Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
27.1.2012 | 13:51
Heilagur makríll
Það er ekki undarlegt að Damanaki vilji að samið verði strax um makrílinn. Evrópusambandið allt að því virðist telja sig eiga stofninn ásamt Norðmönnum og vaxandi kröfur eru innan "Sambandsins" að Íslendingar og Færeyingjar verði beittir þvingunum. En fiskistofnar hafa þennan leiða ávana að flytja sig til og jafnvel yfirgefa "heimahagana". Íslendingar þekkja það.
Hvað Íslendinga varðar telur "Sambandið" sig líklega í góðri stöðu, nú þegar búið er að bola "stalínistanum" út úr ríkisstjórn að herða skrúfurnar.
Eftir tveggja og hálfs árs samningaviðræður Íslendinga eru þær loksins að hefjast af alvöru og það er firra að halda því fram að deilumál eins og makríllinn hafi ekki áhrif á viðræðurnar. Nú reynir á Steingrím og krafa Íslendinga er auðvitað að hann komi heim með "glæsilega niðurstöðu".
Þó held að ég það hann þurfi ekki að óttast að hafa þetta hangandi yfir sér í einhvern tíma. Tíminn vinnur með Íslendingum.
En þetta er gott dæmi um kosti þess að vera sjálfstætt strandveiðiríki með eigin fiskveiðistjórnum skiptir máli. Íslendingar stjórna sínum veiðum og ákveða veiðar innan sinnar lögsögu.
Það þýðir ekki að Íslendingar eigi ekki að semja um veiðar úr makrílstofninum, en út frá breyttum forsendum, nú þegar makríllinn gengur í vaxandi mæli inn í Íslensku lögsöguna. Íslendingar þurfa ekki að taka við kvóta sem er úthlutað í Brussel þegjandi og hljóðalaust.
Þessi fyrsta þolraun Steingríms J. sem sjávarútvegsráðherra, þarf að skila viðunandi niðurstöðu, ella er hætt við að Íslendingum blöskri og þeir svari á Breska vísu, holy mackerel.
Vill strax niðurstöðu um makrílinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.1.2012 kl. 01:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2012 | 21:42
Tvö og hálft ár og ekkert hefur gerst?
Það sem er í raun verið að segja í fréttinni er að "viðræður" ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms við "Sambandið" hafa staðið yfir í tvö og hálft ár og ekkert hefur gerst.
Einhverjum köflum hefur jú verið opnað og lokað samstundis eða því sem næst vegna þess að ekkert hefur verið að ræða um.
Össur hefur verið mikið í Brussel og mátað sig í sætið við (skrif)borðið sem hann vonar með að komi í sinn hlut, ef það tekst að draga Íslendinga inn í "Sambandið".
En nú er Steingrímur "sjálfur" Sigfússon kominn til skjalanna og þá hefjast hinar eiginlegu viðræður.
Man einhver eftir því hvernig Samfylkingarþingmenn og frambjóðendur töluðu fyrir síðustu kosningar (líklega þarsíðustu líka)? Aðildarviðræðum átti að hespa af á mettíma. Sumir þeirra töluðu um að þjóðartkvæðagreiðsla gæti farið fram í ársbyrjun 2011. Það er að segja fyrir u.þ.b. sléttu ári síðan.
Það er varasamt að hlusta á fagurgalann í "Sambandssinnum".
Ef ég man rétt þá tóku aðildarviðræður Svía og Finna í kringum 2. ár. Íslensku viðræðurnar hafa þegar tekið lengri tíma og ekkert markvert hefur gerst. Ekkert.
Hvað skyldi þessi tími hafa kostað Íslendinga og þá er ég ekki bara að tala um flugferðir, dagpeninga og uppihald?
Hver skyldi kostnaðurinn vera orðinn áður en Össur og Steingrímur koma heim með "glæsilega niðurstöðu"?
Ég er hræddur um að ef að bíða eigi eftir að vandræðum "Sambandsins" linni og að meirihluti Íslendinga vilji ganga í "Sambandið" megi lengi bíða enn og það þurfi yngri menn en Össur og Steingrím til að ljúka viðræðunum.
Alvöruviðræður að hefjast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.1.2012 | 19:31
Ögmundur vinsælt skotmark
Ég vil byrja á því að vísa í blogg mitt frá því í morgun um nokkurn veginn sama málefnið. Ég held að það gefist best að halda sér við það sem Ögmundur sagði orðrétt, en ekki túlka það að eigin hentugleika og rjúka svo fram. Hér er það sem birtist í frétt mbl.is orðrétt, lykilorðin eru líklega "innan Evrópusambandsins":
"Hvernig stendur á því, að alltaf þegar bornir eru upp samningar innan Evrópusambandsins þá er stofnanaveldið, hvort sem það er verkalýðshreyfing, atvinnurekendasamtök, stjórnsýslan, hlynnt en almenningur á móti? Það er vegna þess að búið er að fara með flugvélarfarma viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, út til Brussel þar sem fólk hefst við á kostnað ríkisins. Þetta fólk ánetjast Evrópusambandinu og vill ólmt halda áfram og fá að fara í fleiri ferðir, meiri hótelferðir, meiri dagpeninga. Það er þess vegna sem stofnanaveldið ánetjast Evrópusambandinu," sagði Ögmundur
En þeim liggur mörgum á að ráðast á Ögmund þessa dagana. Hann hefur enda reitt margan vinstrimanninn til reiði á undanförnum dögum og því hefur verið hart að honum sótt og eitthvað segir mér að það verði svo áfram um hríð.
En auðvitað er það ágætt að umræða um "hlunnindi", boðsferðir og annað slíkt komi upp á yfirborðið á ný. Mikið var rætt um boðsferðir fyrir nokkrum misserum í tengslum við Íslensku útrásarfyrirtækin. Öllum þótti ljóst að þær ferðir hefðu ekki í eintómu gustukaskyni af hálfu "útrásarvíkinganna".
Það sama gildir auðvitað um "kynnisferðir" á vegum "Sambandsins". Liggja t.d. einhverjar upplýsingar hjá verkalýðsfélögum hve margir og hverjir hafa farið í kynnisferðir á vegum Evrópusambandsins? Hafa samtök atvinnurekenda gefið upp hvort og hverjir hafi farið í slíkar ferðir á þeirra vegum? Hafa Íslenskir fjölmiðlar gefið út slíkar upplýsingar? Hafa Íslenskir stjórnmálamenn farið í slíkar boðsferðir?
Er ekki sjálfsagt að slíkar upplýsingar sem látnar liggja frammi í þjóðfélagi sem á að vera gagnsætt og allt er uppi á borðum?
Ég get ekki séð að Íslenskir embættismenn séu bornir neinum sökum af hálfu Ögmundar, en forsvarsmenn ríkisstarfsmanna virðast þó óðara komnir í vörn.
En það er velþekkt að margir líta á utanlandsferðir sem hlunnindi. Það að slíkt hafi áhrif á störf manna er alls ekki algilt, en það er heldur ekki það sjaldgæft að það teljist undantekning.
Sú var tíðin að óþarfa utanlandsferðir og "dagpeningaaustur" var eitthvað sem Jóhanna Sigurðardóttir gagnrýndi oft og harðlega. En líklega hef ég ekki heyrt hana minnast á slíkt eftir mitt ár 2007.
Gagnrýnir málflutning Ögmundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
25.1.2012 | 16:02
Soros frá Davos - "Þriðjaheimsríkin" í "Sambandinu" stórskuldug í erlendum gjaldeyri
Hinn velþekkti fjárfestir George Soros var með hádegisverðarfund fyrir blaðamann í Davos í dag. Vissulega hafa menn skiptar skoðanir á Soros, en þeir eru þó margir sem telja það þess virði að leggja við hlustir þegar Soros talar.
Hann talaði um að 3ja ára lán Evrópska seðlabankans hefðu gert mikið gagn, en grunnvandi "jaðarríkjanna" stæði óhaggaður. Þau hefðu í raun fengið stöðu þriðjaheimsríkja, stórskuldug í erlendum gjaldeyri (euroum).
Soros sagði ennfremur að Þýskaland væri ráðandi í Evrópusambandinu, enda lánveitendur, sem jafna hefðu undirtökin þegar kreppti að.
Þetta er það sem svo margir hafa verið að benda á undanfarin misseri, "Suðurríkin" hafa glatað samkeppnishæfni sinni gagnvart "Norðurríkjunum", sérstaklega Þýskalandi. Euroið virkar fyrir þau sem erlendur gjaldmiðill sem "læsir" þau inni. Einu ráðin eru þá harkalegur niðurskurður og innri kauplækkanir, sem oft hafa í för með sér frekari samdrátt og hætta er að að til verði vítahringur.
Eins og Soros sagði skapar þetta efnahagslega og pólítíska spennu, sem er erfið fyrir "Sambandið" og gæti sprengt það eða kvarnað út úr því.
Það sem haft er eftir Soros í þessari færslu er fengið héðan.
Því má svo bæta við að það var haft eftir hagfræðiprófessornum (Yale) Robert Shiller í Davos að líklega myndi skuldakreppan vara í áratug. Það kom líka fram að Joseph Stiglitz fyndist það bjartsýni.
25.1.2012 | 12:54
Kratískur hálfsannleikur
Ég rakst á blogg Gísla Baldvinssonar á Eyjunni nú í morgunsárið. Titill bloggsins er: "Alvarleg ásökun Ögmundar". Þar beitir Gísli fyrir sér því gamalkunna bragði að slíta orð þess sem hann vitnar í, örlítið úr samhengi og færa þeim nýja merkingu.´
Í blogginu var eftirfarandi tilvitnun í Ögmund og tengill á þessa frétt á vefsíðu Vísis:
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur áhyggjur af því að stofnanaveldið, eins og hann orðaði það, hafi ánetjast Evrópusambandinu.
Það er vegna þess að það er búið að fara með flugvélafarma, viku eftir viku eftir viku, mánuð eftir mánuð eftir mánuð, út til Brussel þar sem menn halda til á kostnað ríkisins.
Þetta fólk ánetjast Evrópusambandinu og vill ólmt halda áfram og fá að fara í fleiri ferðir.
Fleiri ferðir, fleiri hótelferðir, meiri dagpeninga. Það er þetta sem er að gerast. Það er þess vegna sem stofnanaveldið ánetjast Evrópusambandinu.
Í blogginu er látið að því að Ögmundur hafi ráðist að Íslenskum embættismönnum og verkalýðsforingjum, eða eins og segir í bloggi Gísla:
Hér er hann sem sagt að væna embættismenn íslenska ríkisins um mútuþægni.
Það er ekkert minnst á að Ögmundur hafi verið að tala um atburðarás innan ESB. Það kemur þó skýrt fram bæði í fréttinni sem þessi færsla er tengd við og í frétt Vísis.
Ég setti inn stutta athugasemd (hefur verið birt) sem nú bíður samþykkis, en birti hana hér sömuleiðis:
Hér beitir Gísli listlilega fyrir sig hálfsannleik til að kasta auri á ráðherra samstarfsflokks Samfylkingarinnar í ríkisstjórn. Sá ráðherra er nefnilega ekki Samfylkingunni þóknanlegur nú um stundir.
Þegar orð Ögmundar fá að standa í samhengi, en ekki klippt í sundur eins og Gísli gerir hér, kemur í ljós að Ögmundur er ekki að tala um Íslendinga eða Íslenska embættismenn, heldur sömu stéttir í aðildarríkjum "Sambandsins".
"Hvernig stendur á því, að alltaf þegar bornir eru upp samningar innan Evrópusambandsins þá er stofnanaveldið, hvort sem það er verkalýðshreyfing, atvinnurekendasamtök, stjórnsýslan, hlynnt en almenningur á móti? Það er vegna þess að búið er að fara með flugvélarfarma viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, út til Brussel þar sem fólk hefst við á kostnað ríkisins. Þetta fólk ánetjast Evrópusambandinu og vill ólmt halda áfram og fá að fara í fleiri ferðir, meiri hótelferðir, meiri dagpeninga. Það er þess vegna sem stofnanaveldið ánetjast Evrópusambandinu," sagði Ögmundur.
Svona framsetningarmáti er frekar ómerkilegur og ekki góðum krötum sæmandi.
Stofnanaveldið ánetjast ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2012 | 22:58
Össur segir að skattgreiðendur verði að borga fyrir aðlögun að "Sambandinu, nema rammasamningur verði samþykktur og það fái skattfríðindi
Undanfarin misseri hefur oft og hart verið deilt um hvort að Íslendingar standi í aðlögunarviðræðum við "Sambandið", eða hvort að staðið sé í aðildarviðræðum og aðlögunin komi til eftir að aðild hefur verið samþykkt.
Mér sýnist að Össur utanríkis hafi tekið af öll tvímæli um þetta í dag. Alla vegna virðist mér ljóst að hann sé að tala um aðlögunarviðræðum í þessari frétt á vefsíðu vísis.
Í fréttinni segir m.a.:
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, segir að ef þingið samþykki ekki IPA-fjárstyrki frá Evrópusambandinu til verkefna innanlands greiðist kostnaður vegna þeirra úr ríkissjóði.
Gert er ráð fyrir styrkjunum á árabilinu 2011 til 2013, eða áður en innganga í "Sambandið" yrði samþykkt. Og í enda fréttarinnar segir:
Ef þessi rammasamningur yrði felldur, við héldum að sjálfsögðu áfram með umsóknina, þá þyrfti að leggja til fé til að standa straum af ákveðnum breytingum eins og háttvirtur þingmaður veit. Við undirbúning nýrrar tollskrár, hugsanlega skattkerfishugbúnaði. Þá er það rétt hjá háttvirtum þingmanni að það myndi lenda á íslenskum skattgreiðendum," sagði Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, á Alþingi.
En það er alveg ljóst að styrkirnir eiga að standa undir aðlögun að "Sambandinu" áður en til inngöngu kemur, enda ljóst að það yrði aldrei fyrir árið 2013, og líklega yrði formleg innganga ekki fyrr en í fyrsta lagi 2014.
Það er í sjálfu sér ekkert nýtt að um aðlögunarviðræður sé að ræða, en því miður hafa margir þverskallast við að viðurkenna þá staðreynd. "Að kíkja í pakkann" mýtan er lífseig og ef til vill má segja að slíkar afneitanir hafi skaðað umræðuna.
Nú er að sjá hvernig þingmenn afgreiða máli, sérstaklega spennandi verður að sjá hvernig aðlögunin gengur ofan í þingmenn Vinstri grænna. Einnig verður vert að fylgjast með hvernig atkvæði ýmissa þingmanna Sjálfstæðisflokksins falla.
Rammasamninginn má finna hér.
24.1.2012 | 18:25
En hvað skyldi verða um skuldirnar?
Euroið kynnti undir húsnæðisbóluna á Írlandi. Lán voru auðfáanleg og vextir voru lágir. Raunar svo lágir að þeir námu ekki verðbólgu á stundum. Neikvæðir vextir búa til óeðlilega lánsþörf og óeðlilega hátt húsnæðisverð.
En bólur enda yfirleitt með því að springa.
Nú hefur húsnæðisverð á Írlandi lækkað um u.þ.b. 55%, laun hafa lækkað hjá flestum stéttum, hjá mörgum á milli 20 til 30%, meðallækkun er í kringum 12%, atvinnuleysi er á bilinu 14 til 15% og talið er að yfir 100.000 manns hafi yfirgefið landið.
Hvað skyldu margar Írskar fjölskyldur hafa misst heimili sitt, eða vera með neikvætt eignarhlutfall, þótt í euroum sé?
Fasteignaverð leiðréttist alveg sama hver gjaldmiðilinn er. Laun gera það líka, til lengri tíma litið, en vissulega getur of hátt skráður gjaldmiðill haldið uppi kaupmætti um tíma, en það þýðir þá yfirleitt stóraukið atvinnuleysi. Því eru Írar að kynnast.
Hvað er langt síðan Íslenskir "Sambandssinnar" voru með Írskan ráðherra í heimsókn sem átti að segja Íslendingum að euroið og "Sambandið" hefði gert kreppuna léttbærari fyrir Íra?
Fasteignaverð hrynur á Írlandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.1.2012 | 17:06
Björt framtíð með Ólafi Ragnari og Lilju Mósesdóttur?
Kannanir sem þessi segja ekki mikið, en þó eru alltaf í þeim "korn" sem vert er að gefa gaum. Það segir ekki mikið að einhver geti hugsað sér að kjósa einhvern flokk sem er varla eða ekki kominn á koppinn. Enginn veit hver stefnumálin eru eða hverjir verða í framboði. Eða hvort flokkurinn býður raunverulega fram.
En það gefur nokkra vísbendingu hve margir virðast alls ekki geta hugsað sér að kjósa viðkomandi flokk út frá þeim litlu staðreyndum sem eru þekktar. Raunar lítið meir en einn forystumaður fyrir hvern flokk.
Það vekur líka athygli að Björt framtíð virðist strax vera farin að tapa hugsanlegum kjósendum, því þegar svipuð viðhorfskönnun var gerð á síðasta ári sagðist um þriðjungur geta hugsað sér að kjósa þá óskírðan flokkinn. Síðan hefur þeim fækkað um u.þ.b. 10 prósentustig sem geta hugsað sér að styðja flokk Guðmundar Steingrímssonar. Hvort að það er nafngiftin, framganga forystumannsins eða eitthvað annað sem fælir frá flokknum, ætla ég ekki að dæma um.
Persónulega hef ég enga trú á því að Ólafur Ragnar ætli sér að leiða flokk í næstu kosningum, en þessi niðurstaða sýnir að þó nokkur hópur myndi styðja hann til þess.
Þessi könnun kemur nokkuð vel út fyrir Lilju Mósesdóttur og hennar hugsanlega flokk. Hennar flokkshugmynd hefur ekki fengið nálægt því jafn mikla fjölmiðlaumfjöllun og Björ framtíð, en stendur henni þó jafnfætis í könnuninni. En það er eitt að geta hugsað sér að kjósa og merkja við bókstaf þegar komið er í kjörklefann. En taka þátt í framboðinu er auðvitað lykilatriði, ef framboðið á annað borð verður að veruleika.
Hægri grænir eru ekki að ná neinu flugi í þessari könnun, persónulega sé ég ekki eftirspurninga eftir þeim flokk.
En þessi könnun gefur vísbendingar í þá átt að vinstri vængur stjórnmálanna sé allur í uppnámi og mikil hreyfing á fylgi sé hugsanleg, þó að vissulega sé allt of snemmt að spá eitthvað ákveðið um það. Ríkisstjórnarflokkarnir eiga á hættu gríðarlegt fylgistap. Samkvæmt könnuninni á Framsóknarflokkur sömuleiðis á hættu að tapa miklu fylgi, en ef framboð Ólafs Ragnars (sem ég tel eins og áður sagði afar ólíklegt) er tekið út, þá er staða Framsóknarflokksins mikið mun sterkari.
Sjálfstæðisflokkurinn stendur sömuleiðis vel með sitt fylgi, sérstaklega ef Ólafur Ragnar er tekinn út fyrir sviga, ef svo má að orði komast.
Ef fer sem horfir verður því afar hörð barátta á vinstri vængnum í næstu kosningum. En nýju framboðin gætu haft mikil áhrif í þá átt að halda atkvæðum á þeim væng, rétt eins og margir hafa talið að leikurinn sé gerður til í tilfelli Bjartrar framtíðar.
En eins og áður sagði, segir ekki mikið að þessi eða hinn geti hugsað sér að kjósa flokka sem varla eða ekki hafa verið stofnaðir, hvað þá mannaðir. En það er gaman að spá í spilin.
Margir gætu hugsað sér að kjósa ný framboð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.1.2012 | 21:44
Dómur um landsmálin?
Það er ótrúlegt að fylgjast með stjórnmálaumræðunni nú um stundir á Íslandi. Reiði, heift, hatur, ósamlyndi, illmælgi, óhróður, óstöðugleiki og ójafnvægi eru meðal orða sem koma upp í hugann. Það er hreint með eindæmum hvaða "pandórubox" tillaga Bjarna Benediktssonar hefur opnað.
Ofsafengin viðbrögð margra stjórnarliða vekja upp margar spurningar. Ekki hvað síst hvers vegna það skipti ríkisstjórnina svona miklu máli að þetta mál sé rætt sem minnst og styst í þingsölum?
Það fyrsta sem kemur upp í hugann er einfaldlega að það þetta hafi verið hluti af samningum ríkisstjórnarinnar við Hreyfinguna. Nú þegar kemur í ljós að ríkisstjórnin hafi ekki getað "afhent vöruna" sé sá samningur í uppnámi. Jafnframt hafi komið í ljós að þingmeirihluti til að skipta um forseta þingisins sé ef til vill ekki ti til staðar.
Líklega má draga þá ályktun að ríkisstjórnin hafi ekki öruggan þingmeirihluta fyrir neinu máli, heldur verði hún að semja um hvert og eitt mál sem hún ætlar að koma áfram. Það er erfið staða og ekki ólíklegt að hana þrjóti fljótlega örendi.
Ráðherraskiptin um áramótin eru líklega mun dýrara verði keypt en talað var um þegar þau voru handsöluð.
En vissulega komu líka fram góð tíðindi fyrir ríkisstjórnina í atkvæðagreiðslunni. Til dæmis að Guðmundararmur Samfylkingarinnar er hlýðnari en Árna Páls, Össurar og Vaðlaheiðararmar hennar.
En einhvern veginn hef ég trú á því að ríkisstjórnin lafi enn um sinn. Væntumþykjan á völdunum og hatrið á Sjálfstæðisflokknum megna líklega að halda henni saman.
Fylgismenn stjórnarinnar kyngja stóryrðum sínum nú eins og áður. Hvers vegna ætti ríkisstjórn sem hefur tapað tveimur þjóðaratkvæðagreiðslum fyrir þjóðinni, lagt fram "bílslys" um meginatvinnuveg þjóðarinnar, skautað fram hjá ógildingu hæstaréttar á kosningum, einkavætt tvo banka án þess svo mikið sem að ræða um það, að fara að springa á smámáli sem þessu?
Strax á mánudegi má greina mildari tón hjá þeim sem létu vaða á súðum yfir helgina.
P.S. Auðvitað er ekkert komið í ljós hvort að tillaga Bjarna Benediktssonar verður samþykkt. En ég ítreka það sem ég hef áður sagt að væntanleg réttarhöld fyrir Landsdómi snúast fyrst og fremst um pólítíska hefnd og að koma sökinni af bankahruninu alfarið yfir á Sjálfstæðisflokkinn. Hvernig á að vera hægt að þykjast vera að fjalla um ráðherraábyrgð í því sambandi þegar viðskiptaráðherrann (sem fór með bankamál) er gerður stikkfrír af samflokksmönnum sínum. Samfylkingin gerði hann svo þingflokksformanni sínum eftir síðustu kosningar. Á þeim bæ heitir það líklega að axla pólítíska ábyrgð.
Hart sótt að Ögmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2012 | 18:11