Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011
7.11.2011 | 01:01
Hef aldrei skilið í hverju munurinn felst
Það er mikið rætt um hugsanlegan samning Íslands við Evrópusambandið. Sömuleiðis er mikið rætt um vilja sumra stjórnmálamanna til að afturkalla samningaviðræður við títtnefnt samband.
Þá bregður svo við að fjöldinn allur af fólki og stjórnmálamönnum (sem eru jú líka fólk) hrópar upp yfir sig og segir það ólýðræðisleg vinnubrögð að leyfa þjóðinni ekki að kjósa um hugsanlegan samning.
Þegar samþykkt var á Alþingi að sækja um aðild að Evrópusambandinu, var stuðningurinn frekar naumur. Fram kom tillaga um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort sækja ætti um. Það var fellt. Var það lýðræðislegt?
Tvær spurningar.
Hversu öflugri væri aðildarumsóknin ef hún hefði verið sett í þjóðaratkvæði og samþykkt? (Ef hún hefði ekki verið samþykkt, þá er óþarfi að ræða það frekar).
Hvernig getur það verið ólýðræðilegra að draga umsókn til baka án þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur en að sækja um án þjóðaratkvæðagreiðslu?
Er alvarlegra mál að draga umsókn til baka heldur en að leggja fram umsókn?
Svari hver fyrir sig.
5.11.2011 | 04:28
Hefur eitthvað breyst? Að hugsa hið óhugsanlega
Ríkisstjórnin heldur velli, en samt er líklegra en ekki að Papandreou verði ekki forsætisráðherra mikið lengur. Það er allt partur of programmet eins og stundum er sagt.
Engin þjóðaratkvæðagreiðsla, en samt eiginlega engin niðurstaða.
Engin áþreifanlega niðurstaða frá G20 fundinum og það virðist sem svo að yfirlýsingar frá neyðarfundum Eurosvæðisins hafi minni og minni þýðingu, endist í styttri og styttri tíma. Flestir virðast hafa áttað sig á því að það stendur ekki mikið á bakvið þær.
En þegar ég skannaði hina ýmsu fjölmiðla í kvöld, kom það býsna sterkt fram víða að það sem hefði breyst væri að nú farið að hugsa og tala um hið óhugsanlega. Að eitthvert ríki myndi eða yrði að yfirgefa Eurosvæðið.
Þetta hefði aldrei heyrst áður, frá nokkrum þjóðarleiðtoga svæðisins, fyrr en Papandreou kom fram með þjóðaratkvæðagreiðsluna.
Margir virtust vera þeirrar skoðunar að þetta væri eins og sprunga í flösku, yrði aldrei aftur tekið og myndi virka illa á traust svæðisins. Orsakirnar mætti strax sjá á ávöxtunarkröfu á skuldabréf Ítala.
Ítalíu virðist hrekjast lengra og lengra inn á sprungusvæðið, komin með IMF yfirfrakka sem virðist verða æ vinsælli vetrarflík í Evrópu þessi dagana.
En peningarnir eru á mikilli hreyfingu og sagt er að u.þ.b. 20 milljarðar Euroa, yfirgefi Ítaliíu í hverjum mánuði í leit að skjóli.
Bankarnir hafa sömuleiðis notað tækifærið á meðan það gefst og losað sig við gríðarmagn af Evrópskum ríkisskuldabréfum.
Nú bíða allir eftir næsta fundi.
Stjórnin hélt velli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.11.2011 | 02:44
Landstjóri hennar hátignar á Nýfundnalandi og Labrador segir brandara
"This fellow said, 'I was so depressed last night thinking about the economy, wars, jobs, my savings, social security, retirement funds, etc., I called a suicide hotline and got a call centre in Pakistan. When I told them I was suicidal, they got all excited and asked if I could drive a truck."
John Crosbie, landstjóri hennar hátignar, Elísabetu Bretadrottningar á Nýfundnalandi og Labrodor, lenti í fjölmiðlavandræðum fyrir að segja þennan brandara við athöfn þar sem nýjir ráðherrar fylkisins svóru eiða.
Eftir að þó nokkuð fjölmiðlafár upphófst, þar sem Kanadabúar af Pakistönskum uppruna töldu brandarann niðurlægjandi fyrir Pakistani, hefur landstjórinn nú beðist afsökunar og lofað því að vera leiðinlegur (boring) við allar opinberar athafnir hér eftir.
Crosbie á að baki nokkuð litríkan pólítískan feril, þekktur fyrir hispurslaus tilsvör ef svo má að orði komast. Stundum hefur verið sagt hér að "he shoots from the lip", svo Enskunni sé slett.
Kanadabúar virðast almennt skiptast í 2 hópa, í þessu máli, þá sem finnst þetta algerlega óviðeigandi, og svo hina sem taka þessu léttar, segja að umræðan megi ekki verða of "gerilsneydd" og "pólítískur réttrúnaður" megi ekki kæfa allan léttleika. Sumir bæta því við að þetta sé eftir allt bara John Crosbie.
Við sama tækifæri sagði Crosbie að efnhagsástandið væri orðið það erfitt í Bandaríkjunum að Exxon-Mobil hefði þurft að segja upp 25 þingmönnum.
Eftir því sem ég kemst næst hefur enginn kvartað undan þeim brandara.
Hann sagði einnig að efnahagsástandið væri orðið svo slæmt í Bandaríkjamönnum að hópur þeirra hefði verið gripinn á trukk að stelast yfir til Mexikó.
Það virðist sömuleiðis hafa verið innan þeirra marka sem allir Kanadabúar þola.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2011 | 20:16
Gríski landbúnaðarráðherrann
Ég veit að það er ljótt að hlægja að þeim sem eiga í erfiðleikum. En stundum er erfitt að neita sér um það og það er nú föstudagur. Ég verð að viðurkenna að þegar ég uppgötvaði fyrir nokkrum mínútum að landbúnaðarráðherra Grikkja heitir Kosta(s) Skandal(idis), þá hló ég býsna dátt. Óljós framburður gerði þetta enn hlægilegra.
Hef ekki verið að kynna mér landbúnaðarstefnu Grikkja, en haft var eftir Kostas í fréttum að hann vildi að Papandreou segði af sér.
4.11.2011 | 16:26
Stöplarit dagsins - þróun raunlaunakostnaðar í Þýskalandi 2000 til 2008
Hér að neðan má sjá stöplarit sem sýnir hvernig heildarkostnaður á launþega þróaðist í nokkrum löndum Evrópusambandsins á árunum fyrir "kreppu", eða frá 2000 til 2008.
Auðvitað má ekki líta á þetta sem neina allsherjarskýringu, enda kunna að liggja mismunandi ástæður fyrir þróuninni í mismunandi löndum. Sömuleiðis er varasamt að ganga út frá einu tímabili fyrir öll löndin, enda kunna aðstæður við upphaf þessarar mælingar að hafa verið verulega mismunandi.
En stöplaritið gefur vissulega vísbendingu um hvernig samkeppnishæfni ríkjanna hefur þróast á þessum árum, sérstaklega milli þeirra sem hafa sömu mynt. En fyrst og fremst er því ætlað að sýna þróunina í Þýskalandi.
Línuritið er fengið að láni úr ritinu: Real Wages in Germany: Numerous Years of Decline , sem gefið var út af German Institute for Economic research í október 2009.
Ritinu er fylgt úr hlaði með þessum orðum:
Net real wages in Germany have hardly risen since the beginning of the 1990s. Between 2004 and 2008 they even declined. This is a unique development in Germanynever before has a period of rather strong economic growth been accompanied by a decline in net real wages over a period of several years. The key reason for this decline is not higher taxes and social-insurance contributions, as many would hold, but rather extremely slow wage growth, both in absolute terms and from an international perspective. This finding is all the more striking in light of the fact that average employee education levels have risen, which would on its face lead one to expect higher wage levels. Incontrast to the prevailing wage trend, income from self-employment and investmentassets has risen sharply in recent years, such that compensation of employees makes up an ever shrinking percentage of national income. Inflation-adjusted compensationof employees as a share of national income reached a historic low of 61% in 2007and 2008. As in previous recessions, however, investment income has been under greater downward pressure in recent months than wages.
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.11.2011 | 14:48
Grein dagsins
Grein dagsins var ég að enda við að lesa á vef vísis. Hana ritar blaðamaðurinn Þorbjörn Þórðarson. Hvet alla til að lesa greinina. Ég efast ekki um að skoðanir eru skiptar um einstök málefni sem minnst er á, en heildarinntakið á erindi við alla.
4.11.2011 | 00:48
Grísland?
Það er reginmunur á þeirri stöðu sem Ísland var í þegar neyðarlögin voru sett og þeirri stöðu sem Grikkland er í nú.
Það er reginmunur á þeim skuldum sem hinir erlendu bankar töpuðu á Íslandi og þeim skuldum sem bankar koma til með að tapa í Grikklandi.
Annars vegar er um að ræða skuldabréf sem Gríska ríkið hefur gefið út og hins vegar skuldir sem einkafyrirtæki á Íslandi höfðu stofnað til.
Grikkir eiga í raun enga möguleika á því að standa undir skuldum sínum. Staðan hjá Íslendingum hvorki var né er góð, en á engan hátt óyfirstíganleg.
Íslendingar höfðu vissulega IMF yfir sér, en sluppu við hina tvo stólpa Gríska þríeykisins (troikunnar), þ.e.a.s. Framkvæmdastjórn "Sambandsins" og Evrópska seðlabankann.
Því stærsti munurinn er auðvitað sá að Ísland hafði og hefur sína eigin mynt. Mynt sem tók á sig högg rétt eins og efnahagslífið. Mynt sem ógnaði ekki efnahag annarra ríkja, eins og Euroið gerir í tilfelli Grikklands.
Íslenska krónan ógnaði ekki mynt Þýskalands, né heldur mynt Frakklands og þess vegna hafa Íslenskir ráðamenn ekki verið kallaðir á teppið hjá ráðamönnum þeirra landa.
Þess vegna gátu Íslendingar ákveðið að halda, ekki bara eina, heldur tvær þjóðaratkvæðagreiðslur og það jafnvel þó að Bretar, Hollendingar, Íslenski forsætisráðherrann og Íslenski fjármálaráðherrann væri á móti þeim og greiddu ekki atkvæði, alla vegna ekki í þeirri fyrri.
Grikkir hafa selt fullveldi sitt í hendur Evrópusambandsins, endurgjaldið var euro.
Grikkir ættu hugsanlega að fara að fordæmi Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.11.2011 | 20:34
Enginn timi fyrir þjóðaratkvæði
Það kom fáum á óvart að hugmyndir um þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi yrðu slegnar af. Til þess var Papandeou boðaður til Cannes. Líklega hefur ekki verið neinn rauður dregill þar í boði.
Kostirnir hafa líklega ekki verið nema tveir annaðhvort yrði þjóðaratkvæði rutt af borðinu eða Grikklandi.
Ef til verða kosningar fljótlega en fleiri og fleiri Grikkir munu álykta að þeirra mikilvægustu kosningar fari fram með fótunum. Þeir munu gera sér grein fyrir því að þingkosniningar við þessar aðstæður skipta í raun engu máli. Þeir sem hljóta munu kosningu munu ekki ráða neinu.
Samt hefur Grikkland haft "sæti við borðið" og traustan gjaldmiðil sem hefur haldist nokkuð stöðugur. Vextirnir voru lágir, jafnvel svo lágir að það var eins og að peningar væru lánaðir fyrir ekkert, eða jafnvel borgað með þeim. Það hljómaði því vel að slá lán og smámunir eins og verulegur halli ríkissjóðs hafði engin áhrif, Euroið var sannkölluð töfralausn.
En raunveruleikinn hefur þann leiða ávana að skjóta alltaf upp kollinum, hvort sem vilji er til þess að horfast í augu við hann eða ekki.
Hvetur Papandreo til afsagnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.11.2011 | 03:09
Litla ljóta krónan
Það er sótt að krónunni úr flestum áttum. Sagt er að hún sé lítil og ljót, hlekkjuð og fjötruð og hún skreppi jafnt og þétt saman. Þegar hún er borin saman við hina Dönsku systur sína hefur hún misst mestan glansinn segja menn og eitthvað um 99% af verðgildi sínu. Þess vegna vilja margir hrekja hana úr vistinni og fá í staðinn nýja þjónustu.
Ekki ætla ég að bera á móti því að lítið stendur eftir af þeirri krónu sem lagði vonglöð af stað út í heiminn á þriðja áratug síðustu aldar. En ég velti því fyrir mér hvers vegna séu ekki fleiri hagstærðir bornar saman um leið og verðmæti krónanna.
Hvernig hefur atvinnuleysi verið hjá þjóðunum tveimur og hvernig hefur atvinnuþátttaka verið? Hvernig hefur stígandi þjóðarframleiðslu og kaupmáttar verið á sama tímabili? Og gaman væri að reyna að meta hjá hvorri þjóðinni lífsgæði hafi tekið meiri framförum frá því að krónurnar aðskildust um 1920.
Það eru nefnilegar fleiri stærðir en gengi gjaldmiðilsins sem skipta máli þegar við reynum að dæma hvernig þjóðfélaginu hafi vegnað og hvort að efnahagsstefnan hafi skilað einhverjum árangri.
Ég vil taka það fram að ég hef ekki hugmynd um hvernig þessar hagstærðir koma út, en mér skýt þessu hér fram vegna þess að mér finnst einblínt um of á gengi krónunnar.
Allir vilja hafa gjaldmiðil sem varla sveiflast til, verðbólgu á milli 1 og 2%, atvinnuleysi í kringum 1%, mikla atvinnuþátttöku, þægilegan 4 til 5% hagvöxt, svo ekki sé minnst á hagstæðan vöruskiptajöfnuð og þægilegan afgang af fjárlögum. Sterkur varasjóður ríkisins er heldur ekkert til að segja nei við.
En hvað búa margar þjóðir við þennan veruleika?
Ég er ekki að skrifa þetta til að halda því fram að efnahagsstjórn á Íslandi hafi verið með ágætum allan þennan tíma, eða að þar sé ekki nægt rými til framfara og bóta. Ég held hins vegar að Íslendingum miði lítið áfram með því að horfa aðallega á krónuna og halda að vandinn liggi þar.
Vandinn kann ef til vill að liggja að hluta til í að stjórnmálamenn hafa verið í gegnum tíðina of trúaðir á töfralausnir, rétt eins kemur fram í þessari færslu.
P.S. Án þess að það skipti raunverulegu máli má geta þess til gamans hér að ég held að US$ hafi misst u.þ.b. 80% af verðgildi sínu miðað við Japanskt yen frá því 1971. En efnahagsstjórn Bandaríkjanna er auðvitað langt í frá að vera til fyrirmyndar, en þau eru heldur ekki mörg hrósin sem Tokyo fær um þessar mundir.
2.11.2011 | 19:29
Skiptir einhverju máli hver er í forsæti?
Ég hef ekki tölu lengur á öllum þeim skiptum sem ég hef heyrt talað um að nauðsyn sé að hafa hraðann á til að nýta einhverja velvild þeirra þjóða sem eru að taka við forsæti í "Sambandinu". Þessi söngur hefur verið kyrjaður bæði áður og eftir að Íslendingar sóttu um aðild.
Persónulega hef ég ekki nokkra trú á því að þetta skipti máli.
En ef þetta er virkilega eins mikilvægt eins og ýmsir "Sambandssiinnar" láta í veðri vaka sýnir það ekkert nema að uppbyggingu og skipulagi "Sambandsins" hlýtur að vera stórlega ábótavant. Ef það skiptir öllu máli hver er í forsvari á hverjum tíma, hvernig viðtökur og "traktelsi" Íslendingar eða aðrir umsækjendur fá, er það enn ein sönnun þess að Íslendingar eiga ekkert erindi þangað inn.
Viðmót "Sambandsins" gagnvart umsóknarþjóðum og möguleikar umsóknarþjóðanna getur varla breyst á 6. mánaða fresti, eða er það?
Ég held að í þessu sem mörgu öðru sé flas ekki til fagnaðar. Það má frekar færa rök fyrir því að það væri best að bíða og sjá til hvernig það "Samband" sem sótt var um aðild í, eigi eftir að breytast á næstu misserum, eða árum.
Íslendingar hafa líklega ekki tekið eftir því, en víða um lönd er mikið rætt um þá krísu sem "Sambandið" og þá sérstaklega gjaldmiðill þess Euroið er í. Krísan er talin það stór að talað er um að jafnvel þurfi að breyta sáttmálum þess.
Jón hraði vinnu í aðildarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |