Það sem vantar í fréttina

Það er alveg rétt að Hilary myndi ekki ríða feitum hesti frá viðureign við repúblikana samkvæmt þessari könnun.  En það vantar stór atriði sem komu fram í könnuninni í þessa frétt.

Fréttin segir ekki nema hálfa söguna ef svo má að orði komast.  Bæði Obama og Edwards myndu sigrra þá hina sömu frambjóðendur repúblikana sem Hillary myndi tapa fyrir, þ.e.a.s. ef marka má þessa könnun Zogby´s.

Allar niðurstöðurnar má sjá á vef Zogby´s.

Það virðist því sem að val demókrata, þar sem Hillary er sterk, fari ekki saman við það sem þjóðin myndi kjósa.

Það verður því fróðlegt að fylgjast með hvort að þessar niðurstöður komi til með að hafa áhrif á niðurstöðurnar hjá demmunum, eða hvort Hillary nær að sigra eins og flest bendir nú til.

 

 


mbl.is Repúblikanar vinsælli en Clinton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband