Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Samhljómur í skoðanakönnunum - Sjálfstæðisflokkur stærstur

Þessi könnun ein og sér væri ef til vill ekki mjög marktæk, en sé hún skoðuð með hvernig fylgið breyttist innan janúar í Þjóðarpúlsinum (ég bloggaði um það hér), þá kemur út samhljómur,  mikið fylgisskrið er að eiga sér stað og Sjálfstæðisflokkurinn er enn á ný orðinn stærsti flokkurinn.

En vissulega er fyrirvarinn stór, gríðarlegur hópur er óákveðinn, það er á þau mið sem flokkarnir munu sækja á næstunni og sá hópur sem kemur til með að ráða úrslitum í vor.

En það er líka athyglivert í þessari könnun að ný ríkisstjórn rétt slefar í meirihlutafylgi nú á sínum fyrstu dögum.  Það boðar henni ekkert gott til framtíðar, því líklegra verður að telja heldur en hitt að fylgið sígi af henni þegar á líður.

En það er ljóst að þegar Samfylkingarmenn og VG fólk er að tala um að það sé formsatriði að sama stjórn haldi áfram eftir kosningar í vor, er verið að tala um sýnda veiði en ekki gefna.

En það eru spennandi tímar.

 

 


mbl.is Sjálfstæðisflokkur stærstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Colbert Report: It Could Be Worse - Iceland - og skál af skyri

Stephen Colbert tók Ísland örlítið fyrir í gær, í þætti sínum, The Colbert Report.  Ekki hægt að segja að umfjöllunin sé á jákvæðu nótunum, en gamanið er græskulaust.

Ég horfði ekki á þáttinn í gær, en fékk sendan tengil á "sketsinn" rétt í þessu.  Þetta er tengill á sjónvarpsstöðina sem sýnir þáttinn hér í Kanada en ég held að hann sé opinn fyrir áhorfendur hvaðan æva að úr heiminum.

Njótið!

Ef marka má athugasemd sem hér hefur komið fram, þá virkar tengilinn ekki á Íslandi.  Biðst ég forláts á því.

Ef til vill virkar þetta, sjáum til


Dansleikurinn er hafinn - Bakkastjórnin

Vinstristjórn Framsóknarflokksins er ekki búinn að ná því að sitja í tvo daga þegar yfirlýsingagleði starfsfólks og stuðningsmanna er farin að hljóma misvísandi í fjölmiðlum.

Bæði er hvalurinn súr, en ekki síður er álver að Bakka við Húsavík að þvælast fyrir stjórninni.  Ráðherrar eru ekki sammála, Kolbrún segir álver þar af og frá Össur segir það þegar í pípunum og Birkir Jón segist aldrei verja þá stjórn falli sem leggi stein í götu álvers á Bakka.

Getur þá einhver horft á setu Kolbrúnar Halldórsdóttur í ríkisstjórninni og sagt að Birkir Jón styðji hina sömu ríkisstjórn án þess að ganga bak orða sinna?

Það er líka vert að hafa í huga að u.þ.b. 40% af þingmönnum Framsóknarflokksins koma úr því kjördæmi því er Bakki stendur í.  Skyldu Valgerður Sverrisdóttir og Höskuldur "fyrrverandi formaður" Þórhallsson styðja stjórn sem leggur stein í götu álvers á Bakka? 

Ekki þykir mér það trúlegt, enda hef ég sterka trú á að kjósendur þeirra kunni þeim litla þökk fyrir að leiða Kolbrúnu Halldórsdóttur til embættis umhverfisráðherra.

En ríkisstjórnin stendur á bakkanum - í boðið Framsóknarflokksins.  Ég tel að flestir geri sér ljóst að Kolbrún Halldórsdóttir muni leggja stein í götu álvers á Bakka, alla þá steina sem hún hefur yfir að ráða, spurningin er hvernig Framsóknarflokkurinn mun bregðast við.

Það mun þó ef til vill verða ríkisstjórninni til happs, að líklegt er að lítið gerist á þeim 80. dögum sem henni er ætlað að sitja, ástandið um heimsbyggðina er þannig.  En það væri þau vissulega þess virði að fjölmiðlafólk athugaði hug Kolbrúnar til iðnaðaruppbyggingar að Bakka og bæri skoðanir hennar undir Framsóknarþingmenn.

En þetta sýnir á hve slökum grunni þessi ríkisstjórn er byggð og hve lítið þarf til að hún steypist fram af bakkanum.


Dagur 1. í lífi ríkisstjórnar

Það er dulítið skrýtið og hreint ekki traustvekjandi að fylgjast með nýrri ríkisstjórn stíga sín fyrstu skref.  Ég get ekki gert að því að fá það á tilfinninguna að skrefin hafi verið tekin af meiri kappi en forsjá.

Horfði á Heilaga Jóhönnu í Kastljósinu og þótti ekki mikið til koma.  Frasinn "við erum að skoða þetta" var alls ráðandi.  Beðið um þolinmæði frá þjóðinni og ekki hægt að gera mikið á 80. dögum.

Eina loforðið er að skipta um stjórn í Seðlabankanum og vilja lækka vexti, en lofa að fara eftir samningnum við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (sem vill jú ekki lækka vexti).  Í stuttu máli sagt, endurtekið efni.

Aðalkrafturinn fer að í koma embættismönnum í burtu, því plús það að reka seðlabankastjórana þurfti Heilög Jóhanna að koma ráðuneytisstjóranum í forsætisráðuneytinu í burtu, alla vegna á meðan hún ræður þar ríkum.  En þessi ráðuneytisstjóri var ráðinn af Jóni Baldvini að mig minnir og því líklega liðónýtur að mati Jóhönnu.  En einhver myndi sjálfsagt spyrja hvað þessi gerningur kostar.

Ég get hins vegar vel skilið að Jóhanna vilji hafa með sér skelegga konu úr félagsmálaráðuneytinu (hér er auðvitað tilhlýðilegt að rifja upp að Ingibjörg Sólrún brást hin versta við þegar viðkomandi kona var skipuð ráðuneytisstjóri af Árna Magnússyni (það minnir mig alla vegna) vegna þess að hún var tekin fram yfir vinkonu hennar Helgu Jónsdóttur, og varð nokkur blaðaumfjöllun um það á sínum tíma). 

En þessar "hreinsanir" Heilagrar Jóhönnu hljóta líka að vekja upp spurningar hvort að rétt sé að ráðherrar komi með meira starfslið með sér inn í ráðuneyti sem hverfi svo með þeim aftur, eða hvort núverandi fyrirkomulag sé betra.  En það getur ekki gengið að embættismenn séu sendir í leyfi eða sérverkefni eftir geðþótta ráðherra.  Slíkt er eiginlega ekki boðlegt og ber sterkan keim af misbeitingu valds.

Ögmundur gekk þó rösklega fram og gaf út reglugerð sem afnam komugjöld á spítala.  Hvort sem menn eru sammála því eður ei, verður ekki á móti því mælt að hann setur sín stefnumál óhræddur fram og er það vel.

Það ferskasta við hina nýju ríkisstjórn er að mínu mati skipan Katrínar Jakobsdóttur sem menntamálaráðherra.  Það verður fróðlegt að sjá hvernig hún heldur á málum.

En svo voru misvísandi yfirlýsingar stjórnarliða í stóriðjumálum og eins hvað varðar hvalveiðar ekki til þess fallnar að auka á henni traustið, en gefa fyrirheit um "spennandi tíma".


Athygliverð skoðanakönnun

Þessi frétt um frekari tölur úr nýjusta þjóðarpúls Gallup sem birt er á vef RUV er afar athygliverð.  Hér er fjallað um þær breytingar sem urðu innan mánaðarins á meðan púlsinn er tekinn.

Hér kemur í ljós að fylgi VG minnkar um 15% frá fyrstu viku janúar til síðustu viku mánaðarins, fylgið fer úr 36% í 21.

Síðustu vikuna var fylgi Sjálfstæðisflokksins orðið 31%, hafði aukist um 10 frá fyrstu vikunni.

Samfylkingin jók fylgi sitt um 6%, fyrstu viku mánaðarins var flokkurinn með 20%, en var kominn í 26% í mánaðarlok.

Framsóknarflokkurinn sveiflaðist upp og niður, byrjaði mánuðinn í 10%, fór í 20% rétt um formannskjör, en var kominn niður í 16% í lok mánaðarins.

Bæði Frjálslyndi flokkurinn og Íslandshreyfingin tapa fylgi innan mánaðarins.

Það virðist þannig að nú þegar kosningar hafa verið ákveðnar þá skerpist línur og fylgið leiti aftur til stærri flokkanna.  Stjórnarslitin hafa styrkt báða fráfarandi stjórnarflokka, þó Sjálfstæðisflokk sýnu meira, en VG tapar miklu fylgi.

Sjálfstæðisflokkurinn er aftur orðinn stærsti flokkurinn, Samfylking er næst stærst.

En nú eru u.þ.b. 80 dagar til kosninga og margt getur gerst.  Líklega á Sjálfstæðisflokkurinn eftir að bæta í, spurningin hvernig stjórnarsetan fer með VG og Samfylkingu og hvort að bera á ábyrgð á stjórninni eigi eftir að reynast Framsóknarflokknum dýrkeypt.

En það sem á ekki síst eftir að hafa áhrif er hvernig flokkunum tekst til með að velja á framboðslista, hvort að um endurnýjun verður að ræða eða hvort um verður að ræða sömu gömlu andlitin.

Síðan er spurning hvernig tekst til með endurnýjun á forystu, en ljóst er að um kosinn verður nýr formaður Sjálfstæðisflokksins og í það minnsta varaformaður Samfylkingar.


Fer Framsókn alla leið?

Mikið hefur verið rætt um endurnýjunina í Framsóknarflokknum, þar hafi menn sagt skilið við fortíðina og stefni ótrauðir fram á við.

Vissulega eru skiptar skoðanir á því hversu gagnger umskiptin eru (það glitti í gömlu "Framsóknarmennskuna" nú við stjórnarmyndunina).  En það verður varla hægt að bera á móti því að ef talsmaður samkeppni einkaframtaks og frjálsræðis í landbúnaði  myndi leiða lista flokksins, þá væri höggvið á nokkur reipi fortíðarinnar.

 


mbl.is Ólafur í Mjólku íhugar framboð gegn Siv
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórn mannsins hennar?

Það er alltaf gott að heyra í fólki sem hefur hugmyndir, það er aldrei of mikið af því.  Þó að sumar hugmyndir virki út í hött og aðrar háleitar, er aldrei að vita hvað umræður og hugmyndavinna kann að leiða af sér.

Þess vegna ber að fagna hugmyndum Dorritar, þó að þær verði ef til vill ekki að veruleika, þá getur leynst í þeim hlutir sem komast til framkvæmda, þó að þær verði ef til vill ekki til að endurreisa landið einar og sér.

En það hlýtur að vekja athygli þegar segir í frétt mbl.is:

Í greininni kemur fram að ríkisstjórn manns hennar hafi sagt af sér í einu lagi en hún virðist ekki í miklu uppnámi út af stjórnmálaumrótinu. „Hann er núna að sinna algerlega nýrri ríkisstjórn,“ hefur blaðið eftir henni og spyr hana síðan hvers vegar hann hafi ekki sagt af sér. „Enginn bað hann um það,“ svarar hún að bragði.

Álítur hún ríkisstjórnir á Íslandi sitja í umboði eða skjóli forsetans?  Að ríkisstjórnirnar "séu hans"?

Er það þannig sem Ólafur Ragnar hefur útskýrt fyrir henni Íslenska stjórnskipan?  Eða er ef til vill um misskilning að ræða, en slíkt hefur háð þeim er búa að Bessastöðum nokkuð upp á síðkastið.

 


mbl.is Dorrit: Ísland verði svalari útgáfa af Dubai
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á Dagvaktinni

Af tilefni væntanlegra stjórnarskipta tók ég mig til og byrjaði að horfa á Dagvaktina um leið og tekist hafði að koma börnunum í rúmið, rétt um 8, en ég fékk DVD diskinn í jólagjöf, en hafði ekki gefið mér tíma til að horfa fyrr en nú.  "Vaktinni" lauk núna, rétt um 1:30.

Þetta var hin prýðilegasta skemmtun, góður húmor og kolsvartar senur.  Góður leikur og umgjörð öll hin fagmanlegasta.  Þá litlu hnökra sem ég tók eftir tekur ekki að minnast á.

Það var líka tilhlýðilegt að hlusta á Georg Bjarnfreðarson flytja 17. júni erindi í lokin, það tryggir að ég sef eins og steinn.


Vetrarríki

Það hefur verið nokkur snarpur vetur hér í Toronto það sem af er.  Drjúgt af frosti og mikið af snjó.  Mörg handtökin við snjómokstur og tilfallandi.

En blessuð börnin kunna að meta snjóinn, kvarta þó undan því hve lélegt byggingarefni hann er, en ekki hefur nema einu sinni verið hægt að "rúlla" snjóinn eins og Foringinn kallar það, og þá aðeins dagspart.  Alla aðra daga hefur verið of kalt til að hægt væri að ráðast í byggingar.  Byggingariðnaðurinn hér að Bjórá er því jafn frosinn og annarsstaðar.

En það skiptir litlu máli þó að það blási smá snjó, í kerrunni er öruggt athvarf og gott að halla sér.

 

 

Enjoying The Snow Winter at Beaverbrook Sleeping

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband