Botnvörpungurinn sendur út á hafsauga - 53 sem taka þátt fyrir hvern frambjóðanda

Það vekur líklega mesta athygli í þessu forvali að Birni Vali er rækilega hafnað. Botnvörpungurinn (BV) nýtur ekki nægjanlegs fylgis í Reykjvík og kemur ef til vill ekki um of á óvart.  Líklega er fátt sem kemur á óvart í uppröðun á efstu sætunum. 

En dræm þátttaka litar atkvæðatölurnar.  Þannig greiða aðeins 639 greiða atkvæði í forvalinu, eða að meðaltali u.þ.b. 53 þáttakendur á hvern þeirra 12 sem buðu sig fram.  Hvort að það er vísbending um hvað koma skal í atkvæðatölum hjá VG er erfitt að spá um, en fjöldinn virkar ekki traustvekjandi.

Sé litið til fullyrðingar Björns Vals um að u.þ.b.  100 einstaklingar hafi skráð sig í flokkinn til þess að styðja hann, verður þátttakan enn ámátlegri, sem og stuðningur hans á meðal þeirra sem voru fyrir skráðir í flokkinn.

Sé litið til þeirra prófkjara, flokksvala og forvala sem þegar hafa farið fram, finnst mér margt benda til þess að kosningaþátttaka gæti orðið með minnsta móti í vor.

 

 


mbl.is Katrín efst en Birni Val hafnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband