Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Uggvænlega lág þátttaka

Það fór eins og búist var við að Króatar samþykktu að ganga í Evrópusambandið.  Ég óska þeim til hamingju með þá ákvörðun og vona að hún reynist þeim vel, þó vissulega séu blikur á lofti innan "Sambandsins".

En það að innan við helmingur kjósenda hafi mætt á kjörstað hryggileg niðurstaða.  Að meira en helmingur kjósenda hafi greitt atkvæði um jafn stóra ákvörðun gefur ástæðu til að hafa áhyggjur af lýðræðisþróun.  Niðurstaðan er jafn afgerandi sem áður, það er einfaldlega svo að þeir sem mæta á kjörstað taka ákvörðunina, hinir hafa gefið hana  frá sér.

En minnihluta kjósenda taki afstöðu í jafn stóru máli og það er að ganga í ríkjasamband vekur upp spurningar um þróun lýðræðis.  Hvernig stendur á því að áhugi kjósenda er ekki meiri?  Hvers vegna kjósa svo margir að koma ekki að ákvörðun þjóðarinnar um inngöngu í Evrópusambandið?

Þó að ég sé andstæðingur aðildar Íslands að "Sambandinu" vona ég að svo sannarlega að þegar og ef það kemur að því að Íslendingar greiða atkvæði um "Sambandsaðild" að þátttakan verði meiri, það er áríðandi.  Þannig næst fram betri niðurstaða hver svo sem úrslitin verða.

Ef þátttakan yrði svipuð og raunin virðist hafa verið í Króatíu, væri það að mörgu leyti ósigur Íslensku þjóðarinnar.


mbl.is Um 67% sögðu já við ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einn aðili leggur 300 milljónir í kosningabaráttu

Íslendingar hafa á undanförnum árum sett sér nokkuð strangar reglur um fjármál stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna, bæði fyrir prófkjör og kosningar.

Nú hefur Ísland sótt um aðild að Evrópusambandinu.  Ef fer sem flestir búast við að á einhverjum tímapunkti náist samningur verður hann lagður undir Íslensku þjóðina í atkvæðagreiðslu, þó aðeins ráðgefandi sé.

Nú bregður svo við að einn aðili hefur tilkynnt að hann ætli að leggja 300 milljónir í kostnað til að afla annari hliðinni í þeim kosningum stuðnings.  Hann er í þokkabót erlendur.

Það er örugglega einsdæmi að einn aðili leggi slíka upphæð í kosningabaráttu á Íslandi, það er líklega einnig einsdæmi að erlendur aðili, ríki eða ríkjasamband blandi sér í kosningabaráttu með þessum hætti.

Líklega verða engin lög sett um fjáraustur í þessa kosningabaráttu, það er enda erfitt þegar kosningar hafa ekki verið ákveðnar, en baráttan er hafin.

Vinstri stjórninni virðist ekki finnast neitt óeðlilegt við að erlendur aðili blandi sér í baráttuna með risafjárhæðum.  Þau horfa á með velþóknun.  Þeim virðist finnast erlendi íhlutun í innanríkismál eðlileg.  Í huganum eru Jóhanna og Steingrímur líklega þegar gengin í "Sambandið".

En ákvörðunin verður Íslendinga einna, það ætti kosningabaráttan að vera sömuleiðis.  Erlendir aðilar eiga ekkert erindi í Íslenska kosningabaráttu.

Það er ógeðfellt að horfa upp á erlent ríkjasamband blanda sér í innbyrðis baráttu Íslendinga með þessum hætti.


Opnað með hálfsannleik

Evrópusambandið kýs að opna áróðurskrifstofu sína á Íslandi með hálfsannleik.  Ef til vill fer það vel á.  Formælendum "Sambandsins" er það vissulega tamt, rétt eins og einn þeirra lýsti yfir þegar hann sagði að stjórnmálamönnum innan "Sambandsins" hefði verið svo áfram um að selja kosti eurosins, að þeir hefðu "gleymt" að fjalla um gallana.

En það er ekki verið að opna áróðursmálaskrifstofu fyrir Evrópu, það er verið að opna áróðurmálaskrifstofu fyrir Evrópusambandið.  Það er ekki hið sama.  Ísland hefur ekki sótt um um aðild að Evrópu, það er í Evrópu.  Ísland hefur hins vegar illu heilli sótt um aðild að Evrópusambandinu.

Það er hins vegar alþekkt, ekki síst í stjórnmálum að einstaklingar, flokkar og samtök reyna að tengja sig við það sem jákvætt er talið, en sneiða hjá hinu sem kjósendum er lítt þóknanlegt.  Því er talið betra að tengja sig við Evrópu, en Evrópusambandið, sem vissulega er orðið laskað "vörumerki".  Það er skotið fyrir sig hálfsannleik, sem í þessu tilfelli er nálægt því að teljast hrein lygi.

En þessi framsetning er ekki ný af nálinni og frammámenn innan innan "Sambandsins" er tamt að haga orðnotkun sinni eins og þeir tali í nafni allrar Evrópu og Evrópusambandið sé Evrópa og engin skil þar á milli.

Rökrétt heiti á áróðursmálaskrifstofunni væri Evrópusambandsstofa, ekki Evrópustofa.

En ferð sem hefst á hálfsannleik eða lygi endar oft illa.


mbl.is Upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi opnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krafa almennings um að koma að ákvörðunartöku - Sæti við skrifborðið

Eiríkur Bergamann lýsti Evrópusambandinu nýlega sem "bakherbergjabandalagi" í Silfri Egils.  Ég gat ekki skilið hann öðruvísi en hann segði að þar væru flestar ákvarðanir teknar í bakherbergjum sökum stirðrar uppbyggingar "Sambandsins".

Upp á síðkastið hefur svo heyrst æ meira kvartað undan því að stærstu þjóðirnar, aðallega Frakkar og Þjóðverjar taki ákvarðanirnar og kalli síðan á hinar þjóðirnar til að segja já við þeim.  Utanríkisráðherra Tékka sagði nýlega í viðtali að slíkt gæti ekki gengið til lengdar.

Flestar "Sambandsþjóðirnar" hafa reynt að sneiða hjá þjóðaratkvæðagreiðslum eins og frekast hefur verið unnt og ef til vill aðeins meira en það.  Það setur að þeirra áliti aðeins steina á veginn á leið til "meiri Evrópu".

En það er eðlilegt að í skoðankönnunum sem þessari komi fram vilji almennings til að koma að ákvörðunum, að stjórnmálamennirnar æði ekki áfram án þess að spyrja kjósendur álits.

Almenningur lætur ekki blekkjast af því tali að þjóð þeirra eigi "sæti við borðið", þar sem "stóru ákvarðanirnar" eru teknar.  Almenningur sér hvernig ákvarðirnar hafa verið teknar.

Almenningur sér að að "sæti við borðið" er lítið annað en þægilegt sæti við fallegt skrifborð í Brussel -fyrir nokkra stjórnmálamenn frá landi þeirra.

Ákvarðanirnar eru teknar af fulltrúum stóru landanna, nú um stundir af Merkel og Sarkozy.  Þau "eiga" borðið.

 


mbl.is Vilja kjósa um nýjan ESB-sáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar hafna "Sambandi" við euroið

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að euroið skori ekki hátt á vinsældalistanum hjá Íslendingum.  Eftir því sem umræðan eykst og tiltrúnaður á töfralausnir minnkar, held ég að fleiri og fleiri sjái að euroið er ekki lausn.

Þegar daglegar fréttir heyrast af efnahagsvandræðum euroríkjanna og talað er um að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn þurfi líklega að stórauka umsvif sín hjá euroríkjunum, vilja Íslendingar ekki stefna þangað inn.  Núna er vonast eftir því að Brasílíu, Kína og Rússland komi hinum ríku euroþjóðum til hjálpar í gegnum AGS/IMF.

Þessi niðurstaða um euroið helst í hendur við andstöðu Íslendinga við inngöngu í "Sambandið", eins og lesa mátti í fréttum í dag.

Það má enda sjá þess merki á málflutningi "Sambandssinna" að hann hefur verið að breytast nokkuð undanfarnar vikur.  Mun minni áhersla er lögð á efnahagsþáttinn og meira byrjað að tala um "Sambandið" sem friðarbandalag og svo að innganga sé nauðsynleg til að leiðrétta EES samninginn.  Þeir sjá að þeir geta ekki haldið áfram að "selja" kosti eurosins og minnast ekki á gallana, nú þegar þeir blasa hvarvetna við öllum sem vilja sjá.

Þeir sem hæst töluðu um hve frábær samningur EES var þegar hann var gerður, finna honum nú allt til foráttu og segja hann líklega stangast alvarlega á við stjórnarskrá Íslands.

Það þarf þá líklega ekki að leiða fram frekari vitni til að sannfæra Íslendinga að það er varasamt að treysta Íslenskum krötum fyrir samningum af þessu tagi, sem virðast annað hvort ekki hafa skilið fyllilega hvað þeir voru að semja um, eða að þeir segja það sem þeir telja henta hverju sinni.

Skoðanakönnunina í heild sinni má finna hér (PDF).


mbl.is Vilja ekki evru í stað krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tri-X og Kodachrome

Það má örugglega telja það tímanna tákn þegar Kodak er komið í gjaldþrotaskipti.  Kodak er eitt af þessum vörumerkjum sem allir þekkja, eða í það minnsta þekktu.

Fyrstu myndir sem ég tók tók ég á Kodak myndavél og þegar ég fékk áhuga á ljómyndum fyrir alvöru var það oftast Kodak sem varð fyrir valinu, aðallega Tri-X, stundum Plus-X eða Kodacolor, en þegar einstaklega mikið var við haft Kodachrome.

Núna er ég auðvitað eins og allir aðrir og tek því sem næst eingöngu stafrænar myndir, þó að ég hafi sankað að mér mýmörgum filmuvélum.  Það er þó teljandi á fingrunum þau skipti sem að ég læði filmu í þær.

En ég hef ekki trú á að Kodak hverfi, einhver mun sennilega kaupa vörumerkið og framleiðslurétt á helstu filmunum.


mbl.is Kodak er gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Störfin hafa ekki orðið til: Minnsta atvinnuþátttaka frá upphafi mælinga

Þessi frétt á vefsíðu Vísis vakti athygli mína.  Þar kemur fram að atvinnuþátttaka hefur aldrei verið lægri á Íslandi síðan mælingar hófust.  Þetta er ekki síður mælikvarði á ástandið í efnahagslífinu og á vinnumarkaði, en atvinnuleysistölur.  En í fréttinni segir:

Á fjórða ársfjórðungi í fyrra voru 175.700 á vinnumarkaði sem jafngildir 78,4% atvinnuþátttöku sem er lægsta hlutfall sem Hagstofan hefur mælt frá upphafi vinnumarkaðsrannsókna árið 1991.

Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að frá fjórða ársfjórðungi 2008 hefur vinnuaflið minnkað um 6.700 manns, en það taldi þá 182.400 manns. Frá fjórða ársfjórðungi 2010 hefur fólki á vinnumarkaði fækkað um 3.100. Atvinnuþátttaka karla á 4. ársfjórðungi 2011 var 82,7% en kvenna 74%.

Fyrir þessu geta legið ýmsar ástæður og þær eru ekki nefndar í fréttinni.  En eitt er ljóst, störfin hafa ekki orðið til á Íslandi, þeim hefur fækkað.  Þótt að atvinnulausum hafi fækkað er ljóst að störfum hefur fækkað sömuleiðis.  Um það segir í fréttinni:

Hvoru tveggja, atvinnulausum og starfandi, fækkaði frá fjórða ársfjórðungi 2010 til fjórða ársfjórðungs 2011. Atvinnulausum fækkaði um 2.600 og starfandi um 500. Starfandi körlum fjölgaði um 1.400 en á sama tíma fækkaði starfandi konum um 1.900.

Íslendingar flytja af landi brott en störfum fækkar.  Minnkun atvinnuleysis virðist því fyrst og fremst vera brottflutningi og brottfalli af vinnumarkaði að þakka.  Heildarfjöldi starfa hefur ekki aukist, hann hefur dregist saman.

 

 

 

 


Saksóknarnefnd Alþingis starfar með saksóknara fyrir Landsdómi

Mér var bent á að lesa grein eftir Óla Björn Kárason á vef hans T24.  Greinin, sem heitir "Blekkingar og rangfærslur" fjallar um Landsdómsmálið.  Greinin er mjög fróðleg og kemur fjölmargt fram í henni sem ég vissi ekki fyrir.  Ég skora á allar sem hafa áhuga á málinu að gefa sér smá tíma og lesa hana.  Í greininn er rakið hvernig Alþingi, í gegnum nefnd heldur aðkomu sinni að Landsdómi.  Þar er sömuleiðis bent á hvernig, jafnvel þeir Alþingismenn sem starfa í nefndinni, láta þetta ekki koma fram.  Í greininni segir:

Mér finnst við vera að grípa inn í starf landsdóms og saksóknara, þannig að mér finnst óeðlilegt að við séum að fjalla um þetta mál,“ sagði Jónína Rós í viðtali við Morgunblaðið 16. janúar. Þingmaðurinn situr í fimm manna saksóknaranefnd sem samkvæmt 13. grein laga um landsdóm á „að fylgjast með málinu og vera saksóknara Alþingis til aðstoðar“. Þannig er beinlínis gert ráð fyrir að Alþingi hafi aðkomu að málsókn fyrir landsdómi. Í 16. grein sömu laga er ítrekað að saksóknari skuli hafa „samráð við saksóknarnefnd Alþingis“ í starfi sínu. Alþingi er því ekki aðeins ákærandi heldur hefur sérstök nefnd á vegum þess eftirlit og samráð með verkum saksóknara. Það er vont að þingmaður sem situr í saksóknaranefnd skuli vísvitandi eða af fákunnáttu reyna að telja almenningi trú um að „óeðlilegt“ sé að Alþingi fjalli að nýju um ákæruna gegn Geir H. Haarde.

Síðar í greininni er fjallað um þann málflutning þingmanna Hreyfingarinnar um að taka þurfi upp málið gegn öllum fjórum ráðherrunum, sem Alþingi greiddi atkvæði um á sínum tíma, en Margrét Tryggvdóttir á sæti í saksóknarnefndinni:

Það er áhyggjuefni að þingmaður sem situr í saksóknaranefnd Alþingis, skuli ekki þekkja lög um ráðherraábyrgð betur en raun ber vitni. Í 14. grein laganna kemur skýrt fram að ekki sé hægt að höfða mál á grundvelli laganna „ef 3 ár líða frá því, er brot var framið, án þess að Alþingi hafi samþykkt ályktun um málshöfðunina“. Þá segir að sök „fyrnist þó aldrei fyrr en 6 mánuðir eru liðnir frá því, að næstu reglulegu alþingiskosningar, eftir að brot var framið, fóru fram.

Afskiptum Alþingis af Landsdómi og því máli sem hann rekur er því langt í frá lokið.  Þeim afskiptum mun ekki ljúka fyrr en Alþingi annað hvort afturkallar málið eða dómur fellur.

Það er því rangt að segja að málið sé alfarið úr höndum Alþingis og afskipti Alþingis af málinu geti ekki átt sér stað.  Það er merkileg staðreynd að ég hef hvergi séð fjallað um þetta í hinu hefðbundnu fjölmiðlum. 

 


Önnur tilviljun?

Talað er um að Alþjóðagjaldeyrisjóðurinn vilji auka sjóðinn sinn upp í 1.000.000.000.000 Bandarískra dollara.

Á sama tíma er byrjað að tala um að Fitch munu lækka lánshæfismat 6 euroríkja, þar á meðal Ítalíu og Spánar um 1. til 2. þrep.  "The word on the street" segir að líklegast sé að Italía fengi lækkun um 2. þrep.

Sömuleiðis eru skuldaviðræður Grikkja í uppnámi, þær eru þau byrjaðar aftur, en nú er talað um 60 til 70% niðurfellingu og hugsanleg lög sem myndu heimila meirihlutaákvörðun í málinu.

P.S.  Það er rétt að taka það fram að Fitch er ekki eigu "vondra Bandaríkjamanna" heldur í "góðri" Evrópskri eigu, nánar tiltekið Franskri.

 


Tilviljun?

Ætli það sé tilviljun að báðir þeir stjórnmálaflokkar sem Þráinn Bertelsson hefur starfað í á kjörtímabilinu hafa klofnað? 
mbl.is Vill að Ögmundur segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband