Skynsamleg ákvörðun

Þegar góðir sigrar vinnast er mikilvægt að kunna að nýta þá. Það er ekki skynsamlegt að taka allt það "pólítíska kapítal" sem áunnist hefur og leggja það strax undir í "double or nothing" fléttu.

Ef Hanna Birna tæki formannsslag nú og tapaði, glataði hún mestu ef ekki öllu sem ávannst um síðustu helgi.

Því held ég að Hanna Birna sé að taka skynsamlega ákvörðun með því að lýsa þvi yfir að hún hyggist ekki bjóða sig fram til formanns, heldur láta niðurstöðu síðasta Landsfundar ráða.

Það er ekki eins og hún sé að renna út a tíma, eða það verði ekki fleiri Landsfundir.

Nú er tími til að þétta raðirnar, vinna góðan sigur í vor og mæta með stóran og sterkan þingflokk næsta haust.

Ég tel að þessi ákvörðun sýni skynsemi og hyggindi.  Það eru eiginleikar sem gott er að taka með sér inn á Alþingi.  

 

 


mbl.is Hanna Birna ekki í formanninn að óbreyttu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Sigurþór Arilíusson

Algjörlega sammála þér.

Marteinn Sigurþór Arilíusson, 26.11.2012 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband