Tri-X og Kodachrome

Það má örugglega telja það tímanna tákn þegar Kodak er komið í gjaldþrotaskipti.  Kodak er eitt af þessum vörumerkjum sem allir þekkja, eða í það minnsta þekktu.

Fyrstu myndir sem ég tók tók ég á Kodak myndavél og þegar ég fékk áhuga á ljómyndum fyrir alvöru var það oftast Kodak sem varð fyrir valinu, aðallega Tri-X, stundum Plus-X eða Kodacolor, en þegar einstaklega mikið var við haft Kodachrome.

Núna er ég auðvitað eins og allir aðrir og tek því sem næst eingöngu stafrænar myndir, þó að ég hafi sankað að mér mýmörgum filmuvélum.  Það er þó teljandi á fingrunum þau skipti sem að ég læði filmu í þær.

En ég hef ekki trú á að Kodak hverfi, einhver mun sennilega kaupa vörumerkið og framleiðslurétt á helstu filmunum.


mbl.is Kodak er gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband