Uggvænlega lág þátttaka

Það fór eins og búist var við að Króatar samþykktu að ganga í Evrópusambandið.  Ég óska þeim til hamingju með þá ákvörðun og vona að hún reynist þeim vel, þó vissulega séu blikur á lofti innan "Sambandsins".

En það að innan við helmingur kjósenda hafi mætt á kjörstað hryggileg niðurstaða.  Að meira en helmingur kjósenda hafi greitt atkvæði um jafn stóra ákvörðun gefur ástæðu til að hafa áhyggjur af lýðræðisþróun.  Niðurstaðan er jafn afgerandi sem áður, það er einfaldlega svo að þeir sem mæta á kjörstað taka ákvörðunina, hinir hafa gefið hana  frá sér.

En minnihluta kjósenda taki afstöðu í jafn stóru máli og það er að ganga í ríkjasamband vekur upp spurningar um þróun lýðræðis.  Hvernig stendur á því að áhugi kjósenda er ekki meiri?  Hvers vegna kjósa svo margir að koma ekki að ákvörðun þjóðarinnar um inngöngu í Evrópusambandið?

Þó að ég sé andstæðingur aðildar Íslands að "Sambandinu" vona ég að svo sannarlega að þegar og ef það kemur að því að Íslendingar greiða atkvæði um "Sambandsaðild" að þátttakan verði meiri, það er áríðandi.  Þannig næst fram betri niðurstaða hver svo sem úrslitin verða.

Ef þátttakan yrði svipuð og raunin virðist hafa verið í Króatíu, væri það að mörgu leyti ósigur Íslensku þjóðarinnar.


mbl.is Um 67% sögðu já við ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll G. Tómas.

Við deilum báðir sömu skoðun um fánýti þess fyrir land okkar og þjóð að ganga ESB stjórnsýslunni á hönd, þó svo að við búum hvorugir á landinu okkar blá, heldur þú vestan Atlantsála en ég austan.

Ég held að skýringarnar á svona lágu kosningahlutfalli hjá Króötum í þessu máli geti einfaldlega legið í því að.

1. Þegar öll stjórnmálaelíta landsins og allir fjölmiðlar landsins. Ásamt gríðarlegum áróðri og auglýsingastarfssemi frá ESB sjálfu um ágæti ESB aðildar. Þá má líta á þetta sem einhverskonar leiða kjósenda og einskonar mótmæli gegn þessum einlita áróðri.

2. Kannski var það eins þarna og það er á Íslandi að þjóðaratkvæðagreiðslan hefur alls ekkert gildi og var því ekki bindandi fyrir stjórnmálaelítuna heldur aðeins leiðbeinandi og því vissi almenningur að atkvæði þeirra gegn aðild skipti sára litlu eða engu máli. Einlit stjórnmálaelítan myndi alltaf koma sínum vilja í gegn.

3. Síðan hafa þeir náttúrlega líka séð að meirihluti í þjóðaratkvæðagreiðslum í einstökum aðildarlöndum ESB hefur oftar en ekki verið virrtur að vettugi, þ.e.a.s. lýðræðið hefur verið sniðgengið og fótum troðið með ýmsum hætti og ef ekki var hægt að gera það þá hefur bara verið látið kjósa aftur og aftur með vaxandi fjáraustri í áróður Sambandssinna þar til rétt niðurstaða fæst að mati Ráðstjórnarinnar í Brussel.

Staðreyndin er sú að afgerandi minnihluti kjósenda studdi ESB aðild eða aðeins innan við 1/3 hluti Króatísku þjóðarinnar eða u.þ.b. 30% valdi ESB aðild. Hinn hlutinn, þ.e. afgerandi meirihluti þjóðarinnar eða 70% hennar greiddi atkvæði á móti aðild eða sat heima.

Þetta er afdrifaríkt fyrir Króatísku þjóðina, því að nú fær fólk þar aldrei aftur að segja álit sitt á ESB. Annað ef þeir hefðu fellt ESB aðild, þá væri strax farið að undirbúa aðrar kosningar því að þessar hefðu ekki verið taldar marktækar.

Með þessum niðurstöðum sem minnihluti þjóðarinnar studdi hefur Króatía því miður misst stóran hluta af fullveldi sínu og sjálfsstæði til Brussel.

Ég óska þessum minnihluta sem kaus ESB aðild til hamingju en meirihluta þjóðarinnar, þessum 70% sem studdi hana ekki eða var andvígur ESB aðild votta ég innilega samúð mína.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.1.2012 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband