Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Heimshornapizza

Þó að börnin hér á Bjórá séu ekki gömul, aðeins 1og hálfs og fjögurra ára, þá vita þau vel hvað pizza er.  Foringinn er sérstaklega umhugað um að slíkur matur sé á boðstólum hér með ekki of löngu millibili.

Þegar pizza er á boðstólum merkir það aðeins eitt.  Pabbi býr til pizzu.  Svo var það í gærkveldi og vakti pizzan mikla lukku.

Deigið var keypt hér í verslun, flatt út eftir kúnstarinnar reglum og síðan sett á  heimatílbúin sósa, sem að grunninum til er úr Kanadískum tómötum.  Síðan var bætt við Spænskri skinku, ferskum ananas frá Costa Rica, banana frá einhverju Suður-Ameríkulandi sem ég man ekki hvert var, Kanadískum (eða öllu heldur Quebeskum) og Dönskum osti, kalkúnapepperóni frá Kanada (Bresku Kolumbíu) örlittlu af Kanadískum lauk og svo stráð yfir pínu littlu af svörtum pipar frá Malabar á Indlandi.

Með þessu drakk Foringinn Kanadískt vatn en heimasætan bergði á geitamjólk frá Quebec.  Faðirinn jók á stemmninguna með því að láta það eftir sér að opna eina Ítalska rauðvínsflösku.

Eins og ég segi stundum, er það ekki stórkostlegt að allur þessi matur skuli koma saman, akkúrat hér svo að ég geti notið hans.


Graf(ið) yfir húsnæðisverð

House pricesUmræða um húsnæðisverð hefur verið mikil undanfarin ár og misseri, bæði á Íslandi sem víða annars staðar.

Húsnæðisverð hefur enda hækkað gríðarlega víða um heiminn og ekki síst á Íslandi.

Oft hefur mátt heyra að þetta geti ekki gengið svona lengi, og að það hljóti að koma að þvi að verðþróunin fari að snúast við.

Síðan þegar spár koma fram sem gera akkúrat ráð fyrir lækkun, og jafnvel þó nokkurri, verður uppi fótur og fit.  Ég gat ekki betur heyrt en að sumir teldu að hið opinbera ætti að gera sitt til að viðhalda allt of háu fasteignaverði.

Hér til hliðar má sjá graf sem ég fékk að "láni" hjá tímaritinu Economist.  Það sýnir hve "ofmetið" húsnæði er í hinum ýmsu löndum. Með grafinu var eftirfarandi texti:

WHERE are house prices most overvalued? As the rest of the world watches the bursting of America's housing bubble, that question should be at the top of everyone's mind. The answer is not comforting: many countries have had far hotter housing markets than America and are also suffering from tightening lending conditions thanks to the credit crisis.

In the latest World Economic Outlook, Roberto Cardarelli of the IMF calculates the share of the increase in real house prices between 1997 and 2007 that cannot be accounted for by fundamental factors such as lower interest rates and rising incomes. This “house-price gap” is greatest for Ireland, the Netherlands and Britain, where prices are about 30% higher than can be justified by fundamentals. France, Australia and Spain have house-price gaps of around 20%. In America, where prices were already falling in 2007, the gap is just over 10%.

Hvar skyldi mega setja Íslenskt húsnæðisverð í þessu samhengi?

Ég vil sömuleiðis vekja athygli á frétt úr Viðskiptablaðinu um Danskan fasteignamarkað. Þar segir m.a. :

Dam sagði jafnframt að hann sæi sameiginleg einkenni undirmálslánakrísunnar í Bandaríkjunum og vandræðum á dönskum húsnæðismarkaði.

Húsnæðisverð hefur lækkað um 10% í Danmörku á undanförnum mánuðum, og 14% í Kaupmannahöfn einni og sér.

Auðvitað vill enginn sjá eignir sínar rýrna.  Ef til vill er það erfiðara fyrir Íslendinga en marga aðra, enda höfum við lengi verið hrifnir af því að fjárfesta í "steinsteypu".

Nú eru margir að spá verulegri verðlækkun í Bretlandi, verðið hefur verið að lækka í þó nokkurn tíma á Írlandi og á Spáni (sjá blog hér.)

Það er líklega aðeins spurning hvað fasteignir eiga eftir að lækka mikið á Íslandi, ekki hvort að um lækkun verði að ræða. 

Er eitthvað rangt við að spár þess efnis komi fram?


Hættulegt kjöt og hættulegir stjórnmálamenn

Ég einn af þeim sem lít svo á að sjálfsagt sé að Íslendingar felli niður þá verndarmúra sem umlykja Íslenskan landbúnað og innflutningur verði heimill.

Ég hef aldrei getið skilið hvers vegna það á að vera hættulegra fyrir Íslendinga að borða erlent kjöt á Íslandi, en það er fyrir þá að borða erlent kjöt í útlöndum.  Það eru jú tugir þúsunda Íslendinga sem fara erlendis á ári hverju og sá þjóðlegi siður að pakka niður saltfiski, hangiketi og niðursoðnum saxbauta er að mér skilst að mestu aflagður.

Ég hef heldur ekki fengið útskýringu á því hvers vegna það er hættulegt búsmalanum, þó að erlent kjöt verði á boðstólum í verslunum.  Getur einhver lýst því fyrir mér hvernig óttast er að smitið eigi sér stað, og hvers vegna ekki sé hægt að verjast því.

Hitt er svo, að auðvitað er sjálfsagt að gera heilbrigðiskröfur til þess kjöts sem flutt yrði inn.

En svo eru það allir sem myndu missa atvinnuna.  Vissulega eru yfirgnæfandi líkur að verulegur samdráttur yrði í vinnuafli í landbúnaði og störfum tengdum honum.  Það er þó nokkrar líkur að stór hluti þeirra ætti möguleika á öðrum störfum, sérstaklega ef að haft er í huga að Íslendingar hafa flutt inn vinnuafl í tugþúsundatali á undanförnum árum.

Þó má reikna með að umskiptin yrðu ekki sársaukalaus.

En það hefur margt breyst á undanförnum áratugum.  Húsgagnaiðnaður, fataframleiðsla, skóframleiðsla, raftækjaframleiðsla, svo nokkur dæmi séu tekin, hefur lagst að mestu af á Íslandi.  Þessar starfstéttir gátu ekki keppt við innfluttar vörur.

Vissulega væri það að einhverju marki gjaldeyrissparanadi að allt þetta væri enn framleitt á Íslandi, en þó leikur vafi þar á.  En hitt er ljóst að ég hygg að fáir kjósi að snúa aftur til þess tíma og borga hærra verð fyrir þessar framleiðsluvörur.

Það sama gildir um landbúnaðarvörur.


mbl.is Segir landbúnaði og neytendum kunni að vera ógnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig kaupin gerast í Zimbabve

Það er nöturlegt að lesa lýsingar á því hvernig ástandið er í Zimbabve.  Ekki nóg með að Mugabe og fylgifiskar hans hafi lagt efnahag landsins í rúst, heldur fara þeir með obeldi gegn íbúum landsins og hefur það, ef marka má fréttir, aukist eftir slaka útkomu hans í kosningunum.

Sjálfsagt finnst mörgum að hér sé aðeins um innanríkisvandamál að ræða, það komi ekki öðrum við hvernig ástandið er í Zimbabve.  Það er vissulega einfaldasta leiðin.

En fólkið á betra skilið, en að búa við stjórnarfar þessu líkt, en það má segja um býsna mörg lönd í heiminum.  En hvað er til ráða, er eitthvað hægt að gera?

Líklega ekki, nema að blogga.

Á vef Globe and Mail mætti nýlega lesa frásögn sjónarvotts, um hvernig brugðist var við kosningaúrslitunum:

"Their first target is Nelia Gomba, a tall, frail woman in her late 40s. She is visibly shivering when a young woman in military fatigues drags her out of the crowd.

"This is Nelia and she is here to make a confession," the young woman shouts to the four dozen people packed into the community hall. Then she pins Ms. Gomba to the ground.

But the older woman, her face on the floor, says nothing. And so two more youths step forward carrying leather whips.

In the crowd, Ms. Gomba's daughter, Synodia, begins to scream, but is quickly silenced with a cracking slap from another youth in fatigues.

At the front of the room, the youth kicks Ms. Gomba in the face and blood starts to ooze from her nose. "That is what you get for trying to sneak the MDC through the backdoor," she snarls. Then they begin to use the whips. At first Ms. Gomba cries out; in response, the youths hit her harder.

Eventually she stops screaming, and the noise as the whips hit her body is the only sound in the room. The crowd sits silent in the light of flickering paraffin lamps. Ms. Gomba loses consciousness after 15 minutes of this, and her family is ordered to carry her away.

In Zimbabwe's national election on March 29, Nelia Gomba volunteered as a polling agent for the opposition Movement for Democratic Change. For the past 28 years, the people of this small farming village 100 kilometres southeast of the capital Harare have voted, in election after election, for Robert Mugabe and his ZANU-PF party.

They were driven by a combination of loyalty for the party's role in the liberation struggle and fear of retribution if they voted otherwise.

A bit more than two weeks ago, the people of Chiduku said, "Enough."

Driven to desperation by an economy that has contracted faster than any in history, by inflation of more than 150,000 per cent annually and by recurring food shortages, they voted overwhelmingly for the MDC, and its presidential candidate Morgan Tsvangirai.

Now they are being made to pay for that act of electoral bravery."

"They wear the rough green fatigues that gave the infamous militia its nickname, the Green Bombers. Shortly after they arrived, a few of them came down to meet with the chief of this and each of the four nearby villages, and gave each a message: They expected to be regularly supplied with food and water.

And that first night, around 8 o'clock, they moved through the villages, carrying sticks and whips, and ordered everyone to attend a meeting. People were told that if their relatives and neighbours were not there, they would be held accountable.

The meetings are called pungwe, the chiShona word for "a night vigil."

They originated in the war of liberation, when resistance fighters would stealthily gather rural people together to indoctrinate them politically on the need to end colonial rule.

The militias created by Mr. Mugabe four years ago have now been deployed around the country to take measures to ensure that none of the constituencies that voted for the MDC would do it again in a run-off election.

Outsiders are never allowed to witness these meetings; a Globe contributor sneaked in to the Chiduku gathering last Saturday night to provide a rare first-hand account.

At the opening of the meeting, the crowd was ordered to join in singing liberation war-era songs urging people to take their guns and fight for their country: "sell-outs must be killed," the lyrics go. Then there were speeches, denunciations from militia members who appeared to be high on drugs of "traitors," "rabid dogs of the west" and "puppets."

After midnight, the demonstrations of the cost of voting MDC began, with the whipping of Ms. Gomba. When she had been carried, bloodied, from the room, the youth dragged up Naison Ngwerume, an MDC activist from the area; the youth told the crowd that they found posters in his bedroom showing Mr. Tsvangirai.

"These are the rotten apples in this district," said the youth leader, a short, hardened man with a bald head. "We shall not allow them to contaminate the whole lot of you."

Mocking youths ordered Mr. Ngwerume, a farmer in his early 30s, to stand on his head for 20 minutes. He battled to maintain his balance and struggled in obvious pain. The youth laughed hysterically. And when he at last collapsed, they moved in and whipped him.

The meeting went on like this four hours: four more people who were accused of supporting the MDC were pulled from the crowd and beaten while everyone else, including their families, was forced to watch.

At dawn, the villagers were released, told to go home - and return that night for another session. The pungwe continue to be held every night.

Teresa Shito, a 54-year-old farmer and a mother of three, knew the terror had begun before the pungwe. She awoke last Thursday, before dawn to the sound of voices outside her straw-roofed home.

Outside the door, she found a knot of the youth militia who now run the village. And they had a message for her.

"They said I was an MDC prostitute because I attended their rally here," Ms. Shito said. "Then one of the youth flicked a lit matchstick on to the roof of my thatched hut."

Neighbours rushed to help her put out the flames before they could spread to other houses. The youth disappeared.

But she lost everything she owned, she said, including the clay pots her mother made for her when she was married - she had used them each day for more than 20 years.

Squads of Green Bombers like those in Chiduku, and other groups of paramilitaries including "war veterans," have been deployed in every district across the country, using similar tactics.

In Mutoko, 160 kilometres to the north of Harare, 20 houses were burned last weekend. Five were torched in Murehwa, 80 kilometres north, on Sunday night."


mbl.is Tsvangirai sakaður um landráð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

REIndu aaaaftur

Málefni REI taka á sig skringilegar myndir oft á tíðum.  Oft finnst mér þegar ég heyri borgarfulltrúa tjá sig um málefni fyrirtækisins að þeir séu ekki að tala um sama fyrirtækið.  Ég þarf oft að hlusta, eða lesa oft á það sem sagt er svo að einhver skilningur fari að sýslast innfyrir hausskelina á mér.

En það er oft sem ég hef orðið að viðurkenna að ég er ekki viss um hvað er verið að segja, eða hvert er meiningin að fyrirtækið stefni.

Það var eiginlega þannig sem mér leið eftir að ég hafði hlustað á viðtal við Kjartan Magnússon í Kastljósinu, en þar var fjallað um málefni REI.

Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að það sé allt í stakasta lagi að reka fyrirtæki eins og REI, en OR, eigi ekki að leggja til þess nema þekkingu og ef til vill örlítið upphafsfé.

Áhættan af rekstri slíks félags og fjárfestingum á að vera borin af einstaklingum og fyrirtækjum sem áhuga hafa fyrir slíku.  En það er ekki sama hvernig staðið er að slíkum hlutafjárútboðum, það dugar ekki að handvelja inn í fyrirtækið fjárfesta, eða láta það renna saman við eitthvert einkafyrirtæki, án þess að aðrir hafi möguleika á þátttöku.  Slíkt er ekki boðlegt hvað varðar opinbert fyrirtæki.

Hlutafjárútboð verður að vera opið öllum, jafnt almenningi sem fagfjárfestum.  Það væri vel til fundið að bjóða viðskiptavinum OR að kaupa hluti á undan öðrum, það eru jú þeir sem lagt hafa til uppbyggingar fyrirtækisins. 

Önnur leið sem væri þess virði að athuga væri að REI stofnaði hlutafélög um mismunandi framkvæmdir, s.s. að sérstakt hlutafélag væri stofnað fyrir framkvæmdir í Djíbjúti, annað fyrir Jemen og svo koll af kolli.  Íslenskum fjárfestar gætu komið að félögunum sem og að reynt yrði að fá heimamenn á hverjum stað ásamt alþjóðlegum fjárfestum til þátttöku.

Þriðja leiðin væri svo að breyta REI í ráðgjafar og rannsóknarfyrirætki, sem eingöngu tæki að sér verkefni gegn greiðslu, en stæði ekki í neinum fjárfestingum.

En það verður að búa til "vegvísi" fyrir fyrirtækið, en ekki spila áfram eftir eyranu.  Kjósendur (og viðskiptavinir Orkuveitunnar) eiga heimtingu á því að vita hvert stjórnmálamenn stefna með fyrirtækið.

 


mbl.is Skoða aðkomu fjárfesta og halda áfram verkefnum REI
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Komið til Kanada

Ég er ekki einn af þeim sem gagnrýni þessa heimsókn Geirs, ég tel þvert á móti að Íslendingar eigi að leggja sig eftir því að eiga meira samstarf og viðskipti við Kanada.

Það er margt sem mælir með því.  Þó að Kanada sé gríðarstórt, er þjóðin ekki svo stór, ekki nema 100 sinnum fjölmennari en Ísland.

Kanada er gnægtabúr, kornmeti, landbúnaðarafurðir, málmar, demantar, olía og gas.  Allt er að finna í ríkum mæli hér í Kanada.  Kanada er ríkt land og fjármálakerfið hér nokkuð stabílt, þó að vissulega hafi það orðið fyrir nokkrum skakkaföllum nú undanfarna mánuði eins og er svo víða.

Ríkin liggja sitt hvoru megin Atlantshafsins, ef svo má segja, en eiga að auki samtvinnaða sögu sem er mörgum kunn og Íslendingar í góðum metum hér, þó svo að svo hafi ekki allt af verið.

Nú í maí hefst beint flug á milli Toronto og Íslands og hafið er beint flug milli Íslands og Halifax á ný.  Það ætti að opna ýmsa nýja möguleika í samskiptum landanna.

Það er auðvitað rétt að taka það fram að hér er ég ekki hlutlaus, tilheyri báðum ríkjunum og börnin mín ríkisborgarar þeirra beggja.


mbl.is Geir hittir forsætisráðherra Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hinn daglegi vígvöllur

Þessi frétt sem ég var að enda við að lesa á Vísi, vakti mér örlitinn hroll.  Hér er fjallað um agavandamál í Íslenskum grunnskólum og hvernig daglegt starfsumhverfi kennara geti orðið þegar verst lætur.

En auðvitað eru það ekki eingöngu kennarar sem eru fórnarlömb slíks ástands.  Þeir sem mest líða fyrir ástandið eru börnin, börnin sem vilja læra, en njóta ekki skólans vegna slæmrar og ólíðandi hegðunar einstakra samnemenda sinna og því úrræðaleysi sem skólayfirvöld þurfa að búa við.

Eða eins og segir í fréttinni:

Atli segir sökina liggja að miklu leyti í þeirri menntastefnu sem nú er við lýði. Grunnskólinn ráði ekki við það hlutverk að annast uppeldi barna og menntakerfið virðist því ætla enda eins og önnur opinber kerfi. Þau lofa að gera allt fyrir alla, en krepera á sjálfum sér og gera á endanum ekki neitt fyrir neinn.

Atli segir að skólastjórnendur verði að fá ótvíræðar heimildir til að beita ráðum sem duga gegn slæmri hegðun. Meðal þess sem Atli leggur til er að: Sekta foreldra ef börn skrópa í grunnskóla, að útskrifa ekki börn eftir 10 ár heldur þegar markmið skólagöngunnar hafa náðst og þeir sem ekki kunna að haga sér fái sérstaka kennslu í hegðun sem bætist við venjulegan skóladag.

En hvað er til ráða?  Þau ráð sem nefnd eru í fréttinni geta ábyggilega komið að notum, en einhvern tíma heyrði ég þá tillögu að best væri að stækka bekkina, og hafa 2. kennara í hverri kennslustund, nemendur á kennara yrðu svipuð tala, en kennararnir myndu njóta gríðarlegs stuðnings hver af öðrum.

En þetta er vandamál sem þarfnast úrlausnar, og það fyrr en síðar.


Leikskólatískusýning

IMG 2866Það var mikið um dýrðir í Eistneska leikskólanum sIMG 2844íðastliðinn laugardag.  Þá var tískusýning, þar sem börnin sýndu, grímubúninga, þjóðbúninga og svo "ballroom dancing klæðnað" eða þannig.

Foringinn tók að sjálfsögðu þátt og þó að Jóhanna Sigrún Sóley tók líka þátt þó að hún fari ekki í leikskólann venjulega.

Blessuð börnin stóðu sig með mestu prýði og þó að sum þeirra hafi verið með hálfgerða skeifu, þá var engan óttasvip að sjá á hvorki Foringjanum eða Jóhönnu.  Þau gengu "catwalkið" rétt eins og þau hefðu aldrei gert neitt annað.

Bæði höfðu þau gaman af, og fannst þetta IMG 2848skemmtilegt.

IMG 2854

IMG 2911


Húsnæðismarkaðir við frostmarkið, og það heldur sunnar en á Íslandi

Rakst á þessa frétt á Vísi. Hljómar kunnuglega ekki satt?  Og ekki einu sinni við Íslenska seðlabankann að sakast.

Í fréttinni segir m.a.

Breskir bankar, ekki síður en íslenskir, eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna sig. Torsótt er fyrir vikið að fá húsnæðislán í Bretlandi. Gordon Brown, forsætisráðherra, hefur boðað stjórnendur stærstu bankanna á neyðarfund eftir helgi.

Helsta dagskrármálið á fundinum verður versnandi ástand á fasteignamarkaði í Bretlandi. Hús seljast ekki. Erfitt er að fá lán. Þeir sem ætla að kaupa fyrstu fasteign halda að sér höndum - bíða eftir að verðið lækki enn meira.

Á Írlandi segja fréttir að húsnæðisverð hafi lækkað um 9 - 10 prósent á síðustu 12 mánuðum.  Hafa verið að lækka þetta um ca. 0.8% á mánuði það sem af er þessu ári, sem er þó aðeins betra en fyrir áramótin.

Spánverjar óttast samdrátt og langa kreppu, að stórum hluta til vegna hruns fasteignaverðs og byggingariðnaðarins.  Á vef Telegraph mátti lesa frétt þess efnis nýlega.  Þar má lesa m.a.:

Mikel Echavarren, director of the property consultancy Irea, said Spain's housing market was far weaker than the official statitics suggest, warning that prices could fall 20pc to 25pc.

"All kinds of ploys have been used to disguise the true extent of the price falls, which we think are 5pc to 7pc already. Buyers have totally abandoned the market. We've had a wave of negative sales as people pull out of commitments already made," he said.

The root cause of the crisis is in a sense Europe's monetary union. The euro effect halved Spain's interest rates almost overnight. Rates then fell below Spain's inflation rate for several years, fuelling an explosive credit boom. The country's current account deficit has reached 10pc of GDP, the highest of any major economy.

The process has now kicked into reverse. Mortgage rates - priced off three-month Euribor - have nearly doubled since late 2005.

David Owen, Europe economists at Drsedner Kleinwort, said Spain was waking up to the reality that there will be no quick-fix. "They are no longer arguing about whether there will be a recessoin, but about how deep it will be," he said.

"Spain is no longer able to set monteary policy for its own needs. It could face zero-growth for five years," he said.

Það virðist vera nokkuð víst, þó ekki sé það líklega algilt frekar en nokkuð annað, að lágir vextir, hærra lánshlutfall, og lengri lánstími á fasteignalánum, kemur lántakendum ekki til góða.  Reglan virðist vera sú að slíkar breytingar (hvort sem þær eru framkallaðar af hinu opinbera eða einkaaðilum) koma þegar til lengri tíma er litið eingöngu seljendum til góða.  Allar slíkar breytingar virðast aðeins hækka fasteignaverð, þangað til eitthvað lætur undan.


Stærstu mistökin?

Dagblaðið National Post birti skemmtilegan og áhugaverðan greinarflokk nú nýverið.  Þar fjölluðu dálkahöfundar blaðsins um það sem þeir töldu vera stærstu mistökin sem gerð hafa verið í pólítískri sögu Kanada.  Eins og nærri má geta eru þeir ekki sammála, en þó má sjá nokkrar "línur" í skrifum þeirra.

En það er gaman að velta því fyrir sér hvað væri skrifað um ef svipaður greinaflokkur yrði skrifaður á Íslandi.  Hvað væri skrifað um?

Það sem mér dettur í hug (án þess að það væri það sem ég myndi velja) væri:  Kvótakerfið, landsbyggðarstefnan (líklega í "báðar áttir", þ.e. bæði og lítið og mikið að gert), landbúnaðarstefnan, sambandsslitin, að ganga ekki í Evrópusambandið, Nýsköpunarstjórnin, skuttogara- og frystihúsavæðingin á 8. áratugnum, "útrásin", einkavæðingin, Kárahnjúkavirkjun, álverið í Straumsvík, inngangan í NATO, varnarliðið á Keflavíkurflugvelli, sífelld stækkun ríkisins og hvað? 

Hverju myndir þú vilja bæta við?  Hvað myndir þú vilja skrifa um?

Hér má sjá George Jonas skrifa um aðskilnaðarstefnuna, Bandaríkjahatur og "hlutleysi",  

"Separatism is Canada's malaria. At present it's in remission, but could recur at any time. Succumbing to it would be a big mistake. At various points in the last 40 years, it looked as if we might stumble into it. Or -- just as bad -- our mistake was going to be a union maintained at too great a price.

In the 1970s, Canadians seemed ready to pay for unity by government repression and lawlessness, exemplified by tanks in the streets of Montreal and barn-burning Mounties. Call it the Trudeau Fallacy. (Pierre Trudeau said if it bothered people that the Mounties burned Péquiste barns illegally, perhaps he'd make it legal for the Mounties to burn barns.) Then, in the
years that followed, we courted the flip side of the Trudeau-fallacy by offering needless or ill-conceived concessions for unity, such as Meech Lake (1987) and Charlottetown (1992). Call it the Mulroney Fallacy. Canada narrowly avoided both.

--  Canada's other chronic malady is a temptation to saw off the continental limb on which it's sitting. We often flirt with giving in to anti-Americanism, but have luckily always pulled back (so far, anyway) in the last second. After the New Left faded following the turbulent 1960s, the kind of mindless anti-Americanism that would support the bubonic plague if
the Yanks opposed it, subsided with it. If it were to flare up again, it could be Canada¹s biggest mistake."

hér Lorne Gunter um fjárlagahallann sem lengi tíðkaðist,

"Throughout the late ’60s and early ’70s, university economics professors, politicians and policy-makers were seized by two complementary ideas: There was no limit to the problems governments could solve given enough money to spend on social programs, and there was no reason government shouldn’t borrow all the money it needed.

The dominant fiscal theory was that so long as governments paid the annual interest on any money they owed, inflation would whittle the principal down to meaninglessness. All their social-program dreams would cost them was the debt-servicing costs, which would take up a smaller percentage of annual budgets than paying the full cost for the programs up front. After 10 or 20 years, the principal would have been reduced by inflation to a fraction of its original face value. Paying it back would then involve a mere hiccup on the government’s ledgers.

That might have worked if the borrowing had gone on for only a year or two. But after the 1974 edition, Canada went another 21 years without a balanced budget."

hér skrifar Barbara Kay um fjölmenningarsamfélagið,

"In a speech delivered during the 2006 Liberal leadership campaign, Michael Ignatieff cheerfully remarked: “The great achievement of Canada, and I think we’re already there, is that in Canada you’re free to choose your belonging.”

Mr. Ignatieff continues to astonish me in so many ways. In this instance, I ask myself: How can a man live in a foreign country for — how many was it? Thirty years? — then cast a gimlet eye over the political lay of the land, and in just three little words cut to the very marrow of Canada’s greatest mistake: “Choose your belonging!”

Mr. Ignatieff is not like you and me. Mr. Ignatieff is an intellectual. He believes that the narrow confines of a single national loyalty would cramp his own beautiful mind and, philosophical Lord Bountiful that he is, he shares his hermeneutical largesse with all Canadians.

I must reluctantly concede that he has hit upon a fitting revisionist motto, though, for nowadays “From sea to shining sea” isn’t a patch for succinctness and veracity on “Choose Your Belonging.”"

Yoni Goldstein skrifar um háskólamenntun fyrir almannafé

"Now, a lot of you are ready to pounce on me right about now because you think I just implied that some Canadians are too dumb to handle higher learning. That’s a fair assessment — I do think that some of us are quite simply smarter than others. But I’m also arguing that four years at university might be less than optimally valuable for many of us. That, I think, is the obvious impression you get if you spend any time on the campus of a Canadian university.

Yet most Canadians refuse to accept this possibility because our system of publicly funding universities and colleges has ingrained in us the message that going to college is a right, not a privilege and responsibility. So we pretty much all go. And why not? It’s cheap (yes, even at $5,000 a year), it’s fun and there are virtually no expectations placed on you — just do what you please, study (or don’t) what you want and we’ll see you in four years. Maybe you’ll have gained a skill, maybe not, but either way at least you’ll have “experienced” university. "

Jeet Heer og Dimitry Anastakis skrifa um Meech Lake samkomulagið,

"The Meech Lake deal, made between Mulroney and provincial and territorial leaders in 1987, promised to end Quebec’s alleged exile from Canadian constitutional politics. In exchange for Quebec’s recognition as a distinct society and a few other reforms, La Belle Province was set to sign on to the constitution. It all ended in disaster in 1990 when the accord failed to get the necessary unanimous support of the provinces.

Indeed, so grand was Mulroney’s Meech Lake fiasco that it can actually provide the definition of what constitutes a truly great Canadian policy failure.

Such an immense policy disaster should fulfill three criteria. First, a policy has to be poorly conceptualized and executed. Second, to be truly horrible, a policy should fail in a visible and public manner, so as to discredit the political process itself. Finally, and most importantly, a truly devastating policy failure has to have long-term consequences. "

það gerir einnig L. Ian MacDonald,

"And over what? Trudeau’s relentless opposition to Meech, from its adoption in 1987 to its death in 1990, was based mainly on the recognition of Quebec as a “distinct society” for purposes of interpreting Canada’s Constitution (including his Charter). Because Trudeau was the father of the Charter, and an orthodox federalist who had always fought any suggestion of special status for his home province of Quebec, his campaign against Meech had unique resonance in English-speaking Canada. As Bob Rae later observed, Trudeau legitimized opposition to Meech.

Trudeau’s famous newspaper article of May 1987, dripping with scorn for Brian Mulroney and the provincial premiers (“snivellers” who should be “sent packing”) was a return to his intellectual origins as a pamphleteer at Cité Libre magazine (where he once dismissed Lester Pearson as “the defrocked prince of peace”). Previously, Mulroney had discussed the April 30, 1987, agreement in principle with Trudeau, and sent two senior officials, including Trudeau’s own former speechwriter, Andre Burelle, to Montreal to brief him. "

Colby Cosh telur að stærstu mistökin hafi verið að taka Nýfundnaland inn í Kanada,

 "Whose interests were served by the merger of Canada and Newfoundland? The smaller (but senior) partner is still debating the question.

Newfoundlanders often ponder that alternate world in which they drove the “Canadian wolf” from the door. The bitter truth is that those who came closest to being right about joining Confederation in the referendum fight of 1948 turned out to be the most extreme, most paranoid of the anti-federates. They said that Confederation would lead to an exodus of Newfoundland’s young and most talented. They said that Ottawa would run the cod fishery short-sightedly and perhaps destroy it. They said, long before Churchill Falls, that joining Confederation would leave Newfoundland at the mercy of French-Canadian interests. Can history offer any retort?

The pro-Confederation forces, for their part, promised that a “yes” to Canada would bring a wave of social programs and debt relief — and that prediction, too, was borne out. Union led to immediate improvements in Newfoundland’s infrastructure and in the social indicators, like tuberculosis, that played such a role in shaming the province into voting the way it did. "

Robert Fulford skrifar um andstöðu og hálfgert hatur á fyrirtækjum.

"For generations, Canadians have regarded free enterprise as a necessary evil at best. In private, we may regard it as a positive good, but just about no one outside the business world takes that position in public. This seems to me a fundamental mistake. It distorts the operation of governments, the use of tax powers, the treatment of disadvantaged regions and much more.

Capitalism creates most of our jobs and we would all be desperately poor without the entrepreneurs who keep the economy alive and the financiers who invest in our corporations. But that's no reason, as Canadians see it, to look upon business with anything but suspicion.

Of course, only a few Canadians will declare themselves anti-business, and an even smaller minority will argue for replacing free enterprise with a command economy directed by bureaucrats and politicians. But we tolerate business rather than admiring it.

We do not rejoice in the successes of the business class. We applaud them not for what they do best, building the corporations that make us relatively rich, but for what we see as commendable activities, the donation of money
to hospitals, universities and other good causes.

We believe passionately that we must control business and we act as if business will flourish no matter how much we burden it with regulations -- or how much we tax it. In the Canadian view, business exists to be taxed. We
assume it is a cow we can milk forever. Business will always be there, will always succeed and therefore will always be available to provide us with jobs and money for whatever social purposes we decide."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband