Komið til Kanada

Ég er ekki einn af þeim sem gagnrýni þessa heimsókn Geirs, ég tel þvert á móti að Íslendingar eigi að leggja sig eftir því að eiga meira samstarf og viðskipti við Kanada.

Það er margt sem mælir með því.  Þó að Kanada sé gríðarstórt, er þjóðin ekki svo stór, ekki nema 100 sinnum fjölmennari en Ísland.

Kanada er gnægtabúr, kornmeti, landbúnaðarafurðir, málmar, demantar, olía og gas.  Allt er að finna í ríkum mæli hér í Kanada.  Kanada er ríkt land og fjármálakerfið hér nokkuð stabílt, þó að vissulega hafi það orðið fyrir nokkrum skakkaföllum nú undanfarna mánuði eins og er svo víða.

Ríkin liggja sitt hvoru megin Atlantshafsins, ef svo má segja, en eiga að auki samtvinnaða sögu sem er mörgum kunn og Íslendingar í góðum metum hér, þó svo að svo hafi ekki allt af verið.

Nú í maí hefst beint flug á milli Toronto og Íslands og hafið er beint flug milli Íslands og Halifax á ný.  Það ætti að opna ýmsa nýja möguleika í samskiptum landanna.

Það er auðvitað rétt að taka það fram að hér er ég ekki hlutlaus, tilheyri báðum ríkjunum og börnin mín ríkisborgarar þeirra beggja.


mbl.is Geir hittir forsætisráðherra Kanada
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband