Nýjustu ríkisstarfsmennirnir

Það hlýtur að vera almenningi á Íslandi sérstakt fagnaðarefni að Jón Ásgeir Jóhannesson og Gunnar Sigurðsson skuli fá að halda áfram stjórnarstörfum í Breskum verslunarkeðjum á vegum skilanefndar Landsbankans.

Fáir á meðal hins sama almennings hafa getað hugsað sér að þessi menn misstu störfin sín, hvað þá bíla og þyrlu.

Þó að hinir sömu hafi rekið fyrirtæki sem skuldi tugi eða hundruði milljarða umfram eignir, er það augljóst að enginn er hæfari til að sitja í stjórnum á vegum "Gamla Landsbankans" heldur en einmitt þeir.  Slíkur rekstur er ekki á færi nema snillinga og því flokkast það líklega undir gæfu "Gamla Landsbankans" að fá að njóta starfskrafta hinna sömu "snillinga".

Aðrir Íslendingar hafa ekki komið til greina, enda ekki margir þeirra sem kunna að ferðast í þyrlu, og  Íslendingum er það fullkunnugt að flestir útlendingar hafa ekki hundvit á "bisness" eða að kaupa og reka fyrirtæki.

Aðrir velta því svo auðvitað fyrir sér hvort að það sé ekki tímabært að "Heilög Jóhanna" setjist aftur við ritvélina, því það sé svo sannarlega tími á að "Verkstjóri í Bréfaskriftadeild" ríkisstjórnarinnar láti til sín taka.

 


mbl.is Jón Ásgeir og Gunnar áfram í stjórnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband