Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Við hvaða Jón Þór er verið að tala?

Ég hnaut um þessa frétt á vef RUV, núna rétt um miðnættið.  

Evruvæðing atvinnulífs

Við værum í enn verri stöðu en við erum í dag - ef við myndum taka upp evru í viðskiptalífinu og hætta að nota krónuna. Þetta segir Jón Þór Sturluson, hagfræðingur við Háskólann í Reykjavík. Samtök atvinnulífisins hyggst skoða þann möguleika að atvinnulífið taki einhliða upp evru.

Jón Þór segir að það sé einn lakasti kosturinn í gjaldeyrismálum þjóðarinnar. Seðlabankinn yrði af tekjum vegna útgáfu myntar og hætt sé við því að þær krónur sem eru í umferð verði verðlausar. Alvarlegast er þó að viðskiptabankarnir myndu þá ekki lengur hafa aðgang að lausafé hjá Seðlabanka.

Flestir þeir sem hafi skoðað gjaldeyrismálin séu sammála um að tveir möguleikar séu í stöðunni - óbreytt ástand eða að ganga í myntbandalag Evrópu, segir Jón Þór.

Ekki það að ég hef ekkert út á fréttina að setja, og er nokkuð sammála henni, en mér þykir merkilegt að hér er talað við Jón Þór Sturluson hagfræðing Háskólans í Reykjavík.

Það er hins vegar ekki talað við Jón Þór Sturluson aðstoðarmann viðskiptaráðherra, né heldur Jón Þór Sturluson, höfund bókarinnar "Hvað með evruna".

Nei, nú virðist fréttastofa ríkisútvarpsins þurfa á áliti "hlutlauss" háskólamanns að halda og þá er haft samband við Jón Þór Sturluson, hagfræðing hjá Háskólunum í Reykjavík.

Ísland er sannarlega lítið land, og "alnafnarnir" víða.


Ríkiskirkjan, jarðir og helvítisvist

Rakst á tvær athygliverðar greinar á Vísi.  Þar er fjallað um fjármál Ríkiskirkjunnar Íslensku og hvernig fjárhagsleg tengsl Ríkiskirkjunar og ríkisins séu.

Þessi tengsl hafa undanfarin misseri vakið upp ýmsar spurningar, og gætt hefur vaxandi óánægju með fyrirkomulag innheimtu, sóknargjalda, sérstaklega þeirra gjalda sem innheimt eru hjá þeim sem ekki tilheyrar trúfélögum, og eru því látnir greiða til Háskóla Íslands, sem sé aukaskattur lagður á trúleysingja sem rennur til menntunar.

Önnur greinin fjallaði stuttlega um fjármál Ríkiskirkjunar, en hin síðari meira um hvernig jarðir komust í eign kirkjunnar.

Mér þykir áhugavert að skoða þessi mál.  Það vakti athygli mína að það er talað um að jarðir hafi verið í eigu kirkjunnar frá því að 13. öld.  Ég hélt (án þess að hafa nokkuð sértakt fyrir mér um það mál) að allar eignir hinnar kaþólsku kirkju hefður runnið til ríkisins (kóngsins) hvar vetna sem hinn nýji síður hefði verið tekinn upp, hef alltaf skilið það þannig að það hefði verið sterkasti hvatinn til þess að þjóðhöfðingar aðhylltust mótmælendatrúnna.  En ef marka má þetta, hefur það ekki verið raunin á Íslandi.

En það skín líka í gegn um fréttina (og margt annað sem ég hef lesið) að algengt er að kirkjan virðist eignast landareignir í skjóli þess að vera því sem næst bæði veraldlegt og andlegt vald yfir Íslendingum.

Nokkuð virðist einnig vera um það, eins og eðlilegt má teljast, að kirkjan eignist jarðir með innantómum loforðum og hótunum, þ.e.a.s. loforðum um himnaríki og hótunum um helvítisvist.

Merkilegt að hugleiða það samhliða því að velta því fyrir sér að einstaklingar hafi verið dæmdir til fjársekta og refsinga fyrir að blekkja fólk á andlega sviðinu, sbr. miðla sem hafa starfað á Íslandi.

En það er ágætt að velta þessum hlutum fyrir sér, og þörf á mun dýpri úttekt eng gerð er á Vísi

En hér má lesa hluta af því sem fram kemur í greinunum.

 

"Við lítum ekki svo á að þetta sé framlag frá ríkinu heldur fyrst og fremst innheimtuþjónusta sem er kirkjunni vissulega mjög þýðingarmikil," segir Guðmundur Þór Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kirkjuráðs, um þau sóknargjöld sem renna til þjóðkirkjunnar.

Árlegar tekjur kirkjunnar nema um 4,2 milljörðum króna. Samkvæmt fjárlögum þessa árs rennur af því ríflega einn og hálfur milljarður króna til almenns rekstrar þjóðkirkjunnar.

Einnig fer af því vel á áttunda hundrað milljóna króna til ýmissa sjóða kirkjunnar. Auk þess eru rétt tæpir tveir milljarðar króna í formi sóknargjalda þjóðkirkjunnar.

Skilningur kirkjunnar manna á þessum fjárframlögum úr ríkissjóði er tvíþættur. Annars vegar eru það sóknargjöldin; þau gjöld sem fólk greiðir fyrir að vera í þjóðkirkjunni; um 860 krónur mánaðarlega á hvert mannsbarn sem er eldra en sextán ára og er skráð í þjóðkirkjuna. „Það er mjög þýðingarmikið að njóta þessarar innheimtuþjónustu hjá ríkinu," segir Guðmundur, sem bendir á að sama eigi við um öll önnur skráð trúfélög í landinu. Þau njóti sams konar innheimtuþjónustu hjá ríkinu. Heildarupphæð sóknargjalda þeirra nemur 234 milljónum króna.
Féð sem fer til almenns rekstrar og það sem rennur í sjóðina er byggt á samkomulagi um jarðir þjóðkirkjunnar."

"„Við lítum ekki á þetta sem neitt einhliða góðgerðastarf af hálfu ríkisins," segir Guðmundur Þór, „og ekki sanngjarnt að líta á það þannig. Við lítum á greiðslu ríkisins til þjóðkirkjunnar á fjárlögum sem endurgjald fyrir kirkjujarðir sem voru afhentar á móti og þjónustu sem kirkjan veitir um allt land. Þetta eru sex til sjö hundruð jarðir, mismunandi verðmætar, en sumar þeirra eru ákaflega verðmætar."

„Menn reiknuðu þetta ekkert í smáatriðum, heldur var gert samkomulag sem endaði í þessu," segir Guðmundur Þór.
Gengið var endanlega frá samkomulaginu árið 2006.

Í því felst að ríkið tekur yfir megnið af jörðum kirkjunnar, sem hún eignaðist í aldanna rás, og greiðir á móti laun um 140 presta og prófasta vítt og breitt um land, auk þess að greiða laun starfsfólks Biskupsstofu. Þar starfa um tuttugu manns. Auk þess er greiðsla ríkisins til sjóða kirkjunnar byggð á þessu samkomulagi."

Síðari greinin er hér óstytt.

"„Það eru mismunandi ástæður fyrir því að jarðir komust í eigu kirkjunnar og líka mismunandi eftir tímabilum," segir Hjalti Hugason, prófessor í guðfræði við Háskóla Íslands.

Hann bendir á að stærstu eignir kirkjunnar, biskupsstólarnir og fleiri sögufrægar jarðir, hafi komist í eigu kirkjunnar þegar á 12. öld eða jafnvel fyrr. „Eignir hafa líka verið gefnar einstökum kirkjum," segir Hjalti en bendir á að vafi gæti leikið á hver ætti í raun kirkjurnar, guð eða tilteknir verndardýrlingar sem þeim voru tileinkaðar í kaþólskum sið.

„Þá eru dæmi um að höfðingi hafi gefið kirkjunni höfuðból sitt en farið sjálfur með ráðstöfun eignanna. Þannig má segja að menn hafi komist undan því að greiða tíundina, en kannski var tilgangurinn líka að efla kirkjuna eða jafnvel koma í veg fyrir að eignir skiptust til mismunandi erfingja, enda þótt jörð hafi verið á forræði sömu fjölskyldunnar í marga ættliði." Hjalti segir að einnig séu dæmi um að eignir hafi verið færðar kirkjunni í þakkarskyni fyrir bænheyrslu. Þá sé algengt að fólk hafi viljað minnast kirkjunnar í erfðaskrám. „Þá hafði kirkjan dómsvald hér áður fyrr og dæmi eru um að henni hafi verið dæmdar jarðir."

Þjóðkirkjan vísar til þess á heimasíðu sinni í starfsreglum um kirkjur og safnaðarheimili, frá árinu 2000, að verði ágreiningur um fornar eignir og réttindi kirkna skuli leggja ýmsar gamlar skrár til grundvallar dómsmálum. Þeirra á meðal eru máldagabækur frá 14. og 15. öld, auk síðari heimilda.
Þá ríkti töluvert annar skilningur á heiminum en nú tíðkast. Til dæmis hræddust menn guð og helvítisvist, eða óhjákvæmilega dvöl í hreinsunareldi, að lífinu loknu.

Í skrá um aflát og synda­aflausnir frá því um 1500 er meðal annars þessi kafli:

„Nær sem nokkur maður hefur iðran og viðurkomning fyrir sínar syndir og gengur til skripta með þeirri hugsan og fullkomnum vilja að falla eigi aftur í dauðlegar syndir sjálfviljandi heldur betra sitt umliðið líf, þá fær sá maður aflátið ef hann sækir þá staði sem aflátið er til gefið. Þó að hann skyldi pínast ævinlega í helvíti þá vill guð gefa sína náð til og snúa þeirri ævinlegri pínu í stundlega pínu hverja þeir fá sem rétt gjöra sín skriptamál. […], því svo mikið styttir hans pínu sem hann sækir aflátið til og eingin er sá lifandi að kunna að greina, undirstanda eða vita hvað dygð aflátið hefur eða hversu dýrt og gott er það er fyrr en eftir dauðann og hann kemur í hreinsunar­eldinn og hann fer þaðan. Þá reynir hann hvað aflátið dugir og hvað hann hefur aflað."

Fólk gaf enda stofnunum kirkjunnar eignir og gjafir sér til sáluhjálpar.
Dæmi er frá 1470 um að maður hafi gefið kirkju og klerkum ýmsar sínar eignir á banastund. „Svo og skipa ég að láta syngja sálumessu engelskum er slegnir voru í Grindavík af mínum mönnum."

En stundum vottuðu gjafirnar engir nema kirkjunnar þjónar:
Árið 1460 vottar prófastur að maður hafi á banabeði gefið kirkjunni í Vatnsfirði jarðirnar Hálshús, Voga, Miðhús og hálfa Eyri þar í sókninni.
1488 votta tveir prestar að karl nokkur afleiddi kirkjuna að hálfri jörð.
Árið 1499 votta tveir prestar að Árni nokkur hafi arfleitt kirkjuna að jörð. Svo segja prestar: „Heyrðum við áður nefndan Árna Guðmundsson ekki til leggja þar um fleiri orð eður leggja nokkra þvingan upp á kirkjuna í Holti fyrir áður greinda jörð."

Þá eru einnig dæmi um að fólk hafi greitt kirkjunni sektir.
Þá var Runólfur Höskuldsson árið 1471 dæmdur til að láta jarðirnar Skollatungu, Brattavöllu og Hornbrekku til kirkjunnar „fyrir allt það hórdæmi er hann hefur í fallið með Halldóru Þórðar­dóttur og Þórdísi Guðmundardóttur". Runólfur lét sér raunar ekki segjast við þetta og var síðar gripinn með þeirri fyrrnefndu þar sem hann lá „nakinn undir einum klæðum hjá henni í kirkjunni á Bakka".

Árið 1505 tók Stefán Skálholtsbiskup jörðina í Köldukinn í Marteinstungu kirkjusókn og Kolbeinsey í Þjórsá, af Helgu Guðnadóttur, vegna misfara látins bónda hennar.

Árið 1474 setur Jón Broddason, prestur og officialis generalis vikaríus á Hólum, Solveigu Þorleifsdóttur út af heilagri kirkju, meðal annars fyrir að halda mann sem var úrskurðaður í bann, auk óhlýðni og þrjósku við guð, heilaga kirkju og sig.

Fimm árum síðar greiðir Solveig biskupnum tíu tigi hundraða fyrir manninn í banninu. Sama ár votta tveir prestar að hún hafi á banastund gefið biskupnum jörðina Flatatungu í Skagafirði.

Svo eru önnur dæmi, eins og þetta: „Þá dæmum vér oftnefnda jörð Vallholt óbrigðilega eign heilagrar Hólakirkju." Svo dæmdi biskup sjálfum sér en hann og eigandi jarðarinnar höfðu átt í nokkrum viðskiptum.
Rétt er að taka fram að þótt Markaðurinn hafi grafið þessi dæmi upp í fornbréfasafni verður ekkert fullyrt um hvort kirkjan hafi á sínum tíma eignast þessar jarðir með óvönduðum aðferðum, á þessa eða liðinna tíma mælikvarða. Né heldur hvort jarðirnar sem nefndar eru í dæmunum séu hluti af höfuð­stól þjóðkirkjunnar nú."

 


Græna beltið

Eins og víða um heiminn hafa áhyggjur af skipulagsmálum nokkuð sett svip sinn á borgir og bæ hér í Kanada.  Borgir hér, s.s. Toronto hafa verið eins og ég hef stundum tekið til orða, líkt og Reykjavík á sterum.  Hér vill fólk búa í einbýlishúsum, gjarna með smá garðbletti, en þó hafa fjölbýlishús og síhækkandi blokkir sett æ meiri svip á borgina. 

Almenningssamgöngur eru líka algengt umræðuefni hér, 2. neðanjarðarlestarlínur eru hér og nokkur fjöldi sporvagna, sem og strætisvagna.

Eitt af þeim ráðum sem hefur verið beitt hér undanfarin ár til að hafa áhrif á skipulagið, er svokallað "grænt belti".  "Græn belti" eru svæði sem hafa verið "friðuð" í kringum borgir eða þéttbýli, rétt eins og Toronto, eða GTA (Great Toronto Area).  Þessum svæðum er ætlað að marka borgunum ákveðin svæði, þær geti ekki þanist út endalaust og auka landnýtingu innan "græna beltisins".

Það var ágætis grein um "græna beltið", fyrir nokkrum dögum í Globe and Mail.

En virkar "græna beltið"?

Ég myndi segja það.  Á þeim tíma sem ég hef búið hér hefur Toronto breytt um svip.  Háhýsum hefur fjölgað gríðarlega, bæði "downtown" og svo sömuleiðis á "subway línunum", ef svo má að orði komast, en áberandi er hve mörg háhýsi  eru byggð í nágrenni neðanjarðarlestastöðva.

En það eru alltaf einhverjir sem tapa.  Þeir sem tapa mestu í þessu tilfelli, eru líklega bændur, en möguleiki þeirra til að selja landareignir sínar háu verði, eru verulega skertar.  Það er enda rætt um það að bæta þeim það tjón, í það minnsta að einhverju marki, og getur það varla talist ósanngjarnt, ef halda á þessari stefnu til streytu.  Þessi ráðstöfun er í raun hálfgerð eignaupptaka, það er hún skerðir verulega frelsi bænda til að ráðstafa eignum sínum.

En hverjir hagnast á þessu fyrirkomulagi?

Í fyrsta lagi eru það almennir húseigendur, rétt eins og við hér að Bjórá.  Hús og landareignir haldast í háu verði, þar sem framboð á slíku er verulega takmarkað, í og við nágrenni borgarinnar.  Því hækkar verð á eignum inn í borginni, þar sem eini möguleikinn til að byggja nýtt hús, er að kaupa eldra og rífa.

Allar lóðir sem losna þegar verksmiðjur eða önnur slík starfsem flyst í burtu, er það dýrt að það fer undir háhýsi, eða í það minnst "raðhús", sem þó líta nokkuð öðruvísi út en á Íslandi.  Algengt er að þau seu 4ja hæða og örmjó, til að nýta lóðirnar.

En borgin hagnast líka.  Fleiri skattgreiðendur á sama svæði, landnýting eykst, almenningssamgöngur verða hagstæðari, þar sem massinn er meir og nýting eykst.  Þjónustuþörfin eykst vissulega líka, en ekki í samræmi við fólksfjöldann.

En mest þéttingin hefur orði á miðborgarsvæðinu, eitthvað sem enginn virðist mega heyra á minnst í Reykjavík.

En nokkrir punktar úr greininni:

"A study being released today says the zone of protected land around Toronto is not only one of the largest greenbelts in the world, but is also superior to ones in North America and Europe.

"Ontario's greenbelt is positioned to be the most successful and most useful greenbelt in the world," concluded the study, compiled by the Canadian Institute for Environmental Law and Policy, a Toronto-based think tank."

""My goal and my mantra that drives me is that we're going to be doing nothing but expanding the greenbelt," Municipal Affairs Minister Jim Watson said in an interview.

With that goal in mind, the government is embracing municipalities that are interested in having more land covered by the greenbelt, established in 2005 by the Ontario government. It intends to issue a directive by July detailing the steps necessary to have the province agree to expand protected areas.

Guelph and Oakville have said they're interested, and other municipalities have informally approached the government, although Mr. Watson was unwilling to identify them.

The greenbelt includes the world-renowned Niagara Escarpment, a ribbon of limestone cliffs that snakes across Southern Ontario from the Niagara Falls area to Tobermory on Georgian Bay, along with farmland and an expanse of bucolic rolling countryside north of Toronto known locally as the Oak Ridges Moraine, created by debris deposited by glaciers as they melted at the end of the last ice age.

Although urban sprawl and the loss of productive farmland are occurring almost everywhere in the world, greenbelts are a "relatively rare" tool for dealing with the problem, said Maureen Carter-Whitney, a researcher for the institute who conducted the study. It was commissioned by the Friends of the Greenbelt Foundation, a non-profit organization funded by the province that was established to promote agriculture in the greenbelt and safeguard its ecological features. Ms. Carter-Whitney's comparison gave high marks to Ontario's greenbelt because it has tough legislative protection, strong support from government, and covers a large area.

One concern with greenbelts is that they could promote even greater sprawl if development hops over the protected zone, creating longer commutes and wasting just as much farmland. Those who back greenbelts hope they encourage more efficient and intensive land use within current urban boundaries.

In Toronto's case, such leapfrogging is happening as development moves north to areas of Simcoe County around Barrie, but the trend has been observed frequently enough elsewhere to be viewed as a legitimate threat to this system of land conservation."

"Farmers are potential losers from greenbelts because developers won't pay top dollar for tracts that can't be converted to urban uses, yet they have to cover most of the costs of preserving land for society.

The study says farmers should be compensated "financially for implementing environmental stewardship activities that benefit everyone."

As well, governments need to encourage the consumption of food grown in the greenbelt through farmers markets and promoting crops that appeal to Canada's growing visible minority population."


Hvers vegna er matvælaverð að hækka?

Ég hef ritað aðeins um hækkandi matvælaverð, og ýmsar "heimsendaspár" sem fram hafa komið, sumar til að knýja á um auknar greiðslur til bænda á Íslandi.  Það er hins vegar alltaf fengur að góðum greinum um málefnið, og eina slíka mátti finna á vef Globe and Mail, í gær.

Það er óneitanlega nokkuð merkilegt að lesa að það sé reiknað með því að 15% ræktanlegs lands í ESB verði notað til eldsneytisfrmleiðslu árið 2020.  Það má ef til vill segja að það sé röng forgangsröðun, eða hvað.

Eins og þar kemur fram, eru margvíslegar ástæður fyrir hækkun matvælaverðs, en hvað þyngst vega þær sem eru af mannavöldum, og þá helst ásælni í matvæli til eldsneytisnotkunar.

"How did it come to this? Surging food prices, now at 30-year highs, are actually a relatively new phenomenon. In the mid-1970s, prices began to fall as the green revolution around the world made farms dramatically more productive, thanks to improvements in irrigation and the widespread use of fertilizers, mechanized farm equipment and genetically engineered crops. If there was a crisis, it was food surpluses — too much food chasing too few stomachs — and dropping produce prices had often disastrous effects on farm incomes.

By 2001, the surpluses began to shrink and prices reversed. In the past year or so, the price curve has gone nearly vertical. The UN's food index rose 45 per cent in the past nine months alone, but some prices have climbed even faster. Wheat went up 108 per cent in the past 12 months; corn rose 66 per cent. Rice, the food that feeds half the world, went "from a staple to a delicacy," says Standard Chartered Bank food commodities analyst Abah Ofon."

"Food prices in the first three months of 2008 reached their highest level in both nominal and real (inflation adjusted) terms in almost 30 years, the UN says. That's stoking double-digit inflation and prompting countries such as Egypt, Vietnam and India to eliminate or substantially reduce rice exports to keep a lid on prices and prevent rioting. But, by reducing global supply, this only increases prices for food-importing countries, many of them in West Africa.

Throughout history, the world has seen food shortages and famines triggered by drought, war, pestilence, crop failures and regional overpopulation. In the Chinese famine between 1958 and 1961, an estimated 30 million people died from malnutrition. In the late 1960s and early 1970s, severe food shortages hit India and parts of southeast Asia. Only the emergency shipment of hundreds of thousands of tonnes of grain from the U.S. prevented a humanitarian disaster. Drought, violent conflict, economic incompetence, misfortune and corruption created deadly famines in Ethiopia and Sudan in the first half of the 1980s.

In each case, the food shortages were alleviated through emergency aid or investment in farming and crop productivity. While no one so far is dying of hunger in this latest crisis, the UN and agriculture experts predict years of pain, at best, and severe shortages, possibly famine in the worst-hit countries. The reason: High prices are likely to persist for years.

Swelling population explains only part of the problem. The world's population, estimated at 6.6 billion, has doubled since 1965. But population growth rates are falling and, theoretically, there is enough food to feed everyone on the planet, said Peter Hazell, a British agriculture economist and a former World Bank principal economist.

Why millions may go hungry, he said, is because prices are so high, food is becoming unaffordable in some parts of the world.

The "rural poor" (to use the UN's term) in Burkina Faso, Niger, Somalia, Senegal, Cameroon and some other African countries exist on the equivalent of $1 a day or less. As much as 70 per cent of that meagre income goes to food purchases, compared with about 15 per cent in the U.S. and Canada. As prices, but not incomes, rise, the point may be reached where food portions shrink or meals are skipped. Malnutrition sets in.

The dramatic price rises have been driven by factors absent in previous food shortages.

They include turning food into fuel, climate change, high oil and natural gas prices (which boost trucking and fertilizer costs), greater consumption of meat and dairy products as incomes rise (which raises the demand for animal feedstuffs), and investment funds, whose billions of dollars of firepower can magnify price increases.

Driven by fears of global warming, biofuel has become big business in the U.S., Canada and the European Union. The incentive to produce the fuels is overwhelming because they are subsidized by taxpayers and, depending on the country or the region, come with content mandates.

Starting next week, Britain will require gasoline and diesel sold at the pumps be mixed with 2.5-per-cent biofuel, rising to 5.75 per cent by 2010 and 10 per cent by 2020, in line with European Union directives. Ontario's ethanol-content mandate is 5 per cent. As the content requirements rise, more and more land is devoted to growing crops for fuel, such as corn-based ethanol. In the EU alone, 15 per cent of the arable land is expected to be devoured by biofuel production by 2020."

"But Mr. Currie of Goldman Sachs dismisses the theory that funds are pushing prices higher than they would be otherwise, though the funds can make prices rise and fall quickly in the short term. "The simple truth is that the funds don't take delivery of the commodity," he said in an interview. "Therefore they cannot sit on them and put them in silos. Therefore they can't affect prices over the long term."

In other words, the rally in food prices is being caused by demand exceeding production, resulting in dwindling food stockpiles. UN's International Fund for Agricultural Development, for one, assumes prices will stay high for as long as 10 years.

Agriculture economists and the UN have not lost all hope. New irrigation systems are inevitable in Africa and have the potential to boost crop production dramatically. Ditto for the use of fertilizers. Only three to five kilos of fertilizer per hectare is used in Africa, compared with about 250 kilos in the U.S. The problem with using more fertilizer is cost. Fertilizers such as urea are derived from natural gas, and gas prices have climbed, too. The price of urea has almost tripled since 2003, to $400 a tonne.

Dr. Hazell said some big countries, notably the U.S., Canada and Ukraine, have the capacity to increase crop production substantially. Already world cereal production is on the rise, although not nearly fast enough to end the crisis. The Food and Agriculture Organization yesterday forecast a 2.6-per-cent rise in cereal production in 2008.

Cutting back on ethanol production alone would go some way to restoring supply-demand balance in the food markets. "If we decide to do something about it, we can just use less food for fuel," he said."

 

 

 


Sea Shepard verður ekki um sel. Kanadíska löggæslan ræðst til uppgöngu í skip þeirra

Ég hef stundum gert grín að þeim Kanadabúum sem hafa lýst andstöðu sinni við hvalaveiðar, en slík andstaða er nokkuð algeng, alla vegna hér inn í miðju landi, en ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei komið í "sjávarbyggðirnar" hér.

Ég hef auðvitað sagt þeim að ég hafi verið alinn upp á hvalkjöti (sem eru nokkrar ýkjur, en samt var hrefna nokkuð reglulega á borðum í mínu ungdæmi) og að það sé sjálfsagt og eðlilegt að veiða hvali og að stærsta selveiðiþjóð í heimi ætti að hafa á þvi fullan skilning, því hvoru tveggja séu eðlileg nýting á gæðum heimsins.

En ég ber hins vegar virðingu fyrir Kanadískum stjórnvöldum, sem láta öfgasinnaða umhverfisverndarsinna ekki vaða yfir sig.  Þau, eins og flestir aðrir Kanadamenn standa á sínu og finnst eðilegt að láta lög og reglu gilda, burt séð frá tilfinningahlöðnum mótbárum.

Þannig réðust Kanadísk yfirvöld til uppgöngu í skip Shea Sheppard í dag og tóku skipið yfir, sökum ólöglegst athæfis stjórnenda þess.  Um þetta má lesa í frétt Globe and Mail.

Þar má lesa m.a.:

" An RCMP emergency response team stormed a ship owned by a militant environmental group Saturday, seizing the vessel in the Gulf of St. Lawrence and arresting its senior officers for allegedly interfering with the East Coast seal hunt.

Paul Watson, head of the Sea Shepherd Conservation Society, said the provocative move amounted to an “act of war,” but federal Fisheries Minister Loyola Hearn said he had to act to protect hunters from a “bunch of money-sucking manipulators.”

Mr. Watson, speaking in an interview from New York, said armed officers from two coast guard vessels scrambled aboard the Farley Mowat at around 11 a.m. ADT in the Cabot Strait – the body of water between Cape Breton and Newfoundland.

“[They] took command of the vessel, and .... they were screaming at people to lie down on the deck.”

Mr. Watson said a communications officer aboard the ship was relaying details of the boarding via satellite phone when the connection was suddenly lost.

Mr. Hearn later confirmed the ship's captain and chief officer were arrested for violating Canada's marine mammal regulations.

“We did the right thing,” Mr. Hearn told a news conference in Ottawa.

“We will continue to protect sealers while ensuring the sustainable and humane management of the hunt, so it continues to provide economic opportunities for Canada's coastal communities.”

Last week, the department brought forward charges alleging the Farley Mowat's captain, Alexander Cornelissen, and First Officer Peter Hammarstedt broke rules that prohibit anyone without a valid observation licence from coming within 900 metres of the hunt.

Mr. Cornelissen is also charged with obstruction or hindrance of a Fishery Officer or inspector."

"“This is just more mouthy talk by people who want to use this to their advantage,” Mr. Hearn said. “Paul Watson is quarterbacking from his nice, posh hotel room in New York somewhere.”

The minister said the boarding was necessary because the crew of the Mowat had been asked on numerous occasions to “cease and desist” their activities and to head to port.

He said the RCMP asked permission to board the vessel, but were refused.

Canada was “well within its rights to board the vessel and to prevent future harm to sealers, fisheries officers and permitted observers,” he said.

“The enforcement actions were done legally.”

A spokesman for the Dutch ministry of foreign affairs at The Hague, Netherlands, said his government was attempting to learn more about the incident.

“For the moment, we are still verifying the facts, and seeking the opinion of the Canadian authorities and how they justify their acts of today,” said Ahmed Dadou.

In Ottawa, Mr. Hearn noted that the crew of the Mowat were “safe and unharmed” following the boarding, and their vessel would be taken to Sydney, N.S., by early Sunday.

Those charged were expected to appear in a Sydney court.

Mr. Watson said the conservation group had been filming seals being slaughtered and he believes the footage will be damaging to Canada, particularly as the European Union considers a ban on the import of all seal products.

“I think we've embarrassed the hell out of the Canadian government and they're desperate,” he said. “Quite frankly, I think Loyola Hearn has made a very, very bad mistake because this is going to blow up in Europe.”

Mr. Hearn said the seizure had nothing to do with censorship.

“That is simply not true. We have had numerous requests for observer permits, people who've been ... on the ice within 30 feet of our sealers and I believe we have processed every application we had.”

The minister also insisted the move was not aimed at boosting the federal Conservatives' flagging fortunes in his home province of Newfoundland.

“It is time something was done and something has been done and it has nothing to do with Newfoundland or what kind of shape we're in. This won't affect me politically one way or another,” he said.

Meanwhile, the European Commission, the executive branch of the European Union, is awaiting a second report on the seal hunt before making its recommendation to the European Parliament, likely this summer."

"On March 30, some seal hunters called for assistance from the coast guard, complaining that the Farley Mowat was getting to close to them on the ice floes about 60 kilometres north of Cape Breton.

The Fisheries Department later said its 98-metre icebreaker Des Groseilliers responded to the scene and was “grazed” twice by the 54-metre Farley Mowat.

But the conservation group said its ship was rammed twice by the icebreaker.

The crew aboard the Mowat said they were told by the coast guard not to approach an ice-covered area where seals were being slaughtered, but the crew did not comply with the order.

On April 5, Mr. Hearn said charges had been laid, but he did not say how or when the summonses would be served.

The charges, brought forward in Nova Scotia, could result in fines of up to $100,000 or up to one year in prison, or both.

The captain of the Cape Breton sealing vessel who called for help said the arrests were long overdue.

“It's time, it's high time, it's past time that they did something with them,” said Pat Briand of Dingwall, N.S., the 55-year-old skipper of the Cathy Erlene."

"To be sure, the Canadian Coast Guard and the Fisheries Department are no strangers to confrontation on the water.

On March 9, 1995, as Spain and Canada were locked in an emotional battle over the overfishing of turbot just beyond Canadian waters, the coast guard patrol vessel Cape Roger intercepted the Spanish trawler Estai, which cut its nets and fled.

After a lengthy pursuit, the crew of the Cape Roger fired four bursts from .50-calibre machine gun across the bow of the Estai, which then stopped and was seized by RCMP and Fisheries officers.

As well, Fisheries officers routinely track and board foreign fishing vessels far off Canada's coasts to enforce international fisheries rules.

About two-thirds of this year's catch limit of 275,000 harp seals can be taken during the hunt north of Newfoundland.

But federal officials say low pelt prices and soaring fuel costs have made the hunt a money-losing proposition for many sealers. That means the total catch this season is expected to be far below the limit.

Pelt prices have dropped to about $33 this year from an average of $65 last year."

Það er eðllegt og sjálfsagt að láta öfga umhverfisverndarsinna vita að sömu lög gilda um þá og aðra.  Kanadíska ríkisstjórnin hlýtur því að ganga fram og vernda þegna sína við löglega atvinnustarfsemi.  Nú er bara að sjá hvert framhaldið verður.


Hættur dihydrogen monoxide

 Ég get ekki stillt mig um að birta hér tvö myndbönd sem fjalla um hættur sem eru fylgjandi notkun dihydrogen monoxide. Ég vil hvetja alla til að horfa á myndböndin, það tekur ekki nema nokkrar mínútur.

 

 

 

Það er rétt að taka það fram að bæði myndböndin fann ég er ég var að lesa blogsíðu Ágústs H. Bjarnasonar, en þar er margan fróðleik að finna og vil ég hvetja þá sem hafa áhuga á "hlýnunarumræðunni" að heimsækja síðuna. Þar er margur fróðleiksmolinn á borð borinn.


Matvælaverð gæti lækkað um 25% í næsta mánuði

Það er tekið varlegar til orða í þessarri skýrslu en oft áður, þegar rætt er um aðild Íslands að "Sambandinu".  Nú segir aðeins að margt bendi til þess að kjör almennigs myndu batna við aðild.  Auðvitað er það svo að líklega myndi ýmislegt breytast við aðild, sumt almenningi til hagsbóta annað síður.

Matvælaverð er hægt að lækka með ákvörðun Alþingis, til þess þarf ekki "Sambands" aðild.  Alþingi þarf eingöngu að samþykkja að fella niður tolla og vörugjöld og gefa innflutning frjálsan. 

Líklega gæti það gerst strax í næsta mánuði ef vilji væri fyrir hendi. 

Slík aðgerð myndi stórlækka vöruverð og spara stórar fjárhæðir í umsýslu og gera alla verslun einfaldari, hvort sem væri fyrir einstaklinga (netpantanir) eða fyrirtæki.  Það sem meira er, það væri hægt að láta þetta gilda fyrir fleiri ríki en "Sambands" löndin og lækka því vöruverð enn frekar en með aðild.

En hvað vöruverð kæmi til með að lækka mikið við óheftan innflutning frá "Sambandinu" ræðst líka mikið af því hvert gengið er.  Rétt eins og hefur komið í ljós með samanburð á bensíni, breyttist allt slíkt gríðarmikið eftir genginu, og það sem virtist gríðarlega ódýrt erlendis þegar gengi krónunnar reis sem hæst, er ekki nauðsynlega svo lengur.

Vextir myndu ekki lækka við inngöngu í "Sambandið", en slíkt gæri gerst þegar og ef Íslendingar næðu slíkum tökum á efnahagsmálum sínum að þeir gætu fengið inngöngu í myntsamstarfið og tekið upp euro.  Þegar þar væri komið við sögu, og efnhagsástandið væri það gott að samþykkt yrði að Ísland mætti taka upp euro, væri vaxtastigið líklegast þegar orðið slíkt á Íslandi að lækkun yrði ekki veruleg.  En slíkt myndi þó þýða að líkur að stöðugleika myndu aukast, þar sem skilyrðin eru ströng.

Það væri vissulega mikill ávinningur fyrir almenning á Íslandi að búa við betri vaxtakjör, en hvort þau yrðu sambærileg við þau bestu á eurosvæðinu er þó óvíst, enda alls ekki boðnir þar sömu vextir yfir línuna, þó að stýrivextir séu þeir sömu.  Ekki er ólíklegt að vextir á Íslandi yrðu heldur hærri, áhættan við lán til húsakaupa og til fyrirtækja yrði metin heldur hærri en víða annars staðar.

Hættan sem blasir við er hins vegar gríðarleg þennsla (t.d. á húsnæðismarkaði) rétt eins og Írar kynntust og eru nú að súpa seyðið af og svo eykst hættan á verulegu atvinnuleysi til mikilla muna, og líklega eru flestir sammála um það kemur almenningi ekki til góða, alla vegna ekki sem heild.

En það er líka ágætt að það komi fram hverjir kosta gerð þessarar skýrslu, en af fréttinni að dæma má draga þá ályktun að það séu Neytendasamtökin.  Í skýrslunni sjálfri kemur hins vegar fram listi af þeim aðilum sem styrktu gerð hennar

Það væri auðvitað til fyrirmyndar ef Neytendasamtökin létu almenningi í té upplýsingar um hvað hver og einn borgaði og hve mikill hluti það var af heildarkostnaði við skýrsluna.  En eftirtaldir aðilar og  fyrirtæki styrktu gerð hennar:  "Glitnir, Hagar, Kaupás, Kaupþing, Landsbankinn, Samband íslenskra sparisjóða, Samkaup,Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráðuneytið." (tekið úr skýrslunni, sem finna má á PDF formi á vef Neytendasamtakanna, www.ns.is )

 


mbl.is Telja líklegt að kjör almennings myndu batna með ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátt matarverð, verndarstefna og heimsendaspár

Það hefur mikið verið rætt um yfirvofandi matvælaskort, fæðuóeirðir og hækkandi matvælaverð.  En eins og ég hef sagt áður má segja að landbúnaður víða um heim hafi verið rekinn í "bakkgír" undanfarin ár, bændum viða um heim hefur verið greitt fyrir að framleiða ekki. 

Fjárfestingar í landbúnaði hafa sömuleiðis verið í algeru lágmarki víðast hvar.  Þetta er nú að breytast og það hratt.  Hátt verð á kornmeti og annarri hrávöru hvetur bændur til að taka aftur í notkun land sem hefur verið látið eiga sig í mörg ár.  Fjárfesting eykst víða um heim, ekki síst í A-Evrópu.  Þar hafa til dæmis Þýskir aðilar verið að fjárfesta.

En það eru ekki síst Bandarískir bændur sem eiga mikið inni í landbúnaðarframeiðslunni, enda hefur þeim ekki hvað síst verið greitt fyrir að framleiða ekki.  Ég held því að heimsendaspár séu full fljótt á ferðinni.  Vissulega mun ríkja ójafnvægi á markaðnum einhvern tíma, en heimurinn á gríðarlega vannýtta möguleika í matvælaframleiðslu.

Framleiðsla og verð mun leita að jafnvægi.  En eftir því sem inngrip hins opinbera (niðurgreiðslur til eldsneytisframleiðslu o.s.frv) verða meiri, því meiri verða sveiflurnar og því meira getur hert að matvælaframleiðslu.

En í dag rakst ég á grein á vef NYT sem fjallar einmitt um þetta.

Hér að neðan eru nokkrir kaflar úr greininni:

"Thousands of farmers are taking their fields out of the government’s biggest conservation program, which pays them not to cultivate. They are spurning guaranteed annual payments for a chance to cash in on the boom in wheat, soybeans, corn and other crops. Last fall, they took back as many acres as are in Rhode Island and Delaware combined.

Environmental and hunting groups are warning that years of progress could soon be lost, particularly with the native prairie in the Upper Midwest. But a broad coalition of baking, poultry, snack food, ethanol and livestock groups say bigger harvests are a more important priority than habitats for waterfowl and other wildlife. They want the government to ease restrictions on the preserved land, which would encourage many more farmers to think beyond conservation.

Kerry Dockter, a rancher in Denhoff, N.D., has about 450 acres of grassland in the program. “When this program first came about, it was a pretty good thing,” he said. “But times have definitely changed.”

The government payments, Mr. Dockter said, “aren’t even comparable anymore” to what he could make by working the land. He plans to devote some of his conservation acres to growing feed for his cows and some to grazing. He might also lease some land to neighbors.

For years, the problem with cropland was that there was too much of it, which kept food prices low to the benefit of consumers and the detriment of farmers.

Now, because of a growing global middle class as well as federal mandates to turn large amounts of corn into ethanol-based fuel, food prices are beginning to jump. Cropland is suddenly in heavy demand, a situation that is fraying old alliances, inspiring new ones and putting pressure on the Agriculture Department, which is being lobbied directly by all sides without managing to satisfy any of them.

Born nearly 25 years ago in an era of abundance, the Conservation Reserve Program is having a rough transition to the age of scarcity. Its 35 million acres — about 8 percent of the cropland in the country — are the big prize in this brawl."

"While few urban dwellers ever heard of Conservation Reserve, it found support among two important constituents: hunters had more land to roam and more wildlife to seek out, with the Agriculture Department estimating that the duck population alone rose by two million; and environmentalists were pleased, too. No one disputes that there are real environmental benefits from the program, especially on land most prone to erosion.

The program peaked late last summer, with more than 400,000 farmers receiving nearly $1.8 billion for idling 36.8 million acres. Put all that land together and it would be bigger than the state of New York.

The group doing the most to undermine this amiable coexistence is the farmers themselves. Last fall, when five million acres in Conservation Reserve came up for renewal, only half of them were re-entered. While the program has gained some high-priority land in the last few months, in part from an initiative to restore bobwhite quail habitats, the net loss is still more than two million acres."

"Ardell Magnusson, a farmer in Roseau, Minn., shows the changing mood. He said the program was “a godsend” when he put 300 of his 2,300 acres into it eight years ago. “I needed some guaranteed income or my banker was going to tell me to find another occupation,” Mr. Magnusson said. It is not exactly a bonanza: he gets about $12,000 a year.

He calculates he can make more than that by farming sunflowers or wheat or soybeans. When his contract expires in two years, he plans to withdraw about half his land. It would not be a shock if the Agriculture Department cut him loose sooner. “Another nine months of wheat at today’s prices and there will be political pressure on this program like you wouldn’t believe,” Mr. Magnusson said.

That pressure is exactly what the bakers and their allies are aiming for, saying the Conservation Reserve costs taxpayers and hurts consumers.

“This program is taking money out of your pocket twice a day,” said Jay Truitt, vice president for government affairs for the National Cattlemen’s Beef Association. “Do you think it’s right for you to pay so there’s more quail in Kansas?”

The cattlemen and bakers argue that farmers should immediately be allowed to take as much as nine million acres out of the Conservation Reserve without paying a penalty, something they say would not harm the environment. "


Bö og Mö

Ég hef verið að þvælast um netið núna í kvöld.  Farið um víða veröld, en verið mest á Íslenskum vefsíðum.

Hlustað og horft á fréttir og fréttatengda þætti, Kastljós, Ísland í dag og Mannamál, gerðist meira að segja menningarlegur stutta stund og horfði á Kiljuna.

En mest var ég að þvælast á "prívat" vef og bloggsíðum.  Það er enda fínt að láta talið nægja af Íslensku sjónvarpi, myndskreytingin bætir oft litlu við.

En það er gott að sjá að Íslendingar hafa ekki misst húmörinn, þó að á móti blási.

Þannig hló ég nokkuð dátt, þegar ég sá á fleiri en einum stað að menn voru að ræða að það væri ekki nema einn maður sem hefði getað fengið menn til að sakna Sturlu Bö sem samgönguráðherra, það væri Kristján Mö.


Baugur og Ísland

Ég var að lesa um sölu Baugs á fjölmiðla og fjárfestingarfyrirtækjum sínum á Íslandi og sá að menn voru eitthvað að fabúlera um að Baugur væri að rjúfa tengsl sín við Ísland.

Einhvern vegin get ég ekki séð það út úr þessum gjörningum.

Ég sé bara endurskipulagningu og að Baugur sé að setja aðeins fjarlægð á milli sín og þeirra fyrirtækja sem hafa gengið verulega illa á undanförnum misserum.  Það er enginn stíll yfir því að tengjast 365 eða FL Group.

En aðalrekstur Baugs á Íslandi er ennþá í höndum fyrirtækisins.  Bónus, Hagkaup, 10 - 11, Húsamiðjan, Útilíf og aðrar verslanir sem fyrirtækið á eru ennþá undir hatti Baugs.  Sömuleiðis Bananar, Aðföng o.s.frv.  Sjá hér (fengið af Visi).

En fyrirtækin sem hafa verið hálfgerð "vandræðabörn", FL Group, og fjölmiðla og tæknifyritækin eru send "að heiman".  En þau fara í sjálfu sér ekki langt, enda sömu eigendur að Stoðum og Styrk, að því frátöldu að Kaldbakur kemur inn í Styrk.

Að mestu leyti er því verið að færa eignir á milli vasa.  Eignir eru færðar á milli óskráðra félaga, sem að lang mestu eru í eigu sömu aðila.

Skipuritinu er breytt og Baugur tekur á sig tap, í eitt skipti fyrir öll, en þetta ætti að gera félagið nokkuð "skýrara".

 En það er eingöngu 1/3 af Fl-Group sem raunverulega skiptir um eigendur.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband