Fusion jól

jólakort 2007Það sem líklega lýsir jólunum hér í Florida best er er "Fusion jól".  Jólin hér eru nefnilega undarlegur bræðingur af jólum hér og þar.

Nú þegar þorláksmessa hefur nýkvatt, er hangikjötsilmur í lofftinu, því sem næst tuttugu stiga hiti úti fyrir og grænt grasið og pálmarnir vekja ekki upp hefðbundna jólastemningu.

Jólaskrautið á og við húsin er ólíkt því sem ég á að venjast, uppblásnir snjókallar og jólasveinar, hvít jólatré og þar fram eftir götunum. 

En hangikjötsilmurinn nægir einn og sér og  til að skapa jólastemningu.

En jólin koma auðvitað alltaf, sama hvernig umhorfs er úti fyrir og hvaða lykt er í húsakynnunum eða hvort þú ert tilbúinn eða ekki.

Og núna er þetta að bresta á, það  er því vel við hæfi að óska öllum, nær og fjær gleðilegra jóla og vonandi hafa allir það sem best yfir hátíðarnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband