Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Þjóðarbyggir

Árlega velur dagblaðið Globe and Mail hér í Kanada það sem þeir kalla "Nation Builder".  Í ár var útnefndur einn af meðlimum ICCT, eða Íslensk-Kanadíska félagsins hér í Toronto.  Hann heitir Donald K. Johnson, 72. ára Kanadabúi af Íslenskum ættum.

Hann er fæddur í Manitoba fylki, nánar tiltekið í smábænum "Lundar" og þar ólst hann upp, en flutti ungur til Winnipeg, ásamt móður sinni og systkynum, þegar faðir hans lést.

Donald K. Johnson hefur unnið mikið starf fyrir samtök Íslendinga hér í Kanada og tók m.a. virkan þátt í fjársöfnun til að tryggja fjárhagslegan bakgrunn Lögbergs-Heimskringlu nú fyrir stuttu og hefur einnig gefið háar fjárhæðir til Manitoba háskóla.

En það er ekki fyrir að vera Íslendingur sem hann hlýtur titillinn "Nation Builder", heldur er það fyrir starf að góðgerðarmálum og reyndar fyrst og fremst fyrir að hafa tekist að gjörbreyta landslaginu hvað varðar skattalegs umhverfist gjafa til góðgerðarmála og stóraukið þannig gjafir Kanadabúa til slíkra mála.  Breytingin fólst í því að hægt væri að gefa hlutabréf til góðgerðarmála, án þess að greiða þyrfti af þeim fjármagnstekjuskatt.

Það hefur eflt starf háskóla, sjúkrahúsa og svo mætti lengi telja.

Hér má svo lesa greinina í Globe and Mail um útnefninguna. Hér neðst má svo finna nokkur atriði úr henni.

Hér mælir Paul Martin fyrrverandi forsætisráðherra Kanada ""Entrepreneurs can create jobs in ways no government ever can. Doesn't it make sense that social entrepreneurs can solve public problems in way no government can?" Mr. Martin asks."

En þetta sýnir okkur að það er hægt að hafa áhrif með svo mörgum hætti, líka með því að "lobbýa" á stjórnmálamönnum.

En þetta sýnir líka hvers virði mannauðurinn er og gjafmildin og hve innflytjendur og afkomendur þeirra geta markað djúp spor í samfélag sem tekur vel á móti þeim.  Það eru ekki liðin nema 100 til 140 frá því að stórir hópar Íslenskra innflytjenda komu hingað til Kanada og hafa margir þeirra, ásamt afkomendum haft veruleg áhrif á samfélagið, mótun þess og þróun.  Donald K. Johnson er eitt, en gott dæmi um það.

 Hér má svo lesa nokkra kafla úr greininni.

"You've probably noticed that Canada's rich are giving away fortunes.

Prospector Stewart Blusson handed $50-million he made from finding a diamond mine to the University of British Columbia. Cable magnate Randy Moffat of Winnipeg pledged $100-million to needy kids. Gold tycoon Peter Munk plowed $37-million into a cardiac centre at a Toronto hospital. Gifts on this scale seem to be in the headlines each week.

This is giving on a scale Canada has never experienced. Entrepreneurs are helping good universities become great, grafting new wings on hospitals, getting opera houses built. It's all because of a simple change in the way the rich are taxed, a change that came about because investment banker Donald K. Johnson wouldn't take no for an answer.

The Globe and Mail's Nation Builder for 2007 is a fellow from small-town Manitoba whose tireless, 12-year campaign for more generous tax treatment on charity donations has opened the philanthropic floodgates from coast to coast."

"Across this country, rich folks funded philanthropy out of their income, not their investments. Mr. Johnson thought that was bad policy. "I realized if you changed the policy," he says, "you would open the door to all kinds of donations from entrepreneurs, whose wealth was tied up in the companies they owned."

Ottawa bureaucrats were opposed from the start. Mr. Johnson says there were two main reasons: "The bureaucrats objected to any tax cut that would cost the government revenue. And they really objected to a policy that would see wealthy individuals directing taxpayers' money to their favourite charities, at the expense of other worthwhile causes."

Without the support of Finance Department mandarins, the politicians seemed unlikely to hand a tax break to the rich."

"There now seems to be a competition to see who can give the most. In 2003, retired Laidlaw International CEO Michael DeGroote gave $105-million worth of stock to McMaster University's medical school, the largest single donation in the country's history. The gift instantly made the school among the best endowed in North America.

Research in Motion founder Mike Lazaridis gave part of his stake in the BlackBerry maker to Waterloo University in 2004 to establish cutting-edge computer and physics programs.

Within days of Ottawa's 2006 tax cut, construction and sports tycoon Larry Tanenbaum gave $50-million to the United Jewish Appeal. In doing so, the head of Maple Leaf Sport and Entertainment also threw down the gloves with fellow millionaires. His son, Ken Tanenbaum, said: "He's looking to inspire others, given the policy that [Finance Minister Jim] Flaherty has put in place with respect to the capital gains."

"I don't think Canadians understand what Don's work has done for all Canadian charitable organizations. It's nothing short of amazing," says lawyer Gail Asper, president of the Winnipeg-based CanWest Global Foundation.

Mr. Johnson and his wife, who have five children between them as well as five grandkids, have done more than just lobby. After what Mr. Flaherty calls "Don's law" came into effect, the banker donated $1.3-million to the University of Western Ontario's business school and $5-million to a Toronto hospital's vision centre — he has terrible eyesight. (He's also chairing the centre's $15-million fundraising campaign.)

And that $12-million National Ballet campaign, back in 1994? It raised $13-million.

However, the gifts given to date, from Mr. Johnson and other wealthy citizens, may be just a prelude to the next act in Canada's philanthropic evolution, as the baby boomers turn their energy and their money to legacy projects."

 


Heim að Bjórá

Sól og sandurÞá er fjölskyldan komin aftur heim að Bjórá, komum reyndar í gær, rétt eftir að föstudagurinn skall á.  Það er ekki laust við að einhverrar þreytu hafi gætt eftir ferðalagið, en það sem skiptir þó líklega meira máli hjá ómegðinni, er að nú er hversdagleikinn aftur tekinn við og athygli aðeins að fá hjá foreldrunum, og hana stundum jafnvel svolítið stopula.

Það læknaði þó aðeins jólafráhvarfseinkennin að pakkarnir sem skildir voru eftir voru opnaðir í gær við nokkurn fögnuð.

En hér að Bjórá hefur ekki skinið sól, hér er engin frænka né frændur og langt á næstu strendur og þær að auki frostbitnar.

Ekki þarf heldur að búast við mikilli kæti á gamlaárskvöld, enda Torontobúar lítt forframaðir í því að skjóta Strandprinsessanupp flugeldum, og hér sést enda varla nokkur maður á ferli það kveldið, nema að farið sé niður í miðbæinn, sem Bjórárfjölskyldan gerir að sjálfsögðu ekki.

En Floridaferðin á ábyggilega eftir að lifa í minningunni, enda skemmtu börnin sér eins og best verður á kosið.  Foringinn líklega sýnu betur, enda kominn á þann aldur að hægt er að skemmta sér í sjónum.  Með vestið um sig miðjan álítur hann sig færan, ekki bara í flestan, heldur því sem næst allan sjó.

En það var ýmislegt annað gert sér til dundurs.  Farið í sædýrasafn og að sjálfsögðu verslað.  M.a. keyptum við okkur nýja myndavél, Canon D40, gríðarlegan kostagrip sem nú þarf að læra á.

En nú er lífið að færast í hefðbundnar skorður aftur og líklega verð ég farinn að nöldra hér eins og áður á blogginu innan tíðar.

Hér að neðan er svo stutt myndskeið af Foringjanum í "briminu".

 


Fusion jól

jólakort 2007Það sem líklega lýsir jólunum hér í Florida best er er "Fusion jól".  Jólin hér eru nefnilega undarlegur bræðingur af jólum hér og þar.

Nú þegar þorláksmessa hefur nýkvatt, er hangikjötsilmur í lofftinu, því sem næst tuttugu stiga hiti úti fyrir og grænt grasið og pálmarnir vekja ekki upp hefðbundna jólastemningu.

Jólaskrautið á og við húsin er ólíkt því sem ég á að venjast, uppblásnir snjókallar og jólasveinar, hvít jólatré og þar fram eftir götunum. 

En hangikjötsilmurinn nægir einn og sér og  til að skapa jólastemningu.

En jólin koma auðvitað alltaf, sama hvernig umhorfs er úti fyrir og hvaða lykt er í húsakynnunum eða hvort þú ert tilbúinn eða ekki.

Og núna er þetta að bresta á, það  er því vel við hæfi að óska öllum, nær og fjær gleðilegra jóla og vonandi hafa allir það sem best yfir hátíðarnar.

 


Eiga allir rétt á þvi að eignast börn?

Þessi frétt vakti mig til umhugsunar og ég er ekki alveg viss um hver afstaða mín til þessara mála er.  Það er hægt að finna mjög góð rök bæði með og á móti, en það er ákaflega þarft að þessi mál séu rædd.  Það er auðvitað ljóst að vísindunum fer sífellt fram og ekki ólíklegt að möguleikar til að "búa til" börn verði ólíkt fleiri en við höfum í dag.

En hvað mælir með að einhleypar konur fari í tæknifrjóvgun?

Vissulega er það jákvætt að þær sem langi að eignast barn, sé gert það kleyft og ef til vill mætti segja að það komi engum við sú ákvörðun, þetta sé einfaldlega val þeirrar konu sem barnið muni eignast. 

Ennfremur má benda á að eins og frjósemi hefur þróast, þá þufa Íslendingar, rétt eins og svo margar aðrar þjóðir, á fleiri börnum að halda.  Það er líka ljóst að börn sem yrðu til með þessum hætti væru velkomin í heiminn.

En það er líka hægt að finna rök á móti "framleiðslu" á börnum sem þessari.

Spurningin er líka hvernig lög ættu að gilda um tæknifrjóvgun og hvaða aðkomu ríkið eigi að hafa að þessu?

Er sjálfsagt að allar einhleypar konur eigi rétt á tæknifrjóvgun?  Á ríkið að koma að kostnaðinum?

Á t.d. einhleyp 19. ára stúlka að eiga rétt á því að fara í tæknifrjóvun? Eða 25. ára? Á heilbrigðiskerfið að borga kostnaðinn?  Eigum við að "framleiða" einstæða foreldra?  Er ekki stærstur hluti "fátækra" barna á Íslandi, börn einstæðra foreldra?

Og hvað með karlana?  Eiga einhleypir karlmenn líka að eiga rétt á því að "eignast" börn?  Ætti ríkið að borga kostnað við "leigumóður" ef einhleypir karlmenn geta fundið hana?  Eða ætti ríkið að reyna að bjóða upp á "leigumæður"?

Stærstu spurningarnar eru líklega hvort að það teljist til sjálfsagðra réttinda að eignast börn og síðan, ef svo er hver á aðkoma ríkisins að vera í þeim málum?

Ég er ekki búin að mynda mér skoðun í þessu máli, þetta er ekki einfalt mál.

Ég ætla að velta þessu fyrir mér eitthvað lengur. 

 


mbl.is Tugir einhleypra kvenna vilja tæknifrjóvgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rólegheit og frið

Eins og sagði í síðustu færslu eru rólegheitin alls ráðandi nú um stundir, reyndar sjaldan eins og akkúrat núna, þegar klukkan er hálf átta að morgni, fjölskylda bróður míns farin í golf og mín sefur ennþá á þeirra grænu.

Ég sit í eldhúsinu, drekk kaffi, hamra á tölvuna og nýt milds loftlagsins hér í Florida.  Gærdagurinn var ljúfur, þvælst um á ströndinni, verslunum, etið og drukkið.

Krakkarnir kunna vel að meta að vera komin úr snjónum í Toronto og geta aftur gengið um í sandölum og stuttbuxum, sérstaklega Jóhanna litla sem var aldrei sérstaklega gefið um snjóinn.

En lífið er ljúft, er ekki rólegheit og friður það sem allir eru að leita að um jólin?  Hér er nóg af báðu, í það minnsta svona snemma á morgnana.  

Það er þó aldrei að vita nema að ég hafi mig í það að nöldra yfir einhverju hér á blogginu þegar líða fer á daginn.

En þangað til ... 


Þurrt og þægilegt

Það hefur lítið verið bloggað hér á þessari síðu að undanförnu, enda hefur verið í nógu öðru að snúast.  En í gærdag setti Bjórárfjölskyldan svo niður föggur sínar og hélt til Florida, nánar tiltekið Holmes Beach.

Hingað komum viðí gærkveldi, og allt er að verða eins og það á að vera.  Búið að koma tölvu í saumband við við umheiminn og Foringinn er að horfa á Tinna í sjónvarpinu.

Við gistum hér hjá bróður mínum og hans fjölskyldu, húsið er gríðarstór, sundlaugin lítur vel út og veðrið er ljúft og þægilegt.

Lífið er sem sé þurrt og þægilegt.

Hér verðum við fram yfir jól, en höldum heim þann 27.  Það kann því að verða rólegra yfir blogginu en oft áður. 

 


Betra seint en aldrei

Það ber auðvitað að fagna því þegar menn sjá að sér og viðurkenna sekt sína.  Betra er seint en aldrei.  Þetta ætti líklega að þagga niður í þeim sem töldu liðið vera miklum órétti beitt og að FIA ræki þetta mál eingöngu í þágu Ferrari.

En það er gott að Ron Dennis og félagar eru farnir að sýna einhverja iðrun og biðjast afsökunar.

Refsingin sem liðinu var gerð getur heldur ekki talist ósanngjörn þegar litið er til alvarleika málsins.

Tjónið sem liðið hefur valdi Formúlunni er gríðarlegt og líklega ekki útséð með það enn.  Hinu er ég svo sammála að það er best að loka málinu og horfa fram á veginn.

Ef vel tekst til getur næsta tímabil orðið æsispennandi og hjálpað til að byggja Formúluna upp að nýju.  Það er margt sem bendir til harðrar og vonandi heiðarlegrar keppni.

En þegar beðist er afsökunar með einlægum hætti, er sjálfsagt að fyrirgefa.

P.S. Nú heyrast sögur um að Kovalainen verði ökumaður hjá McLaren.  Það gæti verið gaman að sjá hann keyra einn af toppbílunum. 

 


mbl.is McLarenliðið biður FIA fortakslausrar afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ný lína í spjallþáttum í sjónvarpi?

Núna þegar ég var að flakka um netið og horfa á Íslenskt sjónvarp þá tók ég í fyrsta sinn eftir að þættir frá INN voru komnir á netið, undir flipanum VefTV hjá www.visir.is

Ég get ekki sagt að ég hafi hrifist af þeim þáttum sem ég kíkti á.  Engu líkara var en að ný stefna hafi verið mörkuð í spjallþáttunum, þ.e.a.s. sú að þáttastjórnendur tali ekki nema við samflokksmenn sína.

Hér má sjá varaformann VG tala við framkvæmdastýru þingflokks VG, hér má sjá þingmann Framsóknarflokksins tala við "Framsóknarmann til 40 ára", og hér má sjá fyrrum þingmann Samfylkingar tala við borgarstjóra Samfylkingarinnar.

Hér má svo sjá sama fyrrverandi þingmann Samfylkingar ræða við núverandi þingmann Samfylkingar og þingmann Sjálfstæðisflokksins um EES/ESB, hér ræðir hann við mann sem ætlaði að bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar en hætti við og hér ræðir hann við framkvæmdastjóra Landverndar en þingmaðurinn fyrrverandi er formaður "Græna netsins" sem eru umhverfisverndarsamtök innan Samfylkingarinnar.

Þetta gefur orðinu "drottningarviðtöl" því sem næst nýja merkingu, enda má á köflum varla á milli sjá hvorir eru meira fram um að boða "fagnaðarerindi", spyrjendurnir eða viðmælendurnir.

Það hefur verið nokkuð algengt að fjölmiðlafólk leiti eftir frama í stjórnmálum, og ekkert nema gott um það að segja,  en einhvern veginn þykir mér það ekki jafn álitlegt þegar straumurinn liggur í hina áttina og stjórnmálamenn ætla að hassla sér völl í fjölmiðlum

En auðvitað er öllum frjálst að byggja upp sjónvarp eins og þeim best þykir, en ég er hálf hræddur um að þessi tök á stjórnmálaumæðu sé ekki líkleg til vinsælda, alla vegna get ég ekki sagt að ég hrífist af þeim.


Hvað viljum við að börnunum okkar sé kennt í skólanum?

Það hafa verið miklar og líflegar umræður um "kristilegt siðgæði" í Íslensku samfélagi síðustu vikur.  Vitanlega sýnist sitt hverjum.  Nú síðast reis upp GUÐ(ni) Framsóknarflokksins og reyndi að nota þetta mál til að berja á ráðherrum Sjálfstæðisflokksins.  Það kemur líklega ekki á óvart að Framsóknarmenn skuli koma "kristilegu siðgæði" til varnar, enda segja sögurnar að "guðsmenn" ávaxti sitt pund vel innan flokksins og hitt er svo að auðvitað þarf deyjandi flokkur á hjálp kirkjunnar að halda, og vel kæmu sér nokkur atkvæði þaðan og sumir myndu jafnvel ganga svo langt að segja að flokkurinn gæti haft not af smá kennslu í siðgæði, hvort sem það væri kristilegt eður ei.

En nú þegar umræðan um "kristilegt siðgæði" og skólastofnanir stendur sem hæst, væri ekki úr vegi að velta því fyrir sér hvað við viljum að börnunum okkar sé kennt í skólanum?

Nú verð ég að viðurkenna að ég þekki ekki vel til "kristilegs siðgæðis", það jafnvel þótt að ég hafi setið í bíblíusögutímum í "denn", enda "kristilegt siðgæði" eitthvað sem erfitt er að henda reiður á og virðist breytast dag frá degi, og jafnvel eftir því við hvern er talað.  Ég hefði því bæði gagn og gaman af því ef lesendur myndu reyna að útskýra fyrir mér þeirra skoðun á "kristilegu siðgæði" í athugasemdum.

En ég á barn sem fer í skóla næsta haust.  Þá verður Foringinn 4ja ára og tímabært að hann feti menntaveginn.  Ég get verið nokkuð öruggur hér í Kanada að ekkert trúboð fari fram í skólanum hans, nema að ég kjósi að setja hann í kaþólskan skóla, en fyrir því hef ég lítinn áhuga.

En hvað vilja Íslendingar að börnunum þeirra sé kennt í skólanum?:

Vilja þeir að börnunum sé kennt að guð hafi skapað heiminn á 6. dögum og hvílt sig þann 7.?

Eða vilja þeir að þróunarkenningin sé kennd?  Að börnin fái að heyra að mennirnir séu komnir af öpum og allt líf hafi þróast frá einfrumungum?

(Nú þekki ég ekki til, hver skoðun ríkiskirkjunar á Íslandi er í þessum efnum?  Engan kirkjunnar mann hef ég þó opinberlega heyrt hampa "apakenningunni", en ég hefði gaman að heyra opinbera skoðun ríkiskirkjunnar hvað þetta varðar).

Vilja Íslendingar að börnum sé kennt að kynlíf fyrir hjónaband sé synd, eða kjósa þeir frekar að börn þeirra fái góða kynfræðslu og séu uppfrædd um helstu getnaðarvarnir, kynsjúkdóma og þar fram eftir götunum?

Er það ennþá "kristilegt siðgæði" að "óskilgetin" börn séu skörinni lægri og í raun getin í synd?

Vilja Íslendingar að börnum þeirra sé kennt að samkynhneigðir og ástarsambönd þeirra séu eitthvað sem ekki teljist sambærilegt við ástarsambönd gagnkynhneigðra og geti því ekki notið blessunar guðs og kirkjunnar, eða vilja Íslendingar að börnunum sé kennt að allir séu jafnir burtséð frá því hver kynhneigð þeirra er?

Þetta eru nú einungis örfá atriði, en mörg þeirra eru býsna mikilvæg. 

Mér virðist það liðin tíð að ríkiskirkjan móti "siðgæði" þjóðarinnar, heldur virðist þjóðin móta það nokkuð sjálf, og kirkjan gjarna fylgja á eftir, gjarna nokkrum árum eða áratugum síðar, þannig að ég velti því fyrir mér hvort að kirkjan sé til þess fallin að kenna og fræða um siðgæði í dag.  Hlutverk kirkjunnar hefur farið minnkandi í þessum efnum í réttu hlutfalli við aukna menntun og almenna "upplýsingu".

Kirkjunnar mönnum (og Guðna) er tamt að tala um söguna, og vissulega verður ekki fram hjá því litið að kirkjan hefur verið fyrirferðarmikil í Íslenskri sögu, jafnvel svo að mörgum þykir nóg um, en hitt er líka að kirkjan hefur staðið fyrir mörgum góðum málum, en það eru líka margir "sótsvartir" blettir á sögu hennar.  Þannig að sé litið til sögunnar þá eykur það hróður kirkjunnar ekki umtalsvert, alla vegna ekki í mínum huga.

Því meira sem ég hugleiði málið verð ég fullvissa um það að kirkjan á ekkert erindi í skóla, hitt er auðvitað svo, að að sjáfsögðu getur kirkjan staðið að allri þeirri fræðslu sen hún kýs og leyft börnunum að koma til sín.  Þannig hljómaði jú  boðskapurinn einu sinni.


Af öfgamönnum (og konum)

Mér þykir það alltaf miður þegar reynt er að breyta merkingu orða og jafnvel afneita merkingu þeirra.  Það er nefnilega mikilvægt í allri umræðu að orð hafi sömu merkingu hjá þeim sem taka þátt í umræðunum.  Þó eru nokkur dæmi um þess, ekki síst í stjórnmálum að þetta sé reynt. (Merkingarbreyting er þó vissulega nokkuð algeng í slangri og hjá unglingum, s.s. þegar eitthvað er alveg geðveikt, fríkað, eða þar fram eftir götunum, en getur sömuleiðis valdið misskilningi).

Eitt dæmi sem ég heyrði nýlega var hjá "femínistum" í Silfri Egils.  Þær voru ekki "öfga" femínistar.  Þær gætu einfaldlega ekki talist "öfga", þar sem þær fremdu ekki hryðjverk, þær sendu ekki bréfasprengjur, þær kveiktu ekki í bílum o.s.frv.

En "öfgar" hafa (alla vegna í mínum málskilningi) langt frá því sömu merkingu og hryðjuverk og eiga í flestum tilfellum ekkert sameiginlegt, þó að vissulega hafi ýmsir öfgamenn (og konur) framið hryðjuverk og talið það málstað sínum til framdráttar.  En öfgamenn (og konur) þurfa ekki að vera hryðjuverkamenn og jafnvel er hægt að hugsa sér að hryðjuverkamenn (og konur) séu ekki öfgamenn, þó að það sé líklega sjaldgæfara.

Því öfgamenn (og konur) eru gjarna kallaðir svo vegna skoðanna sinna.  Það er að segja að skoðanir þeirra teljast það langt frá þvi sem "venjulegt" getur talist að talað er um öfgar.

Það verður hinsvegar að segja femínistum það til varnar að það sem "venjulegt" getur talist er að sjálfsögðu erfitt að skilgreina og því er það sem einum finnst öfgar, langt frá því í huga annars.  Það getur líka farið eftir því í hvaða samfélag eða hóp er miðað við.  Það sem teljast öfgar í einu samfélagi getur verið "normið" í öðru.

Þannig er varla hægt að segja að nokkur hafi rétt eða rangt fyrir sér þegar talað er um öfgar, menn (og konur) sem stimpla femínista hafa því rétt fyrir sér þegar þau lýsa þeirri skoðun sinni að femínistar séu öfgamenn.  Frá þeirra sjónarhorni er það rétt.

Hitt ber svo á að líta að í hópi femínista víkja femínistar líklega lítt frá "norminu" og teljast þar því ekki öfgamenn (eða konur).

Þegar litið er á Íslendinga í heild á ég erfiðarar með að dæma (enda hef ég ekki komið til Íslands um nokkurt skeið) ef til vill er þar nú orðið venjulegt að kæra greiðslukortafyrirtæki fyrir að "aðstoða" klámfyrirtæki, ef til vill er fullt af "öfgalausu" fólki sem dreymir um og er í startholunum með að kæra bókaverslanir fyrir að selja "klámblöð", Eimskip, Samskip og Icelandair verða líklega sömuleiðis kærð fyrir að flytja "klám" til landsins, bílaumboð verð kærð fyrir að selja bíla sem oft eru notaðir í afbrotum (til dæmis er þeim ekið allt of hratt), kúbein verður auðvitað bannað að flytja til landsins (athugað verði hvort þeir sem slíkt hafi notað í innbrotum hafi greitt þau með greiðslukortum).

Og ef að Heidelberg og prentsvertuframleiðendurnir haldi að þeir komist upp með þetta, er "Öryggisráðið" líklega á annarri skokðun.

En hér af þeim sjónarhóli sem ég stend, þá eru þetta öfgar og menn (og konur) sem boða og stendur fyrir þessar skoðanir öfgafólk.

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband