Graf(ið) yfir húsnæðisverð

House pricesUmræða um húsnæðisverð hefur verið mikil undanfarin ár og misseri, bæði á Íslandi sem víða annars staðar.

Húsnæðisverð hefur enda hækkað gríðarlega víða um heiminn og ekki síst á Íslandi.

Oft hefur mátt heyra að þetta geti ekki gengið svona lengi, og að það hljóti að koma að þvi að verðþróunin fari að snúast við.

Síðan þegar spár koma fram sem gera akkúrat ráð fyrir lækkun, og jafnvel þó nokkurri, verður uppi fótur og fit.  Ég gat ekki betur heyrt en að sumir teldu að hið opinbera ætti að gera sitt til að viðhalda allt of háu fasteignaverði.

Hér til hliðar má sjá graf sem ég fékk að "láni" hjá tímaritinu Economist.  Það sýnir hve "ofmetið" húsnæði er í hinum ýmsu löndum. Með grafinu var eftirfarandi texti:

WHERE are house prices most overvalued? As the rest of the world watches the bursting of America's housing bubble, that question should be at the top of everyone's mind. The answer is not comforting: many countries have had far hotter housing markets than America and are also suffering from tightening lending conditions thanks to the credit crisis.

In the latest World Economic Outlook, Roberto Cardarelli of the IMF calculates the share of the increase in real house prices between 1997 and 2007 that cannot be accounted for by fundamental factors such as lower interest rates and rising incomes. This “house-price gap” is greatest for Ireland, the Netherlands and Britain, where prices are about 30% higher than can be justified by fundamentals. France, Australia and Spain have house-price gaps of around 20%. In America, where prices were already falling in 2007, the gap is just over 10%.

Hvar skyldi mega setja Íslenskt húsnæðisverð í þessu samhengi?

Ég vil sömuleiðis vekja athygli á frétt úr Viðskiptablaðinu um Danskan fasteignamarkað. Þar segir m.a. :

Dam sagði jafnframt að hann sæi sameiginleg einkenni undirmálslánakrísunnar í Bandaríkjunum og vandræðum á dönskum húsnæðismarkaði.

Húsnæðisverð hefur lækkað um 10% í Danmörku á undanförnum mánuðum, og 14% í Kaupmannahöfn einni og sér.

Auðvitað vill enginn sjá eignir sínar rýrna.  Ef til vill er það erfiðara fyrir Íslendinga en marga aðra, enda höfum við lengi verið hrifnir af því að fjárfesta í "steinsteypu".

Nú eru margir að spá verulegri verðlækkun í Bretlandi, verðið hefur verið að lækka í þó nokkurn tíma á Írlandi og á Spáni (sjá blog hér.)

Það er líklega aðeins spurning hvað fasteignir eiga eftir að lækka mikið á Íslandi, ekki hvort að um lækkun verði að ræða. 

Er eitthvað rangt við að spár þess efnis komi fram?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Hjartanlega sammála. Það er búið að fjargviðrast út af háu fasteignaverði hér og allir sammála, nema fasteiganasalar, að verðið hlyti að lækka. Íslendingar í námi erlendis gátu ekki komið heim að loknu námi vegna þess að enginn hafði efni á að kaupa íbúð. Svo þegar það gerist, sem allir vissu að myndi gerast, verður allt vittlaust yfir að verðið lækki.

Dæmigert fyrir landann.

Landfari, 19.4.2008 kl. 01:04

2 Smámynd: Jakob Jörunds Jónsson

Íbúðaverð er búið að hækka um 100% síðan árið 2001. Allir vita að fasteignasalar og byggingaverktakar hafa gert allt til að viðhalda þessari hækkun, en nú geta þeir það ekki lengur. Hrunið er byrjað og ég er hræddur um að mikið af ungu fólki sem hefur látið pranga inná sig eignum, og tekið 18 milljóna lán, sé nú að fara missa allt sitt. Í USA gerðist það, að þegar fólk sá að það skuldaði meira í fasteign en að hún var verðmetin á, þá yfirgaf fólk híbýli sín og setti bara spjald á útidyrahurðina sem á stóð ''yfirgefið''. Spursmál hvort það sama eigi eftir að gerast hér?

Jakob Jörunds Jónsson, 19.4.2008 kl. 01:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband