

Því ætla ég ekki að fullyrða eitt né neitt um sannleiksgildi þessara orða, eða hvað margar undanþágur hefur verið samið um.

En það er rétt að vekja athygli á því að talað er um undanþágur, ekki varanlegar undanþágur, á þvi tvennu er mikill og regin munur.

En hitt væri vissulega þarft og fróðlegt innlegg í umræðuna, ef fréttastofa RUV fylgdi þessari frétt eftir og birti lista yfir þær varanlegu undanþágur sem ríki hafa fengið í aðlögunarviðræðum sínum við Evrópusambandið.  Til dæmis 10 nýjustu ríkin í "Sambandinu".  

Ef einhver hefur þann lista undir höndum, væri ég sömuleiðis þakklátur fyrir að fá hann í birtan í athugasemdum, eða slóð sem vísaði á slíkar upplýsingar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eitthvað smotterí, sumarbústaeign og sardínukvóti. Spánverjar bentu össuru á að þeir myndu ekki sætta sig við neina undanþágur sem máli skipta þegar kemur að fiskveiðum. Lissabon og Rómarsáttmálar gilda.

GB (IP-tala skráð) 14.11.2012 kl. 14:27

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta með undanþágurnar er lygaáróður af borði kvöldfrétta Ruv, sem er að verða enn einn sendiboði ESB trúboðsins með grímulausan áróður um inngöngu í esb,  Það þarf að skoða hvernig það getur gerst að útvarp allra landsmanna kemst upp með einhliða áróður erlendra afla á prime time útvarpsins, þ.e. kvöldfréttum/Spegilsins, hvernig er hægt að stöðva þessa innrás?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2012 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband