Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Áhugavert par

Ég held að þetta sé áhugaverð samsetning hjá Renault.  Það sem er ef til vill einna skemmtilegast og "skondnast" við hana er að hún því sem næst endurspeglar ökumannasamsetninguna hjá Mclaren síðasta tímabil.  Það er  Alonso og ungur efnilegur ökumaður sem nýkominn er úr F2.

Piquet hefur látið hafa eftir sér, rétt eins og Hamilton gerði, að hann hlakki mikið til að starfa við hlið tvöfalds heimsmeistara og hann geti mikið lært af honum.

Líklega hefur Alonso þó haft vaðið fyrir neðan sig í þessari samningagerð og ekki kæmi mér það á óvart að tekið sé fram í samingi hans að aðrir ökumenn liðsins hafi ekki aðgang að akstursgögnum hans, en hann þó líklega að þeirra.  Líklega hefur hann lagt áherslu á að "staða hans" fyrrum heimsmeistara verði virt innan liðsins.

En það verður gaman að fylgjast með hvernig Alonso og Renault tekst að "smella saman" á ný.  Sögulega séð hefur Renault alltaf tekist að framleiða feikna góðar formúluvélar, en spurningin er hvernig þeim tekst upp við sjálfa bílsmiíðina.

En ég hef alla trú á því að næsta tímabil verði gott, við eigum eftir að sjá Raikkonen, Massa, Alonso og Hamilton berjast af miklum kappi, og ekki ólíklegt að einhverjir eigi óvænt eftir að blanda sér í leikinn, rétt eins og Hamilton gerði þetta árið.


mbl.is Alonso og Piquet aka fyrir Renault
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jólin koma... líka að Bjórá

Það er hægt og rólega að færast jólastemning yfir fjölskylduna að Bjórá.  Þar fer eins og vera ber Foringinn fremstur í flokki og á það jafnvel til að syngja Jólahjól hástöfum. Annað jólalag sem nýtur hylli hans er Jólarokk með Sixties.  Undir öðrum kringumstæðum hefur hann annars lítt verið fáanlegur til að flíka sönghæfileikum sínum.

En á laugardaginn var fékk hann það verkefni að skreyta lítið jólatré í leikskólanum og fékk að fara með það heim.  Á sunnudaginn brá fjölskyldan svo undir sig betri fótunum og heimsótti Íslendinga í Guelph og bakaði með þeim piparkökur.  Það var nú ekki hægt að segja að ég til mikils nýtilegur þar, en siðferðislegan stuðning og bragðfræðilega ráðgjöf lagði ég þó fram.

Foringinn og konan bökuðu og skreyttu piparkökur af miklum móð.  Jóhanna var hins vegar í liði með pabba sínum.

Dagurinn var ákaflega ánægjulegur og líklega hef ég ekki talað Íslensku af jafn miklum móð síðan í sumar.

Í gær og fyrradag fóru síðan jólapakkar að koma með póstinum og þá fór heldur að lifna yfir drengnum.  Það er að vísu erfitt fyrir hann að horfa á eftir þeim inn í skápa en þó er betra að vita af þeim komnum í hús.

Þær verða þó líklega ekki opnaðar fyrr en á milli jóla og nýárs, því nú styttist hins vegar í að fjölskyldan haldi til Florida, þar sem Bjórárfjölskyldan hyggst slappa af yfir jólin. Þar komum við til með að dvelja hjá bróður mínum og fjölskyldu hans, þannig að það ætti að nást Íslenskur blær á jólin.

 Komum aftur heim fyri áramót og komum til með að eyða þeim í rólegheitum hér heima.

Í nótt gaf jólasveinninn sér tíma til að koma við að Bjóra, enda ekki annað hægt, því eins og Foringinn segir sjálfur ".. en ég er góður".  Það sem kom í skóinn þennan morgunin voru stuttermabolir.

Leifur sagðist ætla vera svo góður í dag að hann fengi bíl á morgun.  Það bíða allir spenntir eftir því að sjá hvort að það gerist.


Kanadíska leiðin í klæðaburði nýbura

Ég verð að viðurkenna að á glotti út í annað þegar ég heyri rætt um klæðaburð nýbura á Íslandi, þ.e.a.s. "stóra bleika og bláa málið", eins og sumir kjósa að nefna það.

Ég verð að viðurkenna að ég hef enga reynslu af því að eignast börn á Íslandi, hef aldrei gengið í gegnum þá reynslu.  Ég hef hins vegar tvisvar sinnum átt því láni að fagna að eignast barn hér í Kanada. 

Í fyrra skiptið var það drengur en hið síðara stúlka.  Ég lenti ekki í neinum útistöðum við yfirvöld eða starfsfólk sjúkrahússins þar sem börnin komu í heiminn.

Hér ríkir einfaldlega sú regla að börnin eru klædd í þau föt sem foreldrarnir koma með og ætla barninu.  (Rétt er þó að geta þess að sjúkrahúsið býður upp á "klúta" ef foreldrar láta sér nægja að vefja barninu inn í þá, ég man óljóst eftir því hvernig þeir eru á litinn, en minnir að þeir séu hvítir).


Sitt hvorn loftlagsvandinn?

Það er auðvitað frábært og stórkostlegt að þeir sem sitja loftlagsráðstefnuna á Balí skuli ferðast um á hjólum og sýnir auðvitað hvað þeir eru meðvitaðir um vandanm, eða hvað?

Það er hins vegar fróðlegt að lesa þessar tvær fréttir saman, þessa sem er tengd við færsluna og þessa sem birtist á visi.  Þær gefa nefnilega nokkuð misvísandi skilaboð um hve meðvitaðir þátttakendur eru um vandann.

Annars vegar koma þeir á einkaþotum, hinsvegar ferðast þeir um að reiðhjólum.  Þetta minnir dulítið á gamla máltækið " að henda krónunnni og hirða aurinn".

 

 

 


mbl.is Umhverfisvæn farartæki á Bali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

... víst er skítt að búa að Íslandi??

Ekki ætla ég mér að gagnrýna niðustöður þessa samanburðar, né heldur að segja að hann sé kórréttur.  Til þess hef ég engar forsendur, hef ekki lesið skýrsluna, og hefur heldur ekki tíma (og takmarkaðan áhuga) til þess að kafa djúpt í skýrslur sem þessar.

En það er nokkuð merkilegt að þegar skýrslur sem þessar (um umhverfismál, efnahagsmál, jafnréttismál eða hvað eina annað) þá kemur S.S. fólkið (Sjálfskipaðir Sérfræðingar) og segir okkur að það sé ekkert að marka þessar skýrslur.  Það sé ekki rétt borið saman, ekki réttu atriðin tekin inn, Ísland eða Íslendingar hafi skilað inn röngum tölum eða hreinlega falsað þær.  Sumir benda á að sumt sem Íslendingar geri, hafi þeir ekki gert á "réttum forsendum" (rétt eins og það að heita vatnið sé nýtt til þess að spara en ekki vegna þess hvað það er umhverfisvænt) og því sé það varla marktækt.  Skrýtin málflutningur.

Þau vita betur.  Það er skítt að búa á Íslandi og varla nokkrum manni bjóðandi, ef marka má suma.  Margir stjórnmálamenn taka svo undir í kórnum, en afstaða þeirra snýst þó furðu hratt, eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu.

Auðvitað er enginn ástæða til þess að líta á niðurstöður samanburðakannana sem endanlegan og ósnertanlegan sannleik, en það er líka tímabært að fara að sætta sig við að það er gott að búa á Íslandi og fyllilega sambærilegt við það sem best gerist í heiminum oft meira að segja örlítið betra. 

Það þýðir heldur ekki að það sé ekki ýmislegt sem er hægt að gera betra, en besta leiðin til þess að mínu mati er ekki að rífa niður það sem hefur skilað Íslendingum í fremstu röð.


mbl.is Ísland í fremstu röð í umhverfismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er málið?

Þessi frétt er nokkuð merkileg, og ekki bara vegna þess að "útlenskar kýr séu notaðar hér á landi".  Auðvitað er þetta gott tækifæri til þess að gera samanburðarrannsóknir á "'Íslenskum kúm" og komast að þvi hvort að marktækur munur sé að mjólk úr mismunandi stofnum Íslenskra kúa, sem "ganga saman" ef svo má að orði komast og eru fóðraðar eins.

Ef Íslenskt landbúnðarkerfi væri gott og sveigjanlegt, og rekið með þarfir neytenda í huga, mætti svo þess vegna hugsa sér að markaðssettar væru mismunandi tegundir af mjólk, allt eftir kynstofnum eða öðrum þáttum.

Þannig mætti þá kaupa "landnámsmjólk" (þó að vissuleg megi leyfa sér að álykta að þó nokkrar breytingar hafi átt sér stað síðan þá á stofninum), "Angusmjólk", nú eða hvað annað sem framsýnum bændum dytti í hug að bjóða upp.  "Blönduð" mjólk væri líka á boðstólum (eins og virðist vera nú, ef ég skil fréttina rétt).

Það er ekkert að því að flytja inn fleiri kúakyn til Íslands ef rétt er haldið á málum, en það sem þarf fyrst og fremst að vera í lagi, er rétt og ítarlega upplýsingagjöf til neytenda, þeir eiga rétt á því að vita hvað þeir eru að kaupa.

P.S. al


mbl.is Dæmi eru um að útlenskar kýr séu notaðar hér á landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Elskist, búið saman og bjargið umhverfinu?

Ég verð að viðurkenna að ég hef alltaf lúmskt gaman af því þegar mál eru skoðuð frá óvenjulegum sjónarhornum.

Þannig er einmitt með grein sem ég rakst á þegar ég var að flækjast á vef Globe and Mail.  Þar er fjallað um þau áhrif sem skilnaðir hafa á umhverfið.  Þar er verið að tala um loftslagsmál, aukna vatns og rafmagnsnotkun, meira rými og svo má lengi áfram telja.

Í stuttu máli má segja að vísindamennirnir komist að þeirri niðurstöðu að skilnaðir séu umhverfisvá.

Gamla góða slagorðinu yrði þá líklega breytt í "Make Love, Not Pollution". 

Skyldi þetta vera rætt á Bali?  En hér þurfa auðvitað þær stöllur Jóhanna og Þórunn að taka höndum saman.

En í greininni má m.a. lesa eftirfaranda:

"Now there is one more reason for couples to try to stay together: Researchers have added divorce to the long list of things that are bad for the environment.

U.S. researchers, in a study believed to be the first to link marriage breakdown with its environmental impact, have concluded divorce definitely isn't green.

They say it leads to "resource-inefficient lifestyles" that dramatically increase the consumption of water and electricity, and demands for housing.

Although it isn't surprising that the study found separated couples and their children consume more than they would had their families remained intact, the amount of damage they cause to the environment hasn't been quantified in such detail before."

"The study found that in the United States, divorced households spent between 46 and 56 per cent more on electricity and water for each person than in married households.

Looking at that country in 2005, it said divorced households could have saved more than 38 million rooms, 73 billion kilowatt-hours of electricity and about 2.4 trillion litres of water if their resource use matched that of married couples.

The amounts of water, housing and electricity indicated by the U.S. figures are the equivalent of a very large city. The water alone is equal to the amount used by about 13 million people, at typical North American usage rates, and the extra spending on the two utilities cost $10.5-billion (U.S.)."


Að hafa efni á því að þvo bílinn

Ég var sem oft áður að þvælast eitthvað á netinu og rakst þá á þessa snilldarfrétt á visi.is

Þar er verið að fjalla um hve hrifnir Íslendingar eru af Range Rover bifreiðum.  Sagan segir að það sem af er þessu ári hafi jafn margar Range Rover bifreiðar selst á Íslandi og í Danmörku og Svíþjóð samanlagt.  Það var þó ekki það sem vakti athygli mína heldur þessi frásögn þess sem markaðssetur þær bifreiðar:

"Andrés Jónsson, kynningarstjóri hjá B&L, segir að menn geti ýmislegt gert til að skera sig úr hópnum, til dæmis að fá sér hvítan Range Rover. Bæði sé maður með því öðruvísi en fjöldinn, og svo segi liturinn líka ýmislegt um fjárráðin. Erfitt sé að halda hvítum bíl almennilega hreinum, og því þurfi maður að hafa efni á því að láta þrífa hann."

Ég, sem verð að viðurkenna fáfræði mína í atferlisfræðum og markaðsetningu bifreiða, verð einnig að viðurkenna að ég hafði hreinlega ekki hugmynd um, þó að illa ári í kauphöllinni, að þeir sem væru að kaupa sér bil fyrir u.þ.b. 16. milljónir, hefðu hann svartan vegna þess að þeir hefðu ekki efni á því að þvo hann.

En svo lengi lærir sem lifir.


Að byrja á að breyta hjá sjálfum sér

Það er stundum sagt að byltingin byrji heima fyrir fyrir, eða að hver og einn þurfi að líta í eigin barm.  Nú eða málshátturinn sem byrjar svo:  Það sem höfðingjarnir hafast að ....

Það var ekki laust við að slíkar hugsanir læddust í huga minn þegar ég las þessa frétt á vef vísis um "Loftlagsfund Sameinuðuþjóðanna" sem er víst haldinn á Balí um þessar mundir.

Aðalvandamálið fyrir þá sem stjórna flugvöllunum á Balí, er hvar eigi að koma öllum einkaþotunum fyrir. 

Hver skyldi losunin í tonnum vera fyrir þá sem mæta á fundinn?  Hvað gæti hann hafa verið minni ef þeir hefðu farið með "venjulegu" áætlunarflugi?

Einhvern veginn finnst mér þetta ekki virka hvetjandi á almenning til að taka þessa hluti, nú eða ráðstefnuna alvarlega.

En auðvitað er það þreytandi og vanþakklátt starf að bjarga heiminu, og nógu þreytandi þó að menn þurfi ekki að fljúga eins og óbreyttur almúginn.

 

"Flugvélafargan á loftslagsfundi

Flugvöllurinn í Balí í Indónesíu rúmar ekki allar þær einkaþotur sem koma til landsins vegna fundar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál. Fundurinn hófst á mánudag og stendur fram til 15. desember.

Samkvæmt indónesíska fréttamiðlinum Tempo Interaktif hafa sumir fundargestir sem koma á einkaþotum verið beðnir um að leggja vélum sínum á flugvöllum í borgunum Surabaya, Lombok, Jakarta og Makassar. Þeir fá þó að lenda og taka á loft á flugvellinum í Balí, en verða að geyma flugvélarnar utan borgarinnar.- sþs "

Auðvitað á að launa það sem vel er gert

Það hafa nú ekki verið margar ástæður fyrir almenna hluthafa Fl-Group til að gleðjast undanfarna daga.  Eign þeirra hefur sigið í verði og útlit er fyrir að það muni hún gera enn frekar á næstu dögum, þó vissulega sé ekki hægt að fullyrða um slíkt.

Þessi frétt á www.visir.is hlýtur þó að hafa skotið gleðineistum í brjóst þeirra, því hún sýnir að félagið heldur ótrautt áfram og heldur áfram að gera vel við starfsmenn sína, sem er jú alltaf hvati fyrir þá að vinna vel fyrir hluthafana.

Annars velti ég því mikið fyrir mér, hvers vegna þeir sem hafa frumkvæðið að eigin starfslokum, bera úr býtum langa starfslokasamninga.  Það er auðvitað best að hætta sem oftast í vinnunni.

En fréttina má einnig lesa hér að neðan.

"Hannes fær 60 milljónir í starfslokasamning

Hannes Smárason, fráfarandi forstjóri FL Group, fær 60 milljónir króna í starfslokasamning frá félaginu. Hannes hefur verið forstjóri félagsins síðan í október 2005 þegar Ragnhildur Geirsdóttir hætti. Þar á undan var hann starfandi stjórnarformaður frá árinu 2004.

Hannes var með rétt rúmar fjórar milljónir í mánaðarlaun á síðasta ári samkvæmt ársskýrslu FL Group 2006. Heimildir Vísis herma að hann fái greidda fimmtán mánuði í starfslok sem gera rétt um 60 milljónir.

Um leið og Hannes lætur forstjórastarfið af hendi til Jóns Sigurðssonar þá heldur hann áfram starfi sínu sem stjórnarformaður Geysir Green Energy. Þar hyggst Hannes kaupa 23% hlut af FL Group og verða stærsti hluthafinn. Hann er einnig, eins og sakir standa, næststærsti hluthafi FL Group með 13,7% hlut.

Athygli vekur að Hannes er aðeins hálfdrættingur á við fyrirrennara sinn Ragnhildi Geirsdóttur sem fékk 130 milljónir frá FL Group eftir að hafa setið á forstjórastóli í fimm mánuði.

 


Fimm feitustu starfslokasamningarnir

1. Bjarni Ármannsson, Glitnir 6 milljarðar
2. Þórður Már Jóhannesson, Straumur-Burðarás 1,3 milljarðar
3. Axel Gíslason, VÍS 200 milljónir
4. Styrmir Bragason, Atorka 200 milljónir
5. Sigurður Helgason, Icelandair 170 milljónir"


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband