It's All Greek To Me

Sameiginleg mynt 17. "Sambandsþjóða", Euroið á í vök að verjast.  Neyðarfundir eru haldnir ekki sjaldnar en vikulega eða því sem næst.  "Sambandslöndin" sem standa utan gjaldmiðilssvæðisins keppast um að reyna að finna ástæður  fyrir því að fresta inngöngu eða hætta við.

Settir eru á stofn alls kyns sjóðir sem eiga að bjarga málunum en ekkert gengur og meira að segja björgunarsjóðinum gengur ekki of vel að fjármagna sig á mörkuðum.

En Íslenski utanríkisráðherrann fullyrðir á Alþingi að Euroið muni koma til baka sterkara en nokkru sinni fyrr.

Reyndar er hin sterka "Þýska" Euro, ein af ástæðum þess að þess að mörg önnur eurolönd eru í standandi vandræðum og óska sér einskis heitar en styrkur myntarinnar dvíni, en það er önnur saga og ýfir ekki skap hins Íslenska utanríkisráðherra.

En það kann að vera að Euroið snúi til baka sterkara en nokkru sinni áður, en það gerist varla án þess að til verði gjörbreytt "Samband".  Það er eitthvað sem Íslendingar ættu að hafa í huga, því ef sú leið verður valin, myndu Íslendingar finna sig í allt öðru "Sambandi" en þeir sóttu um upphaflega, ef svo ólíklega vildi til að aðild yrði samþykkt.

En það er gott að hinn Íslenski utanríkisráðherra, sem fróðlegar lýsingar á eigin fjármálaviti má lesa um í Rannsóknarskýrslunni margfrægu, skuli lýsa því yfir að Euroið komi til með að styrkjast við hverja raun.

Ef til vill hefði farið betur á því að hann hefði upplýst landsmenn um að "it is all Greek to Me".......


mbl.is Evran sterkari fyrir vikið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi komment hans eru ekta Orwellian doublespeak. Maðurinn er stórhættulegur umhverfi sínu.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.11.2011 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband