Lífskjör og aðstoðarmenn.

Það er augljóslega gott að búa á Íslandi, alla vegna ef marka má Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna, þeirra niðurstaða er eins og flestir þekkja sú að hvergi sé betra að búa.

Nú er það svo að ekki ber að taka niðurstöður sem þessa alltof hátíðlega, enda lífkjör líklega ekki að öllu leyti mælanleg, né einstaklingar sammála um hvað beri að meta hitt sem stóran hlut af vænlegum lífskjörum.

Það breytir heldur ekki neinu hvort að Ísland hafi farið upp um sæti, eða eigi eftir að fara niður um einhver sæti á næstu árum (sem er mjög líklegt að gerist).  Það er staðreynd að lífskjör á Íslandi eru með því besta sem gerist.

Það vekur hins vegar upp spurningar hvers vegna svo margir básúna eilíflega um að á Íslandi sé vont að búa og þar stefni allt til verri vegar og hafi gert það um langa hríð?

Annað sem vakti athygli mína eru umræður um að bæta þurfi lífskjör alþingismanna á Íslandi.  Er talað um að vinnuálag á þá sé slíkt að í það minnsta hluti þeirra (ef ekki þeir allir) þurfi aðstoðarmenn.

Það verður að segjast eins og er, að til þess að þeim sé mögulegt að hafa yfirsýn yfir öll svið þjóðlífsins, og skipuleggja og hanna jafnt klæðnað nýbura, sem og móta og skipuleggja nýyrðasmíði og málnotkun, þá er það augljóst mál að þeim veitir ekki af vöskum hjálparmönnum.

Einhverjir úrtölumenn gætu þó skotið því fram að ef til þyrftu þeir fyrst og fremst að hafa "skarpari fókus" í starfi sínu.

P.S.  Ég sakna svo umræðu um hvaða titil "aðstoðarmennirnir" eiga að bera, því varla er verið að mælast til þess að þeir verði allir karlkyns og þarft er að ræða hvort að þeir/þau/þær geti borið mismunandi titla eftir kynferði.  Það færi líklega best á að almenningur tæki þá umræðu að sér, enda varla nokkur tími til þess á Alþingi án aðstoðar alþingisstoðanna (mín tillaga að starfsheiti).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband