Illt í efni, öll "kerfi" hrunin

Það er skrýtið að fylgjast með þeirri umræðu að nú þurfi að hverfa frá "nýfrjálshyggjunni" sem hafi orsakað "hrunið mikla".  Þetta sé gjaldþrot "hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar" og nú þurfi að byggja upp á nýtt.  Þessu sé helst hægt að jafn við hrun "kommúnismans" á síðustu metrum síðustu aldar.

Samkvæmt þessum rökum er líklega ekkert "kerfi" eftir sem hægt er að byggja æa,  því sósíal demokratísk kerfi Norðurlandanna (sem er þó eins og öll önnur kerfi, erfitt að skilgreina) hafa líklega "hrunið" í skelfilegri bankakreppu sem reið yfir Finnland og Svíþjóð seint á síðustu öld.  Þá þurfti ekki einu sinni heimskreppu til.

Líklega eru einfaldlega ekki til neinar "spekingar" í þessum löndum sem hafa getað greint stjórnmálamönnum í þessum löndum frá þessarri staðreynd.  Þess vegna hélt Person ótrauður áfram og endurbyggði kerfið.

Enginn þeirra sem hefur hæst talað um meinta "nýfrjálshyggju" og hrun hennar hefur útskýrt í hverju meint "nýfrjálshyggja" fólst.

En mér er í fersku minni gagnrýni margra frammámanna Samfylkingarinnar og fylgitungla þeirra um hve skattar á Íslandi hefðu hækkað sem hlutfall af þjóðartekjum og þótti þá þeir hafa ýmislegt til síns máls.

Sat Framsóknarflokkurinn í "frjálshyggjustjórn" með Sjálfstæðisflokknum?  Sat Samfylkingin í "frjálshyggjustjórn" með Sjálfstæðisflokknum?  Eða gerði Jón Baldvin og Alþýðuflokkurinn það?

Í hverju fólst frjálshyggjan á Íslandi?

Þegar áföll dynja yfir er algengt að krafist sé skýrra og einfaldra svara og menn vilja finna einfaldar orsakir.  Það sést á viðbrögðum margra fjármálajöfra þegar fyrirtæki þeirra fara í þrot.

Slík eru líka viðbrögð margra stjórnmálamanna þegar þeir eru krafðir svara, þá er einfaldast að grípa til óútskýrðra frasa.  Frasa sem hafa mismunandi þýðingu í munni, og taka á sig aðrar merkingu í huga þeirra sem hlýða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Hið fulkomna kerfi verður aldrei til, Það verða alltaf til menn sem leita að göllum til að nauðga kerfinu. Komunisminn og nýfrjálshyggju kapitalismans eru bæði fórnarlömb nauðgana. Væntanlega mun taka við nýtt kerfi sem byggt verður upp úr kostum gömlukerfana og reynt verður að henda göllunum.

Vandamálið er hinsvegar það að enginn virðst vilja hefja þjá uppbyggingu. Að eyða tíma í að ásaka hvorn annan um mistök fortíðarinar gagnast engum því það sem er búið og gert verður ekki hægt að taka aftur.

Offari, 5.2.2009 kl. 16:44

2 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Fá ef nokkur mannanna verk eru fullkomin. 

Ekkert kerfi er fullkomnara heldur en mennirnir sem stjórna því, og í raun mannfólkið sem tekur þátt því.

Stjórnkerfi á enda að vera í sífelldri endurnýjun og aðlögun.  Ekkert er eða ætti að vera óbreytanlegt.

G. Tómas Gunnarsson, 5.2.2009 kl. 21:17

3 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Það fer líklega eftir því hvar í flokki menn standa hvort þeim sýnist um að ræða hrun nýfrjálshyggjunnar eða hvort sósíaldemókratíið í Skandinavíu hafi hrunið á sínum tíma.

Mér sýnist að þeir sem sjá hrunið núna sem hrun nýfrjálshyggjunnar séu þeir sem eru á vinstri vængnum, en þeir sem eru hægrimenn hafna slíkri túlkun. En þetta er auðvitað ekki spurning um staðreyndir heldur ætíð túlkun og upplifun.

Frá vinstri lítur þetta út sem hrun nýfrjálshyggjunnar, en frá hægri ekki. Báðir hafa rétt fyrir sér, því að báðir eru einfaldlega að tjá upplifun sína. Eitt af þessum leiðinlegu eftir-því-hvernig-á-það-er-litið málum sem enginn endanlegur botn fæst í.

Kristján G. Arngrímsson, 6.2.2009 kl. 08:51

4 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Í sjálfu sér skiptir ekki neinu máli í hvað flokki menn eru, en lífsýn litar vissulega flest ef ekki allt og ákveður sjónarhól.

Það er líka spurning hversu dramatískri menn vilja vera hvort að um hrun eða ekki sé að ræða.

Þannig er það nú um það hrun sem orðið hefur á Íslandi og ég fylgist með úr fjarlægð.  Hefði ég eingöngu upplýsingar um ástandið úr erlendum fjölmiðlum væri ég líklega búinn að senda þér kassa af Campells.  En myndin sem ég fæ í tölvupóstum, símtölum, Íslenskum fjölmiðlum og hér á blogginu er önnur.

En fyrst þyrftu menna líklega að koma sér saman um hvað "nýfrjálshyggja" er, áður en ákveðið er hvort að hún hafi fallið eður ei.  Ég hef ekki mikla trú á því að það gerist.

En hinu verður ekki neitað að frelsi jókst á Íslandi undanfarna áratugi, en gerði það Ísland ekki að "blönduðu" hagkerfi, því það var svo skratti sósíalískt fyrir. 

Bara eitt sjónarhornið til að velta fyrir sér.

G. Tómas Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband