Frétt dagsins - Setti Jóhanna Sigurðardóttir Baug í greiðslustöðvun?

Það hlýtur að vera frétt dagsins að Baugur skuli vera kominn í greiðslustöðvun.  Gríðarmiklar eignir eru undir, en ef marka má fréttir kemur stjórn þeirra til með að færast til skulduareigendanna.

Það er ef til vill við hæfi að rifja upp orð Jóns Ásgeirs í þá veru að þeir sem ættu skuldir Baugs, ættu Baug.  Er þá ekki rökrétt að skrefið sé stigið og bankarnir taki yfir og reyni að finna nýja eigendur og rekstraraðila að fyrirtækjunum.  Það er engan vegin sjálfsagt eða eðlilegt að fyrirtækin séu sett í hendur þeirra sem eru búnir að koma þeim í þrot.

Það er líka merkilegt að sjá að Jón Ásgeir óttast að eitthvað af eigum hans komist í hendur Phillip Green fyrir lítið.  Það er sami maðurinn og Jón Ásgeir flaug hingað á einkaþotu sinni til að Green gæti gert smánartilboð til Íslensku bankanna í skuldir Baugs.

Furðulegri eru þau ummæli Jóns Ásgeirs að þetta sé allt Davíð að kenna og að það sé engin tilviljun að þetta komi fram um leið og útlit er fyrir starfslok Davíðs Oddssonar í Seðlabankanum.  Svona rétt eins og þetta sé hluti af starfslokasamningi hans.  Það er engu líkara en hann haldi því fram að Heilög Jóhanna hafi lofað Davíð að setja Baug í greiðslustöðvun, til þess að Davíð færi nú með góðu.

Ótrúlegur spuni og skrýtin sjón á heiminn, en líklegra er betra að leita orsakanna alls staðar annars staðar en hjá sjálfum sér.

Aðrir vilja svo meina að það sé ekki tilviljun að þetta gerist skömmu eftir að búið er að skipta um viðskiptaráðherra.

Já, þetta eru spennandi tímar.


mbl.is Eignir Baugs ekki á brunaútsölur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér datt tvennt í hug þegar ég heyrði Jón Ásgeir væla þetta.

 1. Þetta er örugglega bull.

 2. Skyldi Davíð ekki vera orðinn þreyttur á að heyra svona kjaftæði.

ábs (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 19:10

2 identicon

Það er ekkert hægt að skamma JÁJ um allt

það sem hefur skemmt fyrir honum eru þessi atriði

1.Ríkisstjórn sem er enn föst í moldarkofum í hugsun

2.Bankakerfi sem hefur aldrei virkað

3.Heildsala  sem hafa heimtað bull verð fyrir vörur og virkar ekki

4.Gjaldmiðil og vaxta sem hefur verið stjórnað af Strengjabrúðum

Það sem hefur byggt veldið er eftirfarandi

1.Allir íslendingar sem hafa viljað ódýrari vörur

2.Peningar frá sömu aðilum

3.Góðvild frá sömu aðilum og bæjarfélögum

Það má ekki gleyma fólkinu sem vinnur hjá þeim í allri þessari umræðu  ,,,,

SO (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 20:06

3 identicon

Spurning út í loftið.

Veldur mikil kókaínneysla til margra ára vænisýki?

Vignir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 21:27

4 identicon

SO: Þú gleymdir nokkrum atriðum í upptalningunni þinni, svo ég ætla að leyfa mér að bæta aðeins við

Það sem hefur byggt veldið er eftirfarandi

4. Skortur á viðskiptasiðferði

5. Lagarammi sem leyfir atriði 4

Huginn (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 21:40

5 identicon

6. að þú kláraðir rökhugsunarnámskeið og líka íslensku fyrir útlendinga.

Vignir (IP-tala skráð) 4.2.2009 kl. 22:19

6 Smámynd: G. Tómas Gunnarsson

Það er rétt að hafa í huga að Baugur á engar eignir á Íslandi, þeir lokuð skrifstofu sinni þar fyrir skemmstu og sögðu upp öllu starfsfólki.  Á Íslandi á félagið bara skuldir. 

En það er BG Holdings sem sett var í greiðslustöðvun út í Bretlandi.  Á Íslandi virðast bankarnir ætla að vinna gegn greiðslustöðvun til handa Baugi og hreinlega leysa til sin veðin.  Þolinmæðin virðist vera þrotin og ég held að það sé fyrir bestu.

Síðan verður að reyna að koma þessum eignum í eins mikið verð og mögulegt er, og hugsa til lengri tíma ef kostur er.

G. Tómas Gunnarsson, 4.2.2009 kl. 22:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband