En hver gefur út heilbrigðisvottorð fyrir Íslensku ríkisstjórnina?

Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig að það jafngildi pólítísku heilbrigðisvottorði fyrir "Sambandið" að ríki eins og Ísland sæki um að fá að komast þangað inn.  Að þeir séu því fegnir að einhver skuli enn vilja koma.

En ég held að það sé ekki ekki síður gilt sjónarmið, að Íslenska ríkisstjórnin sé eins og sjúklingur sem vilji komast inn á hælið, deila kjörum með hinum sjúklingunum.  En á hælinu er hver höndin á móti annari og fæstir sammála um hvaða meðulum eigi að beita.  Skilin á milli sjúklinga og starfsfólks verða óljósari með hverjum deginum og stundum er jafnvel talað um að henda þurfi sjúklingum út.

Fæstir velkjast þó í vafa um hver er forstöðumaðurinn.

En það er hollt að velta því fyrir sér hver gefur út heilbrigðisvottorðið fyrir Íslensku ríkisstjórnina eða hvort að hennar sé einfaldlega útrunnið?

 


mbl.is Aldrei betra að semja við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veruleikafirring á alvarlegu stigi hjá laxakynífsfræðningnum!

Almenningur (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 15:17

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta lýsir óheiðarleika og undirferli mannsins vel.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2011 kl. 15:19

3 identicon

Almúginn mun gefa út dánarvottorð á Austurvelli!

Hrúturinn (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 15:37

4 identicon

Er ekki betra að Ísland fari inná gjörgæsludeild ESB heldur en að vera inná geðdeild sjálfstæðisflokksins...??

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 16:02

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það er alveg greinilegt að núverandi Ríkisstjórn hefur aldrei haft einn eða neinn áhuga á því að koma Þjóðinni sjálfri til hjálpar, heldur er það búið að vera markmið hennar frá því hún komst til valda að geta kastað okkur í hendur ESB svo þeirra verði ábyrgðin á endurreisninni sem Ríkisstjórnin lofaði og almenningur er en að bíða eftir.

Össur Skarphéðinsson hefur verið óspar á að segja það sem honum henntar algjörlega burt séð frá því hversu mikill sannleikur er í máli hans. Bara segir það sem honum henntar hverju sinni til þess að geta haldið áfram...

Þegar einstaklingar eru farnir að haga sér svona þá eru þeir orðnir samfélaginu til skaða segi ég og þegar svo er orðið eins og er þá verður að koma þessu fólki frá hið snarasta..

Bara allar þessar lygar í kringum Icesave hefðu átt að setja þessa Ríkisstjórn út á hafsauga með mikillri skömm og Össur sérstaklega...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.11.2011 kl. 16:09

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ef við viljum taka þessa líkingu lengra Helgi Rúnar, þá já, það eru meiri möguleikar að útskrifast af því sem þú gallar "geðdeild Sjálfstæðisflokksins" heldur en af líknardeild Samfylkingar og VG.  Ég held reyndar að yfir líknardeildinni vofi lokun, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.  Ég er reyndar heldur ekki viss um að geðheilbrigði Sjálfstæðisflokksins sé það sísta í Evrópu dagsins í dag.

En það má margt misjafnt segja um Sjálfstæðiflokkinn, rétt eins og aðra Íslenska stjórnmálaflokka.  Það er þó gott að hafa það í huga að hann hefur aldrei verið einn við stjórnvölinn á Íslandi.  Annað sem vert er að hafa í huga er að kjósendur hafa alltaf haft (og oft gert) möguleika á því að kjósa hann í burtu.

En það er að koma æ betur í ljós að því miður eru eiginlegar engar leiðir til að losna út  úr "Sambandinu" ef þess yrði óskað.  Fræðilega eru til úrsagnarákvæði, en eftir nokkra dvöl þar og eftir að hafa "samþætt" land "Sambandinu" er eigilega engin leið út. 

Það er nákvæmlega ástandið sem Grikkir og Ítalir eru að horfast í augu við núna.  Því sem næst ekkert eftir, nema að taka við skipunum frá Brussel.

G. Tómas Gunnarsson, 8.11.2011 kl. 16:18

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hún er fullkomlega réttmæt spurningin sem er titill færslunnar. En það er auðvitað ekki talið marktækt að biðja um rannsókn á geðheilbrigði þeirra sem ekki skilja ástandið í ESB betur en utanríkisráðherra okkar gerir í dag.

Erlendis er fólk farið að hrista höfuð yfir þessari undarlegu aðildarumsókn.

Ennþá einu sinni auglýsi ég eftir "fullorðnu fólki" í stjórnsýslu okkar.

Árni Gunnarsson, 8.11.2011 kl. 17:04

8 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ingibjörg Guðrún. Þetta umsóknar-rugl snýst um vel launuð og skattfrjáls störf fyrir samfylkingarliðið og krakkana þeirra.

Málið er nú ekki flóknara en það.

Árni Gunnarsson, 8.11.2011 kl. 17:07

9 identicon

Það væri eitt að ganga frá samningum við bandalagið en "í upphafi skyldi endinn skoða". Hver segir að sjávarútvegsstefna ESB verði hliðholl okkur um alla framtíð?

Það verður okkur alltaf hollara að fara aldrei í ESB en að ganga þar inn og þuurfa svo að ganga þaðan út aftur þegar að hulan lyftist af rotþrónni sem sambandið er.

Raunin er sú að í ESB höfum við EKKERT vægi og værum við á móti einhverju er það svona álíka og þegar þjóðin, eins og nú er ekki sammála Jóhönnu. Okkur yrði ýtt út á kant svo að mjóróma mótmælin heyrðust ekki.... ekki eins og mark yrði á þeim tekið só svo að þau gerðu það.

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 17:32

10 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Á hvaða lyfjum er Össur?

Sigurður Haraldsson, 8.11.2011 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband