Íslendingar hafna "Sambandi" við euroið

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að euroið skori ekki hátt á vinsældalistanum hjá Íslendingum.  Eftir því sem umræðan eykst og tiltrúnaður á töfralausnir minnkar, held ég að fleiri og fleiri sjái að euroið er ekki lausn.

Þegar daglegar fréttir heyrast af efnahagsvandræðum euroríkjanna og talað er um að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn þurfi líklega að stórauka umsvif sín hjá euroríkjunum, vilja Íslendingar ekki stefna þangað inn.  Núna er vonast eftir því að Brasílíu, Kína og Rússland komi hinum ríku euroþjóðum til hjálpar í gegnum AGS/IMF.

Þessi niðurstaða um euroið helst í hendur við andstöðu Íslendinga við inngöngu í "Sambandið", eins og lesa mátti í fréttum í dag.

Það má enda sjá þess merki á málflutningi "Sambandssinna" að hann hefur verið að breytast nokkuð undanfarnar vikur.  Mun minni áhersla er lögð á efnahagsþáttinn og meira byrjað að tala um "Sambandið" sem friðarbandalag og svo að innganga sé nauðsynleg til að leiðrétta EES samninginn.  Þeir sjá að þeir geta ekki haldið áfram að "selja" kosti eurosins og minnast ekki á gallana, nú þegar þeir blasa hvarvetna við öllum sem vilja sjá.

Þeir sem hæst töluðu um hve frábær samningur EES var þegar hann var gerður, finna honum nú allt til foráttu og segja hann líklega stangast alvarlega á við stjórnarskrá Íslands.

Það þarf þá líklega ekki að leiða fram frekari vitni til að sannfæra Íslendinga að það er varasamt að treysta Íslenskum krötum fyrir samningum af þessu tagi, sem virðast annað hvort ekki hafa skilið fyllilega hvað þeir voru að semja um, eða að þeir segja það sem þeir telja henta hverju sinni.

Skoðanakönnunina í heild sinni má finna hér (PDF).


mbl.is Vilja ekki evru í stað krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Góður pistill.  Lýsir vel hvað Jón Hannibals-, Jóhönnu- og Össurarliðið er hættulegt og ósvífið.  Hjörleifur Guttormsson lýsir þessu ýtarlega.

Elle_, 21.1.2012 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband