12% hærri skattar?

Ég var að enda við að lesa pistil eftir Guðmund Gunnarsson um Íslenska lífeyrissjóðakerfið.  Þó að alltaf megi finna eitthvað sem betur megi fara, tek ég undir með Guðmundi að í heild sinni er Íslenska lífeyrissjóðakerfið gott og að mörgu leyti til fyrirmyndar.

En Guðmundur talar um að hækka þyrfti tekjuskatt um 12 til 15% ef Íslenska lífeyrisjóðakerfið yrði lagt niður í núverandi mynd og fært til ríkisins.

Í mín eyru hljómar það nokkuð líklega, þó að ég hafi ekki spáð eða spegúlerað mikið í því.  En þessi prósentutala hljómar sennileg.

Það var heldur ekki erindið hér að draga þessa tölu í efa.  Hitt vildi ég minnast á að það er rétt að hafa þessa tölu í huga þegar verið er að bera saman skattprósentur á Íslandi og í löndum þar sem lífeyrissjóðsfyrirkomulag er með öðrum hætti.

Sé það gert getur samanburðurinn breyst verulega, Íslendingum ekki í hag.

Ég er hins vegar sannfærður um að lífeyrisjóðakerfið er það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband