Húsnæðismarkaðir við frostmarkið, og það heldur sunnar en á Íslandi

Rakst á þessa frétt á Vísi. Hljómar kunnuglega ekki satt?  Og ekki einu sinni við Íslenska seðlabankann að sakast.

Í fréttinni segir m.a.

Breskir bankar, ekki síður en íslenskir, eiga í erfiðleikum með að endurfjármagna sig. Torsótt er fyrir vikið að fá húsnæðislán í Bretlandi. Gordon Brown, forsætisráðherra, hefur boðað stjórnendur stærstu bankanna á neyðarfund eftir helgi.

Helsta dagskrármálið á fundinum verður versnandi ástand á fasteignamarkaði í Bretlandi. Hús seljast ekki. Erfitt er að fá lán. Þeir sem ætla að kaupa fyrstu fasteign halda að sér höndum - bíða eftir að verðið lækki enn meira.

Á Írlandi segja fréttir að húsnæðisverð hafi lækkað um 9 - 10 prósent á síðustu 12 mánuðum.  Hafa verið að lækka þetta um ca. 0.8% á mánuði það sem af er þessu ári, sem er þó aðeins betra en fyrir áramótin.

Spánverjar óttast samdrátt og langa kreppu, að stórum hluta til vegna hruns fasteignaverðs og byggingariðnaðarins.  Á vef Telegraph mátti lesa frétt þess efnis nýlega.  Þar má lesa m.a.:

Mikel Echavarren, director of the property consultancy Irea, said Spain's housing market was far weaker than the official statitics suggest, warning that prices could fall 20pc to 25pc.

"All kinds of ploys have been used to disguise the true extent of the price falls, which we think are 5pc to 7pc already. Buyers have totally abandoned the market. We've had a wave of negative sales as people pull out of commitments already made," he said.

The root cause of the crisis is in a sense Europe's monetary union. The euro effect halved Spain's interest rates almost overnight. Rates then fell below Spain's inflation rate for several years, fuelling an explosive credit boom. The country's current account deficit has reached 10pc of GDP, the highest of any major economy.

The process has now kicked into reverse. Mortgage rates - priced off three-month Euribor - have nearly doubled since late 2005.

David Owen, Europe economists at Drsedner Kleinwort, said Spain was waking up to the reality that there will be no quick-fix. "They are no longer arguing about whether there will be a recessoin, but about how deep it will be," he said.

"Spain is no longer able to set monteary policy for its own needs. It could face zero-growth for five years," he said.

Það virðist vera nokkuð víst, þó ekki sé það líklega algilt frekar en nokkuð annað, að lágir vextir, hærra lánshlutfall, og lengri lánstími á fasteignalánum, kemur lántakendum ekki til góða.  Reglan virðist vera sú að slíkar breytingar (hvort sem þær eru framkallaðar af hinu opinbera eða einkaaðilum) koma þegar til lengri tíma er litið eingöngu seljendum til góða.  Allar slíkar breytingar virðast aðeins hækka fasteignaverð, þangað til eitthvað lætur undan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þess vegna er einmitt spá Seðlabankans um 30 % lækkun á fasteignaverði hér mjög raunhæf.

Stefán (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband