Heimshornapizza

Þó að börnin hér á Bjórá séu ekki gömul, aðeins 1og hálfs og fjögurra ára, þá vita þau vel hvað pizza er.  Foringinn er sérstaklega umhugað um að slíkur matur sé á boðstólum hér með ekki of löngu millibili.

Þegar pizza er á boðstólum merkir það aðeins eitt.  Pabbi býr til pizzu.  Svo var það í gærkveldi og vakti pizzan mikla lukku.

Deigið var keypt hér í verslun, flatt út eftir kúnstarinnar reglum og síðan sett á  heimatílbúin sósa, sem að grunninum til er úr Kanadískum tómötum.  Síðan var bætt við Spænskri skinku, ferskum ananas frá Costa Rica, banana frá einhverju Suður-Ameríkulandi sem ég man ekki hvert var, Kanadískum (eða öllu heldur Quebeskum) og Dönskum osti, kalkúnapepperóni frá Kanada (Bresku Kolumbíu) örlittlu af Kanadískum lauk og svo stráð yfir pínu littlu af svörtum pipar frá Malabar á Indlandi.

Með þessu drakk Foringinn Kanadískt vatn en heimasætan bergði á geitamjólk frá Quebec.  Faðirinn jók á stemmninguna með því að láta það eftir sér að opna eina Ítalska rauðvínsflösku.

Eins og ég segi stundum, er það ekki stórkostlegt að allur þessi matur skuli koma saman, akkúrat hér svo að ég geti notið hans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband