Hverjir eru hræddir við "Sambandið"?

Það er varla hægt að kalla það sem birtist i hinum Þýska Spegli viðtal. Svo stutt og yfirborðslegt er það að spjall væri líklega nær lagi, en það er varla að það nái einu sinni því máli.

Eigi að síður er ýmislegt athyglivert í þessu samtali.

Ég efa ekki að mörgu "miðstéttarfólki" á Íslandi þyki það all nokkur tíðindi að Steingrímur J. Sigfússon lýsi því yfir að nauðsynlegt sé að verja kaupmátt þess.  Ekki held ég að mörgu af því fólki þyki það síður merkilegt að í orðanna hljóðan liggi að Steingrímur telji sig einmitt hafa gert það, tryggt kaupmátt "millistéttarinnar".

Ekki síður er merkileg ummæli hans um Evrópusambandið og afstöðu Íslendinga til þess.  Hann virðist telja Íslendinga hræðast "Sambandið".  Ég held að það sé rangt hjá honum.  Reyndar tel ég að vilji Íslendinga til að ganga í "Sambandið" minni í réttu hlutfalli við það hvað dregur úr hræðslu hjá þeim.

Þegar Íslendingar horfðu hræddir til framtíðar, var meiri vilji til að ganga "Sambandinu" á hönd.  Þess vegna lagði Samfylkinging svo mikla áherslu á að koma umsókninni frá sér eins hratt og mögulegt var.  Þess vegna var ómögulegt að staldra við og ræða málin, bera það undir þjóðina og fara svo af stað.  Í þessu feigðarflani stóð Steingrímur og VG eins og klettur að baki Samfylkingunni.

Stjórnarflokkarnir hugðust notfæra sér ástandið á meðan þjóðin var hrædd og í hálfgerðu sjokki til að koma henni inn í "Sambandið".

En andstaðan vex eftir því sem umræðan eykst og fleiri kynna sér málin.

Íslendingar eru ekki hræddir við Evrópusambandið.  Æ stærri hópur þeirra vill hins vegar ekki að Íslendingar gangi til liðs við það.  Það sama má reyndar segja um Vinstri græna, æ minni hópur Íslendinga vill ganga til liðs við Vinstri græna, eða að þeir stjórni 'Islandi.

Þannig æxlast það þegar menn kynna sér málin, eða finna þau á eigin skinni.

P.S.  Því má svo bæta hér við, að ekki veit ég hvort sú orðnotkun sé runninn frá Steingrími J. Sigfússyni, eða blaðamann eða þýðanda Spiegel, en það er alltaf jafn mikið út í hött að sjá setningar eins og:

"Now the fear of Europe prevails again, especially when it comes to our fishing rights."

Evrópa og Evrópusambandið er ekki eitt og hið sama.  Því miður virðist frammámönnum "Sambandsins" vera að takast á taka Evrópu yfir í "málfræðilegum skilningi", en þetta er auðvitað út í hött og leiðinlegt að sjá svona haft eftir Íslenskum ráðherra.

Evrópa er svo mikið meira en Evrópusambandið.  Ísland er nú þegar í Evrópu og því verður varla breytt.  Því þarf Ísland ekki að sækja um aðild að Evrópu.  Illu heilli sóttu Íslenska ríkisstjórnin hins vegar um aðild að Evrópusambandinu, en það er önnur ella.

 


mbl.is „Nú ræður hræðslan við Evrópu ríkjum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband