Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009
8.2.2009 | 14:04
Nýjustu ríkisstarfsmennirnir
Það hlýtur að vera almenningi á Íslandi sérstakt fagnaðarefni að Jón Ásgeir Jóhannesson og Gunnar Sigurðsson skuli fá að halda áfram stjórnarstörfum í Breskum verslunarkeðjum á vegum skilanefndar Landsbankans.
Fáir á meðal hins sama almennings hafa getað hugsað sér að þessi menn misstu störfin sín, hvað þá bíla og þyrlu.
Þó að hinir sömu hafi rekið fyrirtæki sem skuldi tugi eða hundruði milljarða umfram eignir, er það augljóst að enginn er hæfari til að sitja í stjórnum á vegum "Gamla Landsbankans" heldur en einmitt þeir. Slíkur rekstur er ekki á færi nema snillinga og því flokkast það líklega undir gæfu "Gamla Landsbankans" að fá að njóta starfskrafta hinna sömu "snillinga".
Aðrir Íslendingar hafa ekki komið til greina, enda ekki margir þeirra sem kunna að ferðast í þyrlu, og Íslendingum er það fullkunnugt að flestir útlendingar hafa ekki hundvit á "bisness" eða að kaupa og reka fyrirtæki.
Aðrir velta því svo auðvitað fyrir sér hvort að það sé ekki tímabært að "Heilög Jóhanna" setjist aftur við ritvélina, því það sé svo sannarlega tími á að "Verkstjóri í Bréfaskriftadeild" ríkisstjórnarinnar láti til sín taka.
Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.2.2009 | 17:36
Styttist í ný lög um Landsbankaráð?
Það hefur lengi verið litið svo á að með skipan bankaráða eigi afskiptum stjórnmálamanna af bönkum að ljúka, þegar svo háttar að reknir eru ríksbankar.
Oft hefur það þó verið viðurkennt að á milli ráðherra, þingmanna og bankaráðsmanna liggi leynirþræðir, svona rétt eins og á milli manns, hests og hunds.
Það er þó ekki oft sem stjórnmálamenn ganga í það opinberlega að hnekkja ákvörðunum bankaráða, eins og Jóhanna Sigurðardóttir gerir hér. Henni (og þá væntanlega vinstristjórn Framsóknarflokksins) hugnast ekki ráðning flokksbróður síns Ásmundar Stefánsssonar, en hann tilnefndi Samfylking til að sitja sem formann bankaráðsins.
Miðað við annað sem forsætisráðherra og vinstristjórn Framsóknarflokksins mislíkar þessa dagana hlýtur því að vera rökrött að velta því fyrir sér hvort að fljótlega verði sett ný lög um starfsemi Landsbankans.
Óánægð með Landsbankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2009 | 23:02
Að missa það sem maður á ekkert í
Með þeim fyrirvara að þær tölur séu réttar sem eru í umræðunni, sem sé að Baugur skuldi u.þ.b. 210 milljarða, en eignirnar séu ekki nema u.þ.b. 70 milljarða virði, er ekki hægt að segja að annað en að ákvörðun skilanefnda bankanna sé skiljanleg, og raunar að hún komi vonum seinn.
Baugsmenn eiga einfaldlega ekkert í fyrirtækjum sínum, þeir eru í u.þ.b. 140 milljarða króna mínus. Það er líka ljóst að jafnvel í góðu árferði eru eignarhlutir þeirra varla fyrir skuldum.
Allt hefur verið veðsett upp í rjáfur og síðustu krónur af viðskiptavild.
Það er sömuleiðis ljóst að það verður langt þangað til þessi fyrirtæki og eignarhlutir ná verðmæti skuldanna - ef nokkurn tíma. Þetta tap fellur á skuldareigendur bankanna.
En hvernig nokkur getur verið hissa eða sár yfir því að það sem þeir eiga ekkert í (eru raunar í stórfelldri skuld) sé tekið af þeim er ofar mínum skilningi.
Baugmenn keyptu dýrt, þeir keyptu í árferði þegar fyrirtæki og hlutabréf voru dýr. Nú öldin önnur, nú er ekki árferði skuldsettra yfirtakna.
Það hlýtur því að teljast eðlilegt að bankarnir hafi milligöngu um að aðrir taki yfir reksturinn.
Landsbankinn gengur að veðum Baugs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.2.2009 | 21:11
19. milljónir auðra íbúða
Ef finna á þátt sem sameiginlegur er þeim löndum sem eru að fara hvað verst út úr kreppunni þarf ekki að leita lengra en til fasteignamarkaðarins.
Þau löndin þar sem kreppan er hörðust var alls staðar uppblásið fasteignaverð og byggingariðnaðurinn var sömuleiðis í gríðarlegum vexti og var stækkandi þáttur þjóðarframleiðslunnar.
Þannig var ástandið í Bandaríkjunum, Spáni, Írlandi, Íslandi og í Eystrasaltsríkjunum.
Nú er svo komið að 19. milljónir auðra íbúða eru í Bandaríkjunum, mér skilst að þær séu á aðra milljón á Spáni, í kringum 10.000 í Tallinn. Annars staðar frá hef ég ekki heyrt tölur.
Hvað skyldu þær vera margar í Reykjavík?
Líkast til er ástandið hvað þetta varðar hvað verst í Bandaríkjunum, því þar er auðveldara fyrir íbúðaeigendur að yfirgefa íbúðir sínar og afhenda bankanum lyklana.
En það er nokkuð ljóst að það verður langt þangað til byggingariðnaðurinn verður aftur blómlegur.
5.2.2009 | 16:18
Illt í efni, öll "kerfi" hrunin
Það er skrýtið að fylgjast með þeirri umræðu að nú þurfi að hverfa frá "nýfrjálshyggjunni" sem hafi orsakað "hrunið mikla". Þetta sé gjaldþrot "hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar" og nú þurfi að byggja upp á nýtt. Þessu sé helst hægt að jafn við hrun "kommúnismans" á síðustu metrum síðustu aldar.
Samkvæmt þessum rökum er líklega ekkert "kerfi" eftir sem hægt er að byggja æa, því sósíal demokratísk kerfi Norðurlandanna (sem er þó eins og öll önnur kerfi, erfitt að skilgreina) hafa líklega "hrunið" í skelfilegri bankakreppu sem reið yfir Finnland og Svíþjóð seint á síðustu öld. Þá þurfti ekki einu sinni heimskreppu til.
Líklega eru einfaldlega ekki til neinar "spekingar" í þessum löndum sem hafa getað greint stjórnmálamönnum í þessum löndum frá þessarri staðreynd. Þess vegna hélt Person ótrauður áfram og endurbyggði kerfið.
Enginn þeirra sem hefur hæst talað um meinta "nýfrjálshyggju" og hrun hennar hefur útskýrt í hverju meint "nýfrjálshyggja" fólst.
En mér er í fersku minni gagnrýni margra frammámanna Samfylkingarinnar og fylgitungla þeirra um hve skattar á Íslandi hefðu hækkað sem hlutfall af þjóðartekjum og þótti þá þeir hafa ýmislegt til síns máls.
Sat Framsóknarflokkurinn í "frjálshyggjustjórn" með Sjálfstæðisflokknum? Sat Samfylkingin í "frjálshyggjustjórn" með Sjálfstæðisflokknum? Eða gerði Jón Baldvin og Alþýðuflokkurinn það?
Í hverju fólst frjálshyggjan á Íslandi?
Þegar áföll dynja yfir er algengt að krafist sé skýrra og einfaldra svara og menn vilja finna einfaldar orsakir. Það sést á viðbrögðum margra fjármálajöfra þegar fyrirtæki þeirra fara í þrot.
Slík eru líka viðbrögð margra stjórnmálamanna þegar þeir eru krafðir svara, þá er einfaldast að grípa til óútskýrðra frasa. Frasa sem hafa mismunandi þýðingu í munni, og taka á sig aðrar merkingu í huga þeirra sem hlýða.
5.2.2009 | 03:33
Skyldi bankinn líka taka Útflutningsverðlaun forsetans?
Það er vandséð hvernig Baugur getur risið upp eftir þetta, bankinn hefur einfaldlega misst þolinmæðina og ákveður að leysa til sín eignirnar.
Það verður ekki hlustað á neitt "I have a cunning plan".
Ég get ekki séð annað en að þetta sé það eina í stöðunni, skuldareigendur taki yfir eignir og reyni að koma þeim í ásættanlegt verð. Ekki er ólíklegt að skuldareigendur taki sig saman um að eiga þær og reka í einhvern tíma til að hámarka það verð sem hugsanlegt er að fá.
En skyldi bankinn taka Útflutningsverðlaun Forsetans sem Baugur hlaut svo eftirminnilega í fyrra, eða skyldi Jón Ásgeir fá að halda styttunni - svona sem minjagrip um glæstari tíma og góðan farþega?
Glitnir gjaldfellir lán Baugs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2009 | 22:30
Stefnuræðan - Frasasafn
Ég lét umræður um stefnuræðu forsætisráðherra rúlla hérna í tölvunni minni, þó að ekki hefði ég tök á því að fylgjast með orð frá orði.
Ég veit ekki hvort að ég á að segja að ég hafi orðið fyrir vonbrigðum, vissulega bjóst ég ekki við miklu, en það orð sem fyrst kom upp í hugann var dapurt.
Sérstaklega held ég að ræða Jóhönnu hljóti að hafa valdið vonbrigðum. Ef ég ætti að nota eitt orð til að lýsa henni væri það: Frasasafn. Ég held að Íslendingar hafi vonast eftir einhverju meira heldur en innihaldslitlu orðagjálfri um að nú þurfi allir að standa saman, að nú þurfi að nýta hvert tækifæri og berjast gegn atvinnuleysinu.
Þetta vita allir og hafa heyrt það áður. Eina fréttnæma sem kom fram var að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Steingrímur J. eru orðnir vinir. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er góður og sanngjarn. Annars flutti Steingrímur einhverja þá daufustu ræðu sem ég hef heyrt frá honum, en vissulega er það annað að flytja ræðu sem virðulegur ráðherra heldur en kjaftfor þingmaður í stjórnarandstöðu.
Verð líka að bæta því við að þó að mér hafi þótt Sjálfstæðismenn fara alveg bærilega af stað í stjórnarandstöðu er það algerlega mislukkað að fara að gera mál úr því þó að Sturlu Bö. sé vikið af forsetastóli. Það mál brennur ekki á Íslendingum og ég hef það að tilfinningunni að þeim sem nokk sama, það hlýtur að vera eitthvað þarfara að ræða um.
En umræðan undirstrikaði þörfina fyrir verulega endurnýjun á þingi í næstu kosningum, hjá öllum flokkum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.2.2009 kl. 03:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.2.2009 | 17:08
Frétt dagsins - Setti Jóhanna Sigurðardóttir Baug í greiðslustöðvun?
Það hlýtur að vera frétt dagsins að Baugur skuli vera kominn í greiðslustöðvun. Gríðarmiklar eignir eru undir, en ef marka má fréttir kemur stjórn þeirra til með að færast til skulduareigendanna.
Það er ef til vill við hæfi að rifja upp orð Jóns Ásgeirs í þá veru að þeir sem ættu skuldir Baugs, ættu Baug. Er þá ekki rökrétt að skrefið sé stigið og bankarnir taki yfir og reyni að finna nýja eigendur og rekstraraðila að fyrirtækjunum. Það er engan vegin sjálfsagt eða eðlilegt að fyrirtækin séu sett í hendur þeirra sem eru búnir að koma þeim í þrot.
Það er líka merkilegt að sjá að Jón Ásgeir óttast að eitthvað af eigum hans komist í hendur Phillip Green fyrir lítið. Það er sami maðurinn og Jón Ásgeir flaug hingað á einkaþotu sinni til að Green gæti gert smánartilboð til Íslensku bankanna í skuldir Baugs.
Furðulegri eru þau ummæli Jóns Ásgeirs að þetta sé allt Davíð að kenna og að það sé engin tilviljun að þetta komi fram um leið og útlit er fyrir starfslok Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum. Svona rétt eins og þetta sé hluti af starfslokasamningi hans. Það er engu líkara en hann haldi því fram að Heilög Jóhanna hafi lofað Davíð að setja Baug í greiðslustöðvun, til þess að Davíð færi nú með góðu.
Ótrúlegur spuni og skrýtin sjón á heiminn, en líklegra er betra að leita orsakanna alls staðar annars staðar en hjá sjálfum sér.
Aðrir vilja svo meina að það sé ekki tilviljun að þetta gerist skömmu eftir að búið er að skipta um viðskiptaráðherra.
Já, þetta eru spennandi tímar.
Eignir Baugs ekki á brunaútsölur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
4.2.2009 | 16:25
Gott hjá Kristni, en ...
Það er gott hjá Kristni H. að vekja athygli á þessarri vitleysu. Auðvitað á að endurskoða þessi fjárframlög. Gott væri að skera þau hressilega niður (10% er allt of lítið) en best væri að fella þau hreinlega niður.
Sömuleiðis á að fella niður aukagreiðslur til formanna flokkanna (sem sitja á þingi) enda er það ekki starf á vegum þjóðarinnar.
Afnema á lög um aðstoðarmenn þingmanna.
Stjórnmálabarátta á ekki að vera ríkisrekin.
Það er hrein óskammfeilni að þingmönnum að láta þessi fjárframlög óáreitt á meðan þörf er niðurskurðar á öllum sviðum samfélagsins.
Vill lækka fjárframlög til stjórnmálaflokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4.2.2009 | 05:45
Er ekki best að Alþingi höggvi á hnútinn?
Hvort að leyfa eigi hvalveiðar eður ei hefur vafist mikið fyrir Íslenskum stjórnvöldum undanfarin ár. Nú er málið í hnút og hálfgert deiluefni á milli fyrrverandi og núverandi stjórnvalda.
Fráfarandi sjávarútvegsráðherra leyfði þær "korter fyrir lokun", og nýr sjávarútvegsráðherra hefur heitið að endurskoða ákvörðunina og hefur þegar sent út "viðvörun" til hagsmunaaðila eftir því sem mér skilst.
Meirihluti Íslendinga er hlynntur hvalveiðum, í það minnsta ef marka má skoðanakannanir.
Er þetta ekki mál sem best færi á að sjávarútvegsráðherra skyti til Alþingis?
Sýni með afgerandi hætti að hann sem handhafi framkvæmdavaldsins ætli ekki að "valta" yfir þingið, heldur hlusta á það og leyfa því að sýna vilja sinn? Styrkja þingræðið og leyfa þinginu að taka þessa ákvörðun.
Væri það ekki í anda lýðræðis, styrkti þingræðið og kæmi málinu úr klemmu?
Væri ekki rétt að sjávarútvegsráðherra leyfði Alþingi að setja fram vilja sinn, t.d. í næstu viku?
Varla verður því trúað upp á Steingrím J. að hann ætli sér að taka einhverja geðþóttaákvörðun í þessu máli og hundsa vilja Alþingis, hvað þá þjóðarinnar (samkvæmt skoðanakönnunum).
En þetta eru spennandi tímar.
Meirihluti fylgjandi hvalveiðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |