Framboð Björns Vals vanhugsað en ekki óvanalegt

Ég hef tekið eftir að hér og þar um netið eru kýtur um hvernig ber að túlka frekar háðulega útkömu Björns Vals í forvali Vinstri grænna í Reykjavík.

Beinast liggur við að álíta að framboðið hafi verið vanhugsað og Björn Valur hafi eins og kom á daginn ekki notið teljanlegs stuðnings flokksfélaga sinna í Reykjavik.  Sérstaklega þegar litið er til þeirrar fullyrðingar Björn Vals að u.þ.b. 100 einstaklingar hafi gengið í flokkinn sérstaklega til að styðja hann.  Stuðningur hans hjá þeim sem hafa verið fyrir hefur þá líklega ekki verið mikill.

En það er stórmerkilegt að stjórnmálafræðingur reyni að afsaka dapurlegan árangur Björns Vals með því að hann hafi verið að gera eitthvað sérstaklega óvanalegt og nýtt.  

Ekki er nema u.þ.b. 4. ár síðan almennur þingmaður gerði það nákvæmlega sama.  Hafði áður boðið sig fram í NorðAusturkjördæmi og flutti sig til og bauð sig fram á vegum flokks síns í Reykjavík.

Og það sem meira er, náði góðum árangri og hélt áfram þingsetu.

Það var Ólöf Nordal, sem flutti sig um set fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins 2009, náði góðum árangri og varð síðan varaformaður flokks síns.

Hún er nú hins vegar að láta af þingstörfum og er að mínu mati eftirsjá af henni.  Þá tilfinningu fæ ég hins vegar ekki vegna væntanlegs brotthvarfs Björns Vals af þingi.

 


mbl.is Úrslit leysa ekki togstreitu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband