Tók eftir því að ekkert er minnst á Evrópu(sambands)fræðasetur á Bifröst, eða Jean Monnet chair við Háskóla Íslands?
Teljast það ekki kostaðar stöður?
11.11.2011 | 03:13
Ég hef rekist nokkuð á þá fullyrðingu að undanförnu að andstæðingar "Sambandsaðildar" standi fyrir mikilli "Þórðargleði" vegna vandræða "Sambandsins" og þá sérstklega Eurosvæðisins.
Nú skal það fram tekið að ég tekið að ég tala að sjálfsögðu ekki fyrir hönd nema sjálfs míns, en því fer fjarri að ég gleðjist yfir þeim efnahagshremmingum sem nú ganga yfir Eurosvæðið.
Ekki frekar en ég ætla Íslenskum "Sambandssinnum" að gleðjast yfir efnahagsörðugleikum Íslands og falli krónunnar, sem þeir eru þó vissulega duglegir að vekja athygli á og tala um.
En það er vissulega svo að þó að hvorugt atriðið sé til þess fallið að gleðjast yfir, þýðir það ekki að umræða um þau bæði sé ekki nauðsynleg.
Ég held að allir Íslendingar geri sér grein fyrir hve víðtæk áhrif "hrunið" og gengisfall krónunnar hefur haft á Íslenskar fjölskyldur og þjóðfélagið allt.
En æ fleiri gera sér grein fyrir því hve erfitt ástandið er víða á Eurosvæðinu og hve ólíklegt er að það lifi þær hremmingar sem nú yfir það ganga óbreytt. Þar hittir krísan almenning fyrir ekki síður en á Íslandi, gjaldmiðillinn heldur velli, en atvinnuleysi er meira en um áratugaskeið. Atvinnuleysi hjá ungu fólki á Spáni og í Grikklandi er u.þ.b. 45%.
Yfir því gleðst enginn, en það er eðlilegt að um það sé rætt og á það bent.
Margir hagfræðingar (en í þeirra hópi má auðvitað finna margbreytilegar skoðanir) eru þeirrar skoðunar að vandræði Grikkja, Íra, Portúgala og jafnvel Ítala séu mun alvarlegri og djúpstæðari en Íslendinga. Er eitthvað óeðlilegt að á það sé bent og um það rætt?
Margir hafa sömuleiðis bent á að uppbygging Eurosins sé beinlínis hættuleg. Það getur varla talist til einhverrar Þórðargleði að benda á það og hafa á því skoðun.
Erfiðleikarnir á Eurosvæðinu eru líklega þegar byrjaðir að hafa áhrif á Íslandi, kaupgeta almennings minnkar og erfiðara verður að selja Íslenskar vörur til Eurolanda. Þannig hefur krísan líklega áhrif um allan heim og ekki hjálpar að Bandaríkin eiga sömuleiðis við mikil vandamál að etja. Því er vissulega hætta á að kreppan umlyki mestalla heimsbyggðina. Ísland verður þar auðvitað ekki undanskilið, enda eiga Íslendingar mikil og margvísleg samskipti við þau lönd sem eru í vandræðum eða gætu lent í vandræðum.
Ég ætla engum að gleðjast yfir slíku, en vissulega tína einstaklingar til rök sem styrkja þann málstað sem þeir halda fram og gera oft meira úr þeim en hinum sem ganga í mót. Í því felst engin Þórðargleði.
En eftir stendur að það er eðlilegt að ræða krísuna sem Eurosvæðið er í og það er eðlilegt að það sé tengt við umræðuna um að Ísland taki upp Euro.
Það hefur líka verið fullyrt að "Sambandsaðild sé töfralausn við efnahagslegum óstöðugleika. Það getur varla talist nema eðilegt að rætt sé um efnahagsástandið í Evrópu og slíkar fullyrðingar. En ég held að enginn gleðjist yfir því að efnahags og viðskiptaráðherra Íslendinga trúi á slíkar töfralausnir. Ekki einu sinni Þórðargleði.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.11.2011 | 14:22
Seint í gærkveldi rakst ég á blogg Þórs Saari alþingismanns, þar sem fjallað var um fyrirspurn hans um kostaðar stöður við háskóla á Íslandi.
Það er vel til fundið að spyrja um þetta málefni, og eitthvað sem almenningur ætti að vera upplýstur um. Svarið sem barst við fyrirspurninni má finna hér.
Í svarinu kemur m.a. fram eftirfarandi:
"Engar kostaðar stöður hafa verið í Listaháskóla Íslands, Háskólanum á Bifröst, Landbúnaðarháskóla Íslands né Hólaskóla Háskólanum á Hólum. Í töflunni hér á eftir eru taldar upp kostaðar stöður fræðimanna á tímabilinu 20002011 við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík, hvaða stöður þetta eru, hverjir hafa setið í þeim og hver hafi kostað þær. Sérstök athygli er vakin á því að í mörgum tilvikum nægði veittur fjárstuðningur við tiltekið starf einungis fyrir hluta launakostnaðar, en það er ekki sérstaklega tiltekið."
Mér fannst strax eins og eitthvað vantaði í svarið og setti stutta athugasemd við bloggfærsluna:
Tómas Gunnarsson // 10.11 2011 kl. 00:39
Tók eftir því að ekkert er minnst á Evrópu(sambands)fræðasetur á Bifröst, eða Jean Monnet chair við Háskóla Íslands?
Teljast það ekki kostaðar stöður?
Enn hefur enginn svarað spurningunni, enda engin ástæða til að krefjast þess á þeim vettvangi sem hún er sett fram á. En ef einhver þekkir svar eða rök fyrir því að þessar stöður teljist ekki kostaðar þætti mér fengur að því að fá svör þar að lútandi hér í athugasemdir. Sjái sér einhver fært að svara þessu færi ég honum mínar bestu þakkir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
10.11.2011 | 04:34
Ég verð að viðurkenna að ég hef enga afstöðu tekið til þess lúxusvandamáls Sjálfstæðisflokksins að hafa fleiri en einn frambærilegan kandídat áhugasaman um að vera formann flokksins. Það er hins vegar frábært að svo sé.
Það er enda ekki margt sem kallar á það að ég taki afstöðu í þessu máli, ég hef ekki atkvæðisrétt og þó að ég velti því vissulega fyrir mér hvor sé heillavænlegri til árangurs, þá hef ég ekki miklar áhyggjur af niðurstöðunni.
Það er hins vegar allt að því tragíkomískt að fylgjast með öllu hugleiðingunum og samsæriskenningunum sem fram hafa komið, einna mest hjá þeim þó sem byrja vangaveltur sínar á fullyrðingu um að þeir hafi aldrei stutt eða kosið Sjálfstæðisflokkinn. Einhverra hluta virðist formannskjör í Sjálfstæðisflokknum valda þeim töluverðri sálarangist.
En margar samsæriskenningar koma fram og margir ímyndaðir armar eru nefndir til sögunnar. Mér sýnist þó að engar meginlínur séu sjáanlegar. "Sambandssinnar" innan flokksins dreifast á báða frambjóðendur og gamlir samherjar styðja nú sitthvoran frambjóðandann. Þeir sem hafa þótt svarnir andstæðingar sameinast um að kjósa formann.
En einmitt svona á það að vera.
Það er einna helst að ég þykist sjá myndast línu í þá átt að landsbyggðarfólk styðji Bjarna.
10.11.2011 | 03:34
Það fór eins og marga grunaði, Berlusconi yrði að fara. Það blasti einhvern veginn við, en það hefur komið mörgum á óvart að ástandið á mörkuðum hafi ekkert lagast við loforð Berlusconis um að segja af sér.
Ekki ætla ég að fullyrða um afhverju ávöxtunarkrafa á Ítölsk ríkisskuldabréf rýkur upp, en ef til vill hafa einhverjir gert sér grein fyrir því að merkilegt nokk er það enginn trygging fyrir festu og öryggi í Ítölskum stjórnmálum að Berlusconi fari frá. Ítölsk stjórnmál hafa einmitt verið þekkt fyrir hið gagnstæða.
Það er ef til vill vert að hafa það í huga að Ítalskir kjósendur kusu Berlusconi til að leiða þjóðina, líklega vegna þess að pólítískir andstæðingar hans buðu ekki upp á betri kost, voru ekki trúverðugri og sköpuðu sér ekki meira traust almennings en Berlusconi.
Það eitt og sér nægir til að fá fjárfesta til að halda sig frá Ítölskum ríkisskuldabréfum.
Sé sú staðreynd höfð í huga að frá lokum seinni heimstyrjaldar hafa yfir 60 ríkisstjórnir verið við völd á Ítalíu og að Berlusconi er eini Ítalski forsætisráðherrann sem hefur setið heilt 5 ára kjörtímabil í yfir 50 ár, er ekki nema von að fjárfestum verði örlítið bumbult þegar þeir velta því fyrir sér hvað taki við.
En með eða án Berlusconi, þá er ekki auðveldur tími framundan hjá Ítölum.
Hér að neðan er myndband með nokkrum að ógleymanlegum uppákomum hjá Berlusconi.
P.S. Hinir víðfrægu gárungar segj nú að það sem menn bíði spenntastir eftir sé "the retirement party" hjá Silvio. Það verði líklega "event" ársins sem allir vilji komast í. Líklega verði Sarkozy og Merkel ekki boðið.
9.11.2011 | 19:38
Ég verð að viðurkenna að mér finnst skrýtið að sjá talað um daður Framsóknarflokksins við "fasísk minni", en vissulega er það svo að skoðanir einstaklinga eru mismunandi og er þeim frjálst víðast hvar að setja þær flestar hverjar fram. Við verðum að vona að að svo verði áfram.
Þó að ég verði að viðurkenna á sjálfan mig að vera ekki þaulkunnugur merkjum Framsóknarflokksins og að hvaða leiti þau daðra við fasísk minni, þá fannst mér þó að Eiríkur Bergmann hlyti að eiga við það merki sem ég hef sett hér inn.
Hvað það sem gerir það að verkum að merki þetta "daðri við faskísk minni" er mér ekki alveg ljóst, en þar sem það getur varla verið hið "gamla" merki flokksins hlýtur það að vera Íslenski fáninn, sem þarna glittir í, eða þá sólin sjálf, nema að þau saman séu fasísk í eðli sínu.
Það fyrsta sem mér datt hins vegar í hug þegar ég sá þessa útfærslu á merki framsóknarflokksins var frímerki.
Nánar tiltekið frímerki sem gefin voru út á Íslandi árið 1969 til að fagna 25. ára afmæli lýðveldis á Íslandi. En það sýnir einmitt sól rísa yfir Íslenska fánanum. Er merki Framsóknar reyndar svo líkt að mér þykir ekki ólíklegt að frímerkið hafi verið haft til hlíðsjónar við gerð merkisins.
En erum við komin þangað að hvert sinn sem stjórnmálaflokkar láta glitta í Íslenska fánann eða vísa til þjóðlegra gilda sé byrjað að tala um þjóðernistefnu, þjóðrembing og daður við fasísk gildi?
Eða er það svo í hugum sumra að hver sá sem heldur takti við trumbuslögin frá Brussel og ekki dansar við Óðinn til gleðinnar er þjóðremba, þjóðernissinni, einangrunnarsinni eða þaðan af verra?
Reyndar virðist vera sterk tilhneyging um alla Evrópu að reyna að koma þeim stimplum á alla sem voga sér að láta í ljósi andstöðu við "Sambandið" að þar séu á ferðinni hættulegir þjóðernissinnar, "populistar" og viðkomandi séu andsnúnir Evrópu eða samstarfi Evrópuþjóða.
Ekki ætla ég að svara fyrir þá alla en oft á tíðum er þetta einfaldlega rangt.
Hvað varðar deilur um hvað sé skrifað í nafni stofnana eða ekki, þá hlýtur það alltaf að orka örlítið tvímælis þegar einstaklingar skrifa greinar eða fréttaskýringar og taka fram hjá hvaða fyrirtæki þeir starfa. Það veldur oft misskilningi. Hitt ber líka að hafa í huga að það er gott fyrir þá sem lesa að vita hvar viðkomandi stendur.
Það er svo afskaplega klaufalegt hjá Fréttatímanum að setja auglýsingu frá Háskólanum á Bifröst á síðuna þar sem Eiríkur skrifar, það litur út nærri því út eins og skólinn sé að sponsora skrifin.
P.S. Persónulega finnst mér álíka langsótt að tengja merki Framsóknar við fasísk gildi og stefna hans við þjóðernisstefnu og að tengja Samfylkinguna og merki hennar við kommúnisma. En hver veit, syngja þeir ekki ennþá "Nallann" á fundum?
P.S.S. En það er engin ástæða til að láta "hlutlausa" prófessora fara um of í taugarnar á sér. Þeir eru allt of margir til að tími sé til þess.
Yfirlýsing framsóknarmanna röng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2011 | 02:57
"We wish to protect the French against the grave problems facing other European countries. Bankruptcy is not an abstract word" sagði François Fillon forsætisráðherra Frakklands þegar hann kynnti nýjustu niðurskurðaráform Frönsku stjórnarinnar.
Skattar verða hækkaðir, skorið niður í heilbrigðiskerfinu, eftirlaunaldur ríkisstarfsmanna hækkaður og svo mætti lengi telja. Niðurskurðurinn er sá mesti hjá Frökkum síðan í seinni heimstyrjöld.
Líklega ekki það sem Sarkozy óskar sér að hafa með sér í nesti í kosningabaráttuna, en forsetakosningar verða í Frakklandi í apríl og maí næstkomandi. Enn meira högg fyrir Sarkozy og Frakkland yrði þó ef landið missir AAA lánshæfiseinkun sína á næstunni, eins og sumir óttast.
Fillon sagði við sama tækfæri að nauðsynlegt væri fyrir Frakka að færa fórnir nú, til að forðast það hlutskipti að ákvarðanir fyrir landið yrðu teknar "annars staðar".
En frá sjónarhóli Íslenskra ráðamanna er þetta líklega allt liður í vandlega skipulögðum aðgerðum í þeim tilgangi að Euroið verði sterkar en nokkru sinni fyrr.
8.11.2011 | 18:42
Sameiginleg mynt 17. "Sambandsþjóða", Euroið á í vök að verjast. Neyðarfundir eru haldnir ekki sjaldnar en vikulega eða því sem næst. "Sambandslöndin" sem standa utan gjaldmiðilssvæðisins keppast um að reyna að finna ástæður fyrir því að fresta inngöngu eða hætta við.
Settir eru á stofn alls kyns sjóðir sem eiga að bjarga málunum en ekkert gengur og meira að segja björgunarsjóðinum gengur ekki of vel að fjármagna sig á mörkuðum.
En Íslenski utanríkisráðherrann fullyrðir á Alþingi að Euroið muni koma til baka sterkara en nokkru sinni fyrr.
Reyndar er hin sterka "Þýska" Euro, ein af ástæðum þess að þess að mörg önnur eurolönd eru í standandi vandræðum og óska sér einskis heitar en styrkur myntarinnar dvíni, en það er önnur saga og ýfir ekki skap hins Íslenska utanríkisráðherra.
En það kann að vera að Euroið snúi til baka sterkara en nokkru sinni áður, en það gerist varla án þess að til verði gjörbreytt "Samband". Það er eitthvað sem Íslendingar ættu að hafa í huga, því ef sú leið verður valin, myndu Íslendingar finna sig í allt öðru "Sambandi" en þeir sóttu um upphaflega, ef svo ólíklega vildi til að aðild yrði samþykkt.
En það er gott að hinn Íslenski utanríkisráðherra, sem fróðlegar lýsingar á eigin fjármálaviti má lesa um í Rannsóknarskýrslunni margfrægu, skuli lýsa því yfir að Euroið komi til með að styrkjast við hverja raun.
Ef til vill hefði farið betur á því að hann hefði upplýst landsmenn um að "it is all Greek to Me".......
Evran sterkari fyrir vikið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
8.11.2011 | 14:59
Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig að það jafngildi pólítísku heilbrigðisvottorði fyrir "Sambandið" að ríki eins og Ísland sæki um að fá að komast þangað inn. Að þeir séu því fegnir að einhver skuli enn vilja koma.
En ég held að það sé ekki ekki síður gilt sjónarmið, að Íslenska ríkisstjórnin sé eins og sjúklingur sem vilji komast inn á hælið, deila kjörum með hinum sjúklingunum. En á hælinu er hver höndin á móti annari og fæstir sammála um hvaða meðulum eigi að beita. Skilin á milli sjúklinga og starfsfólks verða óljósari með hverjum deginum og stundum er jafnvel talað um að henda þurfi sjúklingum út.
Fæstir velkjast þó í vafa um hver er forstöðumaðurinn.
En það er hollt að velta því fyrir sér hver gefur út heilbrigðisvottorðið fyrir Íslensku ríkisstjórnina eða hvort að hennar sé einfaldlega útrunnið?
Aldrei betra að semja við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
8.11.2011 | 00:13
Ekki get ég talist fylgismaður Berlusconi, einhvern veginn er hann ekki stjórnmálamaður sem heillar.
Það verður að teljast líklegra en ekki að hann sé á útleið. Brussel og Merkozy una sér líklega ekki hvíldar fyrr en þau ná að koma honum frá.
En þó að hann komi oft fyrir eins og hálfgerður flagari eða trúður, er ekki annað hægt í aðra röndina heldur en að dást að stjórnmálamanni sem hefur staðið af sér 53 vantrauststillögur, við getum líka kallað þetta atkvæðagreiðslur um traust (vote of confidence) síðan 2008.
En það er spurningin með þessa númer 54.
P.S. Rétt er að hafa í huga þó að vantrausttillögur, eins og margt annað í Ítölskum stjórnmálum, er ekki jafn alvarlegur hlutur og víða um lönd og er mikið notað.
Berlusconi neitar vangaveltum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
7.11.2011 | 23:01
Ég var að enda við að lesa pistil eftir Guðmund Gunnarsson um Íslenska lífeyrissjóðakerfið. Þó að alltaf megi finna eitthvað sem betur megi fara, tek ég undir með Guðmundi að í heild sinni er Íslenska lífeyrissjóðakerfið gott og að mörgu leyti til fyrirmyndar.
En Guðmundur talar um að hækka þyrfti tekjuskatt um 12 til 15% ef Íslenska lífeyrisjóðakerfið yrði lagt niður í núverandi mynd og fært til ríkisins.
Í mín eyru hljómar það nokkuð líklega, þó að ég hafi ekki spáð eða spegúlerað mikið í því. En þessi prósentutala hljómar sennileg.
Það var heldur ekki erindið hér að draga þessa tölu í efa. Hitt vildi ég minnast á að það er rétt að hafa þessa tölu í huga þegar verið er að bera saman skattprósentur á Íslandi og í löndum þar sem lífeyrissjóðsfyrirkomulag er með öðrum hætti.
Sé það gert getur samanburðurinn breyst verulega, Íslendingum ekki í hag.
Ég er hins vegar sannfærður um að lífeyrisjóðakerfið er það.