Að missa það sem maður á ekkert í

Með þeim fyrirvara að þær tölur séu réttar sem eru í umræðunni, sem sé að Baugur skuldi u.þ.b. 210 milljarða, en eignirnar séu ekki nema u.þ.b. 70 milljarða virði, er ekki hægt að segja að annað en að ákvörðun skilanefnda bankanna sé skiljanleg, og raunar að hún komi vonum seinn.

Baugsmenn eiga einfaldlega ekkert í fyrirtækjum sínum, þeir eru í u.þ.b. 140 milljarða króna mínus.  Það er líka ljóst að jafnvel í góðu árferði eru eignarhlutir þeirra varla fyrir skuldum.

Allt hefur verið veðsett upp í rjáfur og síðustu krónur af viðskiptavild.

Það er sömuleiðis ljóst að það verður langt þangað til þessi fyrirtæki og eignarhlutir ná verðmæti skuldanna - ef nokkurn tíma.  Þetta tap fellur á skuldareigendur bankanna.

En hvernig nokkur getur verið hissa eða sár yfir því að það sem þeir eiga ekkert í (eru raunar í stórfelldri skuld) sé tekið af þeim er ofar mínum skilningi.

Baugmenn keyptu dýrt, þeir keyptu í árferði þegar fyrirtæki og hlutabréf voru dýr.  Nú öldin önnur, nú er ekki árferði skuldsettra yfirtakna.

Það hlýtur því að teljast eðlilegt að bankarnir hafi milligöngu um að aðrir taki yfir reksturinn.

 


mbl.is Landsbankinn gengur að veðum Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján G. Arngrímsson

Viðbrögð Jóns Ásgeirs segja kannski dálítið mikilvæga sögu um það hvernig amk. hann - og kannski útrásarvíkingarnir allir - litu á "eignir" sínar; að eiga eitthvað var í þeirra huga óháð því hvort maður var búinn að borga fyrir það.

Um leið og hlutirnir voru komnir á nafnið manns voru þeir eign manns, jafnvel þótt þeir væru ógreiddir og að auki veðsettir út í eitt. Að vera borgunarmaður fyrir hlutunum var aukaatriði, aðal málið var að kunna að eigna sér þá með öllum tiltækum ráðum.

Kannski til marks um brenglaðar hugmyndir um eignarrétt, verðmæti og það sem heitir á ensku "sense of entitlement" (heitir það heimtufrekja á íslensku?)

Kristján G. Arngrímsson, 6.2.2009 kl. 08:56

2 identicon

Jón Ásgeir notar bara sýna fjölmiðla til þess að kalla Úlfur Úlfur...

skrítið hvernig allt er öðrum að kenna!!!

Hver veit (IP-tala skráð) 6.2.2009 kl. 13:11

3 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Ef til hefur einhvern tíma verið dálítið af eigin fé í Baugi, en fyrirtæki sem byggð eru upp með þessum hætti þola yfirleitt litla sem enga niðursveiflu.  En á meðan allt er á uppleið getur hagnaðurinn verið góður.  Því er líklegt að á toppi sveiflunnar hafi myndast eigið fé í fyrirtækinu, en líklega hefur verið slegið út á það jafnóðum til frekari landvinninga.

Það er auðvitað rétt að skuldir eru alltaf eignir - einhvers annars.

G. Tómas Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband