Gjaldþrot er ekki abstrakt orð

"We wish to protect the French against the grave problems facing other European countries. Bankruptcy is not an abstract word" sagði François Fillon forsætisráðherra Frakklands þegar hann kynnti nýjustu niðurskurðaráform Frönsku stjórnarinnar.

Skattar verða hækkaðir, skorið niður í heilbrigðiskerfinu, eftirlaunaldur ríkisstarfsmanna hækkaður og svo mætti lengi telja.  Niðurskurðurinn er sá mesti hjá Frökkum síðan í seinni heimstyrjöld.

Líklega ekki það sem Sarkozy óskar sér að hafa með sér í nesti í kosningabaráttuna, en forsetakosningar verða í Frakklandi í apríl og maí næstkomandi.  Enn meira högg fyrir Sarkozy og Frakkland yrði þó ef landið missir AAA lánshæfiseinkun sína á næstunni, eins og sumir óttast.

Fillon sagði við sama tækfæri að  nauðsynlegt væri fyrir Frakka að færa fórnir nú, til að forðast það hlutskipti að ákvarðanir fyrir landið yrðu teknar "annars staðar".

En frá sjónarhóli Íslenskra ráðamanna er þetta líklega allt liður í vandlega skipulögðum aðgerðum í þeim tilgangi að Euroið verði sterkar en nokkru sinni fyrr.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband