Þurrt og þægilegt

Það hefur lítið verið bloggað hér á þessari síðu að undanförnu, enda hefur verið í nógu öðru að snúast.  En í gærdag setti Bjórárfjölskyldan svo niður föggur sínar og hélt til Florida, nánar tiltekið Holmes Beach.

Hingað komum viðí gærkveldi, og allt er að verða eins og það á að vera.  Búið að koma tölvu í saumband við við umheiminn og Foringinn er að horfa á Tinna í sjónvarpinu.

Við gistum hér hjá bróður mínum og hans fjölskyldu, húsið er gríðarstór, sundlaugin lítur vel út og veðrið er ljúft og þægilegt.

Lífið er sem sé þurrt og þægilegt.

Hér verðum við fram yfir jól, en höldum heim þann 27.  Það kann því að verða rólegra yfir blogginu en oft áður. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband