Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
30.11.2007 | 02:14
Kristilegt siðgæði?
Þó nokkrar umræður fara nú fram á Íslandi um "kristilegt siðgæði". Uppsprettan að þessum umræðum er eftir því sem að ég kemst næst frumvarp um skólastarf sem liggur fyrir Alþingi.
Í framvarpinu er ekki minnst á að skólastarf á Íslandi skuli byggjast á "kristilegu siðgæði, heldur stendur í frumvarpinu, að "umhyggju, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi". Þetta þykir mörgum hin mesta hneysa.
En er þetta eitthvað sem stangast á við "kristilegt siðgæði"?
Nú verð ég að viðurkenna þá fáfræði mína, að ef ég væri spurður um hvað "kristið siðgæði" væri, þá myndi ég líklega færast undan því að svara, enda langt frá því að ég hefði svarið á hreinu. Málið er að (mínu mati að) "kristilegt síðgæði" hefur að mér virðist tekið miklum breytingum í tímans rás, sem og að "kristilegt síðgæði" virðist mismunandi eftir löndum og að í þriðja lagi virðist "kristilegt siðgæði" vera mismunandi eftir því hvaða forsvarsmaður kristilegs trúfélags er að tala, svo ekki sé minnst á það að mismunandi skoðanir virðast oft vera uppi í ríkiskirkjunni um hvað "kristilegt siðgæði" felur í sér.
Ég verð reyndar einnig að nefna, að að mér setur "aulahroll" þegar ég heyri menn tala eins og að kristin kirkja hafi einkarétt að því sem kallað er "siðgæði".
Auðvitað hefur kristin kirkja lagt margt gott til almenns "siðgæðis", því ber ekki að neita. En hitt ber líka að hafa í huga að siðgæði annarra trúarbragða og menningarheima, rétt eins og fram kemur til dæmis í Hávamálum, hafa ekki síður lagt efni til "siðgæðis" okkar.
Sé litið til þróunarsögu "kristilegs siðgæðis" er til dæmis auðveldlega hægt að hugsa sér að trúarbrögð á við "Ásatrú", hefðu þróast til jafns, ef ekki til betri vegar en kristindómurinn, hvað "siðgæði" varðar. Um slíkt er þó ekkert hægt að fjölyrða, þar sem slík þróun átti sér aldrei stað, en þó hefur mér virst að nútíma "Ásatrúarmenn" hafi "siðgæði" sem standi "siðgæði" ríkiskirkjunnar ekkert að baki. Né heldur hefur mér virst að þeir menn sem ég hef kynnst og segja sig trúlausa, séu endilega "siðgæðislausir".
Persónulega er ég þeirrar skoðunar að það sé rangt að ríkisreknir skólar leggi áherslu á "kristilegt siðgæði". Það er eðlilegra að hinar kristnu kirkjur kenni slíkt, og foreldrar sendi börn sín þangað. Það gæti hvort sem er gerst með aukakennslustundum (rétt eins og er með sunnudagaskóla) eða með því að kirkjur eða kristin samfélög stofni "einkaskóla", sem byggi þá á "kristnu siðgæði".
Öll þessi umræða sannfærir mig enn og aftur um nauðsyn þess að skilja á milli ríkis og trúfélaga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.11.2007 | 20:43
Blessað guðlastið
Þetta er auðvitað bæði skringilegt og sorglegt mál, enda alltaf til óþurftar þegar trúarbrögð blandast inn í stjórnsýslu og dómskerfi.
Þó má líklega segja að þessi dómur sé að mörgu leyti vægari en búast hefði mátt við og sem betur fer laus við "miðaldarefsingar" svo sem hýðingu eða annað slíkt. Þannig má líklega telja að utankomandi þrýstingur hafi skilað einhverjum árangri. Dómstóllinn hefur þó heldur ekki lagt í að styggja "ofsatrúarmenn" í landinu með því að sýkna í málinu.
En áður en Íslendingar hneykslast á dómum sem þessum, sem eru vissulega ekki til fyrirmyndar, væri þeim hollt að rifja upp hvenær síðast var ákært fyrir guðlast á Íslandi.
Kennari fundinn sekur í bangsamáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.11.2007 | 20:13
Karlaathvarfið
Það er merkilegt hvað sú nýbreytni hjá Hagkaupum að bjóða upp á athvarf í versluninni sem hugsað væri sem athvarf fyrir karla þar sem þeir gætu horft á sjónvarp á meðan "betri helmingurinn" verslanði.
Meira að segja stjórnmálamenn virðast telja sig knúna til að tjá sig um "ástandið", spurningin hvort að skipulagsyfirvöld í Reykjavík taki sig ekki til og banni slíkt skipulag verslana.
En ég velti því fyrir mér hvernig meiningin er að standa að þessu? Ætlar Hagkaup að vera með dyravörð og meina konum aðgang að rýminu?
Eða er þetta einfaldlega þægilegt svæði sem allir hafa aðgang að, konur og karlar og umræðan stormur í tebolla?
29.11.2007 | 15:51
Lífskjör og aðstoðarmenn.
Það er augljóslega gott að búa á Íslandi, alla vegna ef marka má Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna, þeirra niðurstaða er eins og flestir þekkja sú að hvergi sé betra að búa.
Nú er það svo að ekki ber að taka niðurstöður sem þessa alltof hátíðlega, enda lífkjör líklega ekki að öllu leyti mælanleg, né einstaklingar sammála um hvað beri að meta hitt sem stóran hlut af vænlegum lífskjörum.
Það breytir heldur ekki neinu hvort að Ísland hafi farið upp um sæti, eða eigi eftir að fara niður um einhver sæti á næstu árum (sem er mjög líklegt að gerist). Það er staðreynd að lífskjör á Íslandi eru með því besta sem gerist.
Það vekur hins vegar upp spurningar hvers vegna svo margir básúna eilíflega um að á Íslandi sé vont að búa og þar stefni allt til verri vegar og hafi gert það um langa hríð?
Annað sem vakti athygli mína eru umræður um að bæta þurfi lífskjör alþingismanna á Íslandi. Er talað um að vinnuálag á þá sé slíkt að í það minnsta hluti þeirra (ef ekki þeir allir) þurfi aðstoðarmenn.
Það verður að segjast eins og er, að til þess að þeim sé mögulegt að hafa yfirsýn yfir öll svið þjóðlífsins, og skipuleggja og hanna jafnt klæðnað nýbura, sem og móta og skipuleggja nýyrðasmíði og málnotkun, þá er það augljóst mál að þeim veitir ekki af vöskum hjálparmönnum.
Einhverjir úrtölumenn gætu þó skotið því fram að ef til þyrftu þeir fyrst og fremst að hafa "skarpari fókus" í starfi sínu.
P.S. Ég sakna svo umræðu um hvaða titil "aðstoðarmennirnir" eiga að bera, því varla er verið að mælast til þess að þeir verði allir karlkyns og þarft er að ræða hvort að þeir/þau/þær geti borið mismunandi titla eftir kynferði. Það færi líklega best á að almenningur tæki þá umræðu að sér, enda varla nokkur tími til þess á Alþingi án aðstoðar alþingisstoðanna (mín tillaga að starfsheiti).
28.11.2007 | 20:24
Bannað að kjósa með blæju eða grasker?
Þó nokkur styr hefur staðið um "blæjunotkun" hér í Kanada og hefur eins og víðar sítt sýnst hverjum. Ekki hefur staðið til að banna "blæjunotkun", en hins vegar að skylda fólk til að "sýna sitt rétta andlit" við hin ýmsu tækifæri, t.d. þegar kosið er og önnur samskipti sem nefnd hafa verið eru samskipti þar sem gjarna er krafist persónuskilríkja, s.s. í samskiptum við lögreglu eða bankastofnanir.
Nú hillir hins vegar undir lagasetningu sem tekur af allan vafa um að bannað sé að kjósa með "blæju", eða nokkuð annað sem skýli andlitinu, þannig að erfitt sé að bera kennsl á viðkomandi. Minnihlutastjórn Íhaldsflokksins (Conservative Party) hyggst leggja fram frumvarp þessa efnis, og hefur samkvæmt frétt Globe and Mail, tryggt stuðning Nýja lýðræðisflokksins (NDP New Democratic Party) við frumvarpið. Þó er ekki ljóst hvort að Öldungadeildin kemur til með að hleypa frumvarpinu í gegn, en þar er Frjálslyndi flokkurinn (Liberal Party) ráðandi (Þótt ótrúlegt megi virðast er ekki kosið til efrideildar, heldur meðlimir þar skipaðir af forsætisráðherra).
Frjálslyndi flokkurinn sem og Quebec blokkin (Bloc Québécois) hafa ekki gefið upp afstöðu sína, en hafa lýst yfir efasemdum um frumvarpið.
Persónulega tel ég þetta frumvarp af hinu góða og er því fylgjandi, það hlýtur að vera eðlileg krafa að hægt sé að bera kennsl á fólk og bera saman við skilríki og að sjálfsögðu eiga ekki að vera í gildi nema ein lög í landinu - fyrir alla.
En hér er frétt Globe and Mail en þar má m.a. lesa eftirfarandi:
"Canadians hoping to vote in the next federal election with a veil, pumpkin, sheet or anything else covering their faces will soon be out of luck as the Conservative government has secured enough support to pass a bill forcing voters to show their faces.
NDP MP Yvon Godin told Government House Leader Peter Van Loan yesterday during a committee review of the bill that his party will support the proposed law. That ensures the government has enough votes to pass the bill through the House of Commons, though it would still have to clear the Liberal-dominated Senate. The position of Liberal and Bloc Québécois MPs on the committee was unclear yesterday as both parties expressed concerns.
Mr. Van Loan said it is unfortunate that the Muslim community has been forced to debate a right that they had never asked for, but noted the controversy has inspired a wave of mischievousness that must now be addressed.
There were 70 cases during this fall's three by-elections in Quebec where people showed up with their faces covered, he said, including one man wearing a pumpkin on his head. Mr. Van Loan said he was not aware of any serious requests by Muslim women to vote with a veil during those by-elections.
"When people start to ridicule the rules that are in place for an election, that starts to erode public confidence in our system and I don't think we as parliamentarians can stand by and allow this to continue," Mr. Van Loan told the committee."
28.11.2007 | 05:03
Er ég að verða hipp og kúl?
Það er ekki á hverjum degi sem ég les það í virtum fjölmiðlum að eitthvað sem ég hef gert til fjölda ára og skemmti mér við, sé að verða "trend" hjá "innkreðsum" í Washington D.C.
Það gerðist þó í kvöld þegar ég var að "brávsa" New York Times og sá þar grein um að "the great and powerful" eru farnir að versla í Costco, og kunna því vel. Meira að segja Richard Perle, kaupir laxinn í graflaxinn í Costco, rétt eins og ég.
Það er reyndar eitthvað sem ég get vel skilið, en Costco var fyrsta verslunin sem ég tók "ástfóstri" við þegar ég flutti hingað til Kanada (hafði reyndar farið þangað í hverri heimsókn áður). Þetta er einfaldlega eitthvað svo "brilliant".
Að rölta um með innkaupakerru (ca. einu sinni í viku), kaupa í matinn, nokkrar bækur, myndavél eða skartgripi (frábærir demantshringir fyrir allt að 400.000 ISK) ef svo stendur á, fara með myndirnar í prentun (eða senda þær yfir netið daginn áður), fá þær þegar verslunarferðinni er lokið (eftir klukkustund), skoða "heavy verkfæri", kaupa dýnur, eða frystikistu, horfa á fólkið í bakaríinu vinna, eða kíkja á glerið í kjötvinnslunni. Tölvur, prentarar, golfsett, og 50" plasmaskjáir, allt er í hillunum reiðubúið til að vera sett í "körfuna". Fröstlögur, rúðuvökvi, rúðuþurkur fyrir bílinn og rafgeymar, allt til staðar ásamt vararafstöðum, stigum, parketti og chantarelle sveppum.
Flest er selt í stórum pakkingum, það þýðir ekkert að ætla að kaupa minna en 3. kíló af nautahakki, eða 4. svínalundir. Kjúklingar eru 3. í pakka nautalundir vega ekki minna en 3. kíló. Það er þess vegna sem það kemur sér svo vel að geta gripið frystikistu með.
Síðan senda þeir mér ávísun heim einu sinni á ári fyrir 2% af því sem ég versla fyrir (reyndar er árgjaldið 100 CAD, en endurgreiðslan hefur verið mun hærri undanfarin ár). Núna er ég reyndar kominn með Costco AMEX, sem tryggir mér önnur 2% eða u.þ.b. til viðbótar.
Bandaríkjamennirnir hafa það reyndar dulítið betra en við Kanadamegin, þar sem þeir geta keypt bjór og annað áfengi í Costco (það myndi vissulega hækka endurgreiðsluna hjá mér), en hér er þetta allt bundið í einkasölu, rétt eins og á Íslandi.
Þetta er auðvitað allt stórkostlegt, en þeir sem muna nokkur ár aftur í tímann og eru farnir að velta því fyrir sér hvort að ég geti útvegað þeim "pöntunarlista" frá Costco....., þá er svarið nei, þvi miður.
En í greininni í NYT, má m.a. lesa:
"RICHARD PERLE said he was game for a reconnaissance mission.
Mr. Perle, the neoconservative and former adviser to Donald Rumsfeld, offered to walk through his local Costco, pointing out the products that he said were increasingly drawing D.C. power shoppers like himself.
That Richard Perle? The gourmand with a home in Provence who once dreamed of opening a chain of soufflé restaurants?
Yes, Mr. Perle proudly shops in Costcos concrete warehouses stocked with three-pound jars of peeled garlic and jumbo packs of toilet paper. And he has no problem serving the stores offerings to dinner guests.
Because it should have been Dean & DeLuca? he asked, sounding half incredulous and half amused. I really think theres a socio-cultural thing here, and people are entitled to their pretensions.
As a recent article in Vanity Fair lamented, the days of glamorous Washington dinner parties are long gone. Indeed, some hostesses today arent above serving Costco salmon, nicely dressed up with a dollop of crème fraîche.
Mr. Perle said he shopped at Costco once a week when he was in town, and at a dinner party he held recently for several colleagues and friends, most ingredients were from there the beef for his daube à la Provençal, the limes for his lime soufflé. The salmon for gravlax also from Costco. He said he always received compliments, and he always got double takes when he told his guests where he shopped. "
"In that sense, catering by Costco is a style statement, like drinking Pabst Blue Ribbon beer.
Reverse chic is a very powerful phenomenon in status-oriented circles, said David Kamp, the author of The United States of Arugula (Broadway, 2006), a book about the American fine-food revolution. I think Costco is the same thing. It gets discovered.
To its benefit, Costco has carefully fashioned an upscale-downscale image, and their stores do better in high-end locations, said the companys chief financial officer, Richard Galanti. In the Washington area, the highest volume location is its store in the Pentagon City neighborhood of Arlington, Va.
WE knew that we would attract government, we would attract ambassadors, we would attract military personnel, we would attract the parties and embassies," said Joe Potera, the chief operating officer, referring to the Pentagon City store. "We have thousands of sheet cakes during all the major holidays for Pentagon parties, for ambassador parties, for staff parties in the capital. Its kind of a destination." Costco also has a chocolate shop that produces molds of the Capitol as well as the Pentagon.
Ms. Baldrige said she saw no problem shopping for dinner parties at Costco.
I would say bully for you, get the best deal you can, she said. Just dont make that the main topic of conversation. Know a little bit about foreign affairs as well as how Costco is doing. Be able to be a little more scintillating other than being able to discuss the cost of your food.
Bragging about the saving might be reserved for the brave few. One Washington hostess who loves Costco didnt want people to know that her husband likes to hang out in the food court munching the quarter-pound hot dogs ($1.50 with a soda)."
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2007 | 02:21
Hvað er svona merkilegt við það...
Ég er einn af "karlhlunkunum" sem horfi því sem næst alltaf á Silfur Egils. Ég verð eiginlega að láta það koma fram að ég læt mér það í léttu rúmi liggja þó að einhverjar "femmur" ætli sér að "sniðganga" "Silfrið".
Ekki þar fyrir að oft hefur framkoma þeirra þar haft ákveðið skemmtanagildi. Það hefur mátt hlægja eða dæsa yfir málflutningi þeirra. En "lífið heldur áfram", hvort sem að "femmur" eru í Silfri Egils eður ei.
Það vekur hins vegar alltaf nokkra athygli þegar einstaklingar af einhverjum ástæðum kjósa að neita tækifærum til að vekja athygli á málstað sínum.
Skyldi það vera vegna þess að stuðningur við hann minnkar gjarna þegar þeir koma fram?
Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.11.2007 | 21:22
Vændiskonur safna fyrir forsetaframbjóðanda
Ég man ekki eftir því í fljótu bragði að vændishús eða vændiskonur hafi verið atkvæðamikil í stjórnmálum, ja nema auðvitað þegar slíkt hefur stuðlað að falli einhvers stjórnmálmannsins, sem ekki hefur mátt vamm sitt vita.
Það var ekki laust við að ég glotti út í annað þegar ég sá myndskeið á vef Globe and Mail þar sem vændiskonur sem starfa á vændishúsi í Nevada, eru ekki að reyna að koma stjórnmálamanni í vandræði, heldur þvert á móti eru að reyna að fá hann kjörinn.
Þar er um að ræða Ron Paul, sem tekur þátt í forkosningum hjá repúblikunum og má sjá í myndbandinu stúlkurnar biðja viðskiptavini um fé til stuðnings Ron Paul og segjast ætla að hvetja viðskiptavini sína til að kjósa hann.
Það er óhætt að segja að pólítíkin getur tekið á sig skrýtnar myndir og farið undarlegar leiðir.
27.11.2007 | 02:31
Það sem vantar í fréttina
Það er alveg rétt að Hilary myndi ekki ríða feitum hesti frá viðureign við repúblikana samkvæmt þessari könnun. En það vantar stór atriði sem komu fram í könnuninni í þessa frétt.
Fréttin segir ekki nema hálfa söguna ef svo má að orði komast. Bæði Obama og Edwards myndu sigrra þá hina sömu frambjóðendur repúblikana sem Hillary myndi tapa fyrir, þ.e.a.s. ef marka má þessa könnun Zogby´s.
Allar niðurstöðurnar má sjá á vef Zogby´s.
Það virðist því sem að val demókrata, þar sem Hillary er sterk, fari ekki saman við það sem þjóðin myndi kjósa.
Það verður því fróðlegt að fylgjast með hvort að þessar niðurstöður komi til með að hafa áhrif á niðurstöðurnar hjá demmunum, eða hvort Hillary nær að sigra eins og flest bendir nú til.
Repúblikanar vinsælli en Clinton | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.11.2007 | 07:40
Kynlífsferðalög kvenna
Það hefur í gegnum árin mikið verið skrifað um "kynlífstúrismann", aðallega í því formi að karlar flykkist til ákveðinna landa (gjarna í Asíu, t.d. Filipseyja, Thailands svo dæmi séu nefnd) og hefur sitt sýnst hverjum, enda fáir hafa þó mælt þessum ferðum bót.
En það er nú eins og annað, að það eru ekki bara karlmenn sem leggjast í "kynlífsferðalög", þó að ekki hafi mikið farið fyrir fréttaflutningi af slíkum túrisma kvenna.
En á vef The Globe and Mail má einmitt finna slíka frásögn í gær (sunnudag), en þar segir frá hvernig þessum málum er háttað í Kenya. Þar kemur reyndar fram að þarlend ferðamálayfirvöld eru ekki mjög hrifin af þessari viðbót við ferðamannaflóruna, en vissulega er erfitt að sporna gegn þessu.
Greinina má finna hér, en þar segir m.a.:
"They are on their first holiday to Kenya, a country they say is "just full of big young boys who like us older girls".
Hard figures are difficult to come by, but local people on the coast estimate that as many as one in five single women visiting from rich countries are in search of sex."
"Also, the health risks are stark in a country with an AIDS prevalence of 6.9 per cent. Although condom use can only be guessed at, Julia Davidson, an academic at Nottingham University who writes on sex tourism, said that in the course of her research she had met women who shunned condoms -- finding them too "businesslike" for their exotic fantasies.
The white beaches of the Indian Ocean coast stretched before the friends as they both walked arm-in-arm with young African men, Allie resting her white haired-head on the shoulder of her companion, a six-foot-four 23-year-old from the Maasai tribe.
He wore new sunglasses he said were a gift from her.
"We both get something we want -- where's the negative?" Allie asked in a bar later, nursing a strong, golden cocktail."
""One type of sex tourist attracted the other," said one manager at a shorefront bar on Mombasa's Bamburi beach.
"Old white guys have always come for the younger girls and boys, preying on their poverty ... but these old women followed ... they never push the legal age limits, they seem happy just doing what is sneered at in their countries."
Experts say some thrive on the social status and financial power that comes from taking much poorer, younger lovers.
"This is what is sold to tourists by tourism companies -- a kind of return to a colonial past, where white women are served, serviced, and pampered by black minions," said Nottinghan University's Davidson."
""It's not love, obviously. I didn't come here looking for a husband," Bethan said over a pounding beat from the speakers.
"It's a social arrangement. I buy him a nice shirt and we go out for dinner. For as long as he stays with me he doesn't pay for anything, and I get what I want -- a good time. How is that different from a man buying a young girl dinner?""
Það má ekki misskilja þetta þannig að ég sé að fordæma þessar konur, eða ferðalög þeirra. Ég er frekar að benda á að margt er líkt með skyldum, ef svo má segja, karlar og konur eru jú tvær greinar af sama meiðinum.
Konur eins og karlar, kaupa vændi, kaupa klámblöð og horfa á klámyndir og þar fram eftir götunum, margar þeirra hafa jafnvel farið á "súlustaði".