Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
24.11.2007 | 21:40
Merkileg staðreynd
Þessi stutta frétt sem ég rakst á á vef ríkisútvarpsins vakti athygli mína, hún lætur ekki mikið yfir sér en segir þó nokkra sögu. Fréttina má lesa hér.
Í fréttinni kemur fram (eins og má lesa hér að neðan) að meirihluti innlána hjá Íslensku bönkunum kemur nú að utan. Á rétt tæplega 2. árum hefur þetta hlutfall vaxið úr 7% í 52%. Þetta bendir til að Íslendingar séu ekki áfjáðir í að leggja peninga inn í banka, þeir séu hrifnari af því að taka þá að láni, og kvarta svo undan vöxtunum.
Samt hafa innlánsvextir á Íslandi verið mjög góðir undanfarin ár, til að mynda mun betri heldur en bjóðast hér í Kanada. Það ætti að virka hvetjandi á Íslendinga að leggja frekar fé inn heldur en taka það að láni.
En þetta segir líka ákveðna sögu um hve alþjóðlegir Íslensku bankarnir eru og að Íslenskir viðskiptavinir vega mun minna hjá þeim en áður var.
En hvernig skyldi annars útlánin skiptast á milli sömu hópa?
"Meirihluti innlána hjá útlendingum
Meirihluti innlána íslenskra banka eru í eigu útlendinga. Hlutur útlendinga var 7% árslok 2005 en fór í 51% í ágúst í haust. Í tilkynningu frá Fjármálaeftirlitinu segir að skýringin á þessari aukningu sé sú að viðskiptabankarnir hafi lagt áherslu á söfnun innlána í erlendum starfsstöðvum sínum.
Þá segir Fjáramálaeftirlitið að viðskiptabankar og sparisjóðir hafi lagt aukna áherslu að auka innlán. Þau hafi nærri þrefaldast á síðustu tveimur árum. Í árslok 2005 hafi hlutfall innlána af útlánum verið um 30% en um mitt þetta ár hafi hlutfallið verið komið í 52%."
24.11.2007 | 21:29
Á annað borð
Fjölskyldan að Bjórá er komin "á annað borð". Það er að segja nú er komið nýtt borð í stofu/borðstofuna. Mikið djásn. Fjölskyldufaðirnn fór og náði í það á fimmtudaginn. Búið var að láta "mennonítana" vita að borðið yrði sótt, staðfesta pöntun á sendlabíl og allt klárt. Auðvitað brast það á með frosti og snjókomu á fimmtudagsmorgunin, en það var ekkert annað að gera en að halda af stað og ferðin gekk að mestu leyti að óskum, þrátt fyrir þunga umferð flutninga og langferðabíla, sem gerðu sitt besta til að smyrja "saltpæklinum" yfir sendlabiílinn.
En borðið og stólarnir eru mikil valsmíði. Engin málmur er notaður við gerð stólanna, þeir eingöngu reknir samn með timbri og lími. Sömu sögu er að segja af borðinu, ef frá eru taldir 4 boltar sem festa fæturna við borðplötuna. Reyndar er boðið upp á að hafa það algerlega málmlaust einnig, en þá þarf að flytja það í heilu lagi á leiðarenda, sem getur verið vandasamt. Borðið er enda þó nokkur smíði, 2 metrar á lengd með 2. 50cm framlengingum á hvorn enda, samtals 3. metrar.
En auðvitað er allt annað að borða á góðu borði.
Svo er einhver pest að herja á heimilisfólkið, kvef, sár háls og hor í nös. Því var ekkert farið í leikskólann í morgun, en einbeitt sér að bata, til þess að allir verði kláriri í slaginn á morgun, en þá er árlegt jólaball Íslensk/Kanadíska félagsins hér í Toronto.
En eins og fram kom er veturinn kominn, snjór og 10 stiga frost í gær, 8 stig í morgun, en heldur farið að hlýna nú og var komið í + núna eftir hádegið. Veturinn minnir því mun fyrr á sig heldur en í fyrra, þegar enginn snjór kom fyrr en árið var liðið.
23.11.2007 | 14:15
Margt er líkt með ....
Ég hef áður bloggað um hve mér þykir umræðan oft lík hér í Kanada og á Íslandi, og kringumstæðurnar oft svipaðar.
Ég var nú eitthvað of fljótur á mér í færslunni í gær, þar sem ég talaði um að engum hefði dottið til hugar að leggja niður Kanadíska dollarann og taka upp þann Bandaríska.
Á vef The Globe and Mail í dag má einmitt lesa um slíkan málflutning. Fréttina má finna hér.
Þar má m.a. lesa eftirfarandi:
"Mr. Jarislowsky, a former Canfor Corp. director, said the loonie's rise to above par with the U.S. dollar is destroying manufacturing and could devastate the forest sector.
We don't have a single mill in Canada which isn't losing cash at the current exchange rate despite the fact we invested hundreds of millions in dollars into new equipment when we had the money, said Mr. Jarislowsky, chairman of Montreal investment firm Jarislowsky Fraser Ltd.
I believe that if we stay at the present levels the entire forest products industry practically is going to be in liquidation-bankruptcy and there's going to be an enormous loss of employment.
He scorned suggestions that now is a great time to invest in new equipment because the stronger loonie can buy more.
Very often we are being told that this is a wonderful time to invest but if you are going to go bankrupt anyhow, and if the dollar keeps shooting further up, I would say it would be throwing good money after bad, he said.
You may as well go bankrupt and try to save as much of your money by pulling it out of there before you go bankrupt rather than putting additional capital into the company.
Mr. Jarislowsky said Canada could either aim for a common North American currency or peg the loonie to the U.S. greenback at about 80 cents (U.S.), allowing it to float within a small band."
"However the federal Finance Department is cool to such ideas. It resolutely opposes the notion in briefing notes prepared for Finance Minister Jim Flaherty and obtained by The Globe and Mail under access to information law earlier this year. Finance officials told Mr. Flaherty that a common currency would mean an erosion of sovereignty for Canada.
They say it would ultimately mean Canada abandoning an independent monetary policy and therefore its ability to directly influence economic conditions within its borders.
A North American common currency would undoubtedly mean for Canada the adoption of the U.S. dollar and U.S. monetary policy, Finance officials say in the briefings. Canada would have to give up its control of domestic inflation and interest rates."
Fyrir Íslendinga óneitanalega kunnugleg umræða og kunnugleg rök, eða hvað?
Finance also believes that alternatives to a common currency, such as pegging the loonie to the greenback, are even worse ideas, notes show.
Prufið nú að skipta út "Canada" fyrir "Ísland" og "Forrest industry" fyrir "útflutningsgreinarnar" og llesið svo fréttina að nýju.
23.11.2007 | 03:12
Sterkur gjaldmiðill?
Það getur verið erfitt að búa við sterkan gjaldmiðil. Það þekkja Íslendingar og það þekkjum við einnig sem búum hér í Kanada. Nú eru Evruþjóðirnar að kynnast þessu einnig. Bandaríkjamenn bjuggu við þetta um árabil, en nú hefur dæmið snúist við hjá þeim.
Sterkur gjaldmiðill gerir útflutning mun erfiðari, rétt eins og Airbus verksmiðjurnar eru að komast að nú, enda mikill munur á stöðu evru gagnvart dollar nú eða fyrir fáum árum.
En skyldu Airbus verksmiðjurnar og aðrir útflytjendur frá Evrusvæðinu fara að mælast til þess að evran verði lögð niður og tekinn upp dollar?
Ég á ekki von á því, enda engan veginn rökrétt, rétt eins og ég hef engan heyrt tala um það í Kanada að réttast væri að taka upp Bandaríska dollarann.
Veik staða dollars ógnar afkomu Airbus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.11.2007 | 02:23
Flúið frá Filipseyjum? - REIkað um í Hollandi?
Það virðist ekki vera á hreinu hvort að GGE og REI hafa verið með í þessu útboði eður ei, og ég verð að viðurkenna að hafa "hlaupið hálfgerðan apríl" með síðustu færslu. Það telst mér þó til málsbóta að við "hlupum" hlið við hlið ég og mbl.is.
En enn er þetta eitthvað óljóst, alla vegna segir í þessarri nýju frétt mbl.is:
"Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins eru líkur til þess að íslensku fyrirtækin dragi sig til baka, þar sem þeim þykir það verð sem boðið var of hátt."
Ég verð að segja að ég býð spenntur eftir því að heyra frekari útskýringar hvað þetta varðar, eru líkur á því að þau dragi sig til baka, eða tóku þau ekki þátt í tilboðinu? Ef þau tóku þátt í tilboðinu, vissu þau ekki af því hvaða verð átti að bjóða? Ef þau vissu hvaða verð átti að bjóða, hví vilja þau þá draga sig til baka?
En ég fagna því ef Orkuveita Reykjavíkur hefur komist að því að þetta tilboð væri ekki raunhæft.
Það er líka talað um að Hollenska fyrirtækið Spalmere Holdings B.V. sé í eigu Íslensku fyrirtækjanna. Nú kemur Íslenskum almenningi auðvitað ekkert við hvernig GGE hagar sínum málum, en ef það er satt að bæði REI og GGE eigi Spalmere, þá verð ég að viðurkenna að ég get ekki beðið eftir útskýringum á því hvers vegna dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur tekur þátt í "orkuútrásinni" í gegnum eignarhaldsfélag í Hollandi.
Það hlýtur að vera einhver frábær útskýring til á því, eða hvað?
Nú hljóta Íslenskir fjölmiðlamenn að vera í næturvinnu til að geta flutt almenningi allar fréttir af þessu á morgun.
Íslensku fyrirtækin út úr tilboði á Filippseyjum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.11.2007 | 21:13
Íslenskir sjáendur? - Fyrsti aðilinn til að græða milljarða á orkuútrásinni?
Þá er það orðið nokkuð ljóst að Íslenskir aðilar (ásamt heimamönnum) eiga hæsta tilboðið í margumrætt orkufyrirtæki á Filipseyjum.
Það er líka ljóst að Íslensku fjárfestarnir sjá einhver meiri verðmæti í fyrirtækinu en aðrir, enda tilboð þeirra heilum 14 milljörðum ISK hærra en næsta tilboð. Tilboð Íslensku aðilanna var rétt ríflega 20% hærra en næsta tilboð, það munar um minna.
Það er ekki laust við að ég velti fyrir mér hvort að sama "reiknivél" hafi verið notuð við tilboðsgerðina og notuð var til að reikna út verðmæti GGE og REI og sumir stjórnmálamenn notuðu svo til að reikna út líklegan hagnað Íslendinga af "orkuútrásinni". Það er alla vegna ljóst að Íslensku aðilarnir sjá eitthvað við félagið sem aðrir tilboðsgjafar sjá ekki.
Auðvitað væri það hrein meinfýsni að velta því upp hvort að það sé ef til vill sama reiknivélin og einn stærsti eignaraðilinn að GGE notaði til að taka stóra "stöðu" í stóru Bandarísku flugfélagi og fer ég ekki nánar út í þá sálma.
En það skiptir auðvitað engu máli hvað einkaaðilar gera með sitt fé, hvernig þeir reikna og hvort þeir tapi eða græði, alla vegna ekki fyrir almenning per se. Það skiptir hins vegar miklu máli fyrir almenning þegar opinberir eða hálfopinberir aðilar standa í slíkum fjárfestingum með fé sem þeir hafa tekið af almenningi, annaðhvort með sköttum eða einokunarstarfsemi.
En það getur líka verið að félagi Össur og allir þeir sem halda því fram að Íslendingar eigi eftir að græða milljarða á "orkuútrásinni" hafi rétt fyrir sér. Það telst líklega heldur vænleg byrjun að Filipeyska ríkið er þegar búið að "hagnast" um 14 milljarða á þátttöku Íslendinga ef tilboðinu er tekið.
Viðbót: Var að sjá það nú á vef RUV að hinir Íslensku aðilar (GGE og REI) hafi ekki verið með í tilboðinu. Sjá frétt RUV hér. Það verður þvi að lesa ofanritaða færslu með þeim fyrirvara að ég veit ekki lengur hvort að GGE og REI voru með eður ei. En ég læt færsluna standa, fyrst að ég var búinn að klambra henni saman. Vonandi koma skýrar fréttir hvað þetta varðar fljótlega.
Íslenska tilboðið það hæsta í filippseyska orkufyrirtækið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.11.2007 | 04:02
2 fréttir = 12% skattahækkun
Mig langar að vekja athygli á þessarri frétt sem og þessarri. Saman útskýra þessar fréttir þann vanda sem hefur steðjað að þeim sem búa í eigin húsnæði (og hefur auðvitað líka áhrif á leigumarkaðinn, hækkun fasteignagjalda skilar sér auðvitað þangað einnig) á Íslandi undanfarin ár.
Húsnæðið hækkar og hækkar í verði, en aukið verðmæti skilar sér ekki nema að eignin sé seld (og ekkert keypt í staðinn, eða í það minnsta minna), en sveitarfélögin ganga á lagið og stórauka tekjur sínar. Þeir eru líklega ekkert allt of margir sem hafa séð launin sín hækka jafn mikið fasteignamatið og því eru þeir að borga hærra og hærra hlutfall af tekjum sínum í fasteignagjöld.
En vissulega er sveitarfélögunum vorkunn, enda dýrt að byggja yfirbyggða knattspyrnuvelli, tónlistarhús og nú hyllir víst undir yfirbyggðar skíðabrekkur.
P.S. Reyndar væri það snjallræði að auka skattheimtu sem mest akkúrat núna og festa það fé allt saman í "orkuútrásinni". Það er víst ekki á hverju ári sem slík tækifæri bjóðast til þess að margfalda fé með því sem næst áhættulausum hætti. Slík ráðstöfun í dag myndi auðvitað þýða lægri skatta í framtíðinni sem og það að við gætum reist fleiri tónlistarhús, yfirbyggt fleiri skíðabrekkur og jafnvel fjárfest ennfrekar í "orkuútrásinni" og grætt ennþá meiri peninga.
Í því ljósi verður aukin skattheimta í dag að teljast ákaflega skynsamleg.
P.S.S. Tók eftir því að tenglarnir höfðu ekki skilað sér inn í pistilinn. Biðst afsökunar á því og hef fært það til betri vegar.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2007 | 18:54
Hvað borgar STEF fyrir vinsælt lag?
Núna fer fram mikil umræða um höfundarrétt og stuld á honum. Að sjálfsögðu sýnist sitt hverjum og ólík sjónarmið koma fram.
Ég fékk í tölvupósti í morgun link á nokkuð skemmtilegan og upplýsandi bloggpistil hjá Dr. Gunna, en þar fer hann yfir hvað höfundar bera úr býtum fyrir að semja vinsæl lög. Þar segir m.a.:
"Ég hef stundum álpast til að semja lög sem hafa orðið vinsæl og fengið mikla spilun í útvarpinu. STEF gjöldin fyrir spilun í útvarpi eru borguð einu ári eftir á og einu ári eftir að "Prumpufólkið" hafði verið spilað í tætlur á öllum útvarpsstöðvum landsins var ég svo viss um að spikfeitur tékki væri að koma í póstinum frá STEFi að ég eyddi 20 þúsund kalli í hárkollu fyrir fram. Ég hefði betur sleppt því, því ég fékk bara 12.000 kall fyrir spilun á laginu og hef þar að auki aldrei þorað að láta sjá mig með kolluna á almannafæri. Jón Gnarr, sem samdi textann og átti því að fá 1/3, fékk 6 þúsund kall. Svona græðir maður nú mikið á vinsælu lagi, krakkar mínir!
Ég var ekki alveg sáttur við þetta og fór og vældi í STEF og talaði við Magga Kjartans, sem fannst þetta líka skrítið. Hann sagði mér að redda útprentun á spilun lagsins hjá útvarpsstöðvunum og leggja fram. Ég gerði það og nokkru síðar ákvað STEF að borga mér tuttugu þúsund kall í viðbót fyrir Prumpufólkið. Þá var ég orðinn svo pirraður á barningnum að ég nennti ekki að heimta svör um það hvernig sú tala hefði verið fundin út. "
Þetta er vissulega athygliverð tala og ég verð að viðurkenna að hún er miklu mun lægri en ég hafði ímyndað mér. Sömuleiðis er það athyglivert að upphæðin meira en tvöfaldaðist þegar Doktorinn kvartaði.
En þar sem það er nú almenningur sem borgar STEFgjöldin með einum eða öðrum hætti, t.d. með greiðslu afnotagjalds RUV, með því að ganga inn í verslun (þar sem verslunin lætur auðvitað stefgjöldin inn í vöruverðið), með því að láta klippa sig (því rakarinn er auðvitað sömuleiðis með stefgjald innifalið í verðinu), með því að kaupa bjór á barnum (því barinn er auðvitað sömuleiðis með stefgjald innifalið í verðinu), með því að kaupa tóma geisladiska (því þar er auðvitað stefjgjald á sömuleiðis, þó að engin finnist á þeim tónlistin), þá væri nú vel til fundið að fjölmiðlafólk gengi eftir þvi við STEF hvernig þessum sjóðum er ráðstafað og eftir hvaða reglum.
Líklegast væri það ekki óeðlilegta að gera þá kröfu í "opnu og gegnsæju" þjóðfélagi að STEF birti ársreikninga sína og upphæðir sem hver einstaklingur fær opinberlega, t.d. á netinu, því varla eru það minna mikilvægar upplýsingar en t.d. hvað hver Íslendingur greiðir í skatt, eða hvað?
Tónlist | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.11.2007 | 07:42
Lögmætar ákvarðanir á ólögmætum fundi?
Mér finnst þetta stórmerkileg en illskiljanleg frétt.
Setningin: "Fellst sáttinn í því að Orkuveitan viðurkennir að eigendafundurinn 3. október hafi verið ólögmætur og Svandís fellur frá kröfu um að ákvarðanir fundarins verði dæmdar ólögmætar þar sem þær hafa þegar allar verið dregnar til baka, segir Ragnar.", gengur ekki upp í mínum huga.
Ef fundurinn er ólögmætur, hvernig er þá hægt að falla frá kröfu um að ákvarðanir á þeim fundi séu ólögmætar. Segir það sig ekki sjálft að það væri eðlilegast að standa á þeirri kröfu, þar sem varla hafa verið teknar lögmætar ákvarðanir á ólögmætum fundi.
Það væri líka gaman að heyra álit löglærðra manna á því að ákvarðanir séu dregnar til baka og að þær séú lýstar ólögmætar. Einhvern veginn hef ég það á tilfinningunni að það geti skipt máli, ef mál vegna hugsanlegs tekjutaps, vegna þessara sömu ákvarðana, yrði höfðað.
Það er nauðsynlegt í þessu máli að fara yfir atburðarásina og framkvæmdina, hvernig stjórnin stóð að því að veita heimildir og hvernig embættismenn unnu með þær heimildir, sérstaklega hvað varðar saminga.
Það getur líka verið lykilatriði ef kæmi til skaðabótakrafna, því það hlýtur að teljast verulegt vafaatriði, hvort að fyrirtæki getur verið ábyrgt fyrir samningi, sem starfmaður þess undirritar án heimildar stjórnarinnar.
En þetta er líklega ekki síðasti þátturinn í þessarri "sápu".
Sátt í máli Svandísar gegn OR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.11.2007 | 07:13
Mál og vog
Fór með Jóhönnu til læknis í dag. Svona hefðbundin heimsókn, við lítum þar við á 3ja mánaða fresti. Foringinn kom að sjálfsögðu með, enda erfitt að hugsa sér að missa af því að sjá potað í litlu systur sína með nál.
Jóhanna mældist 78cm á lengd, en kílóin ekki nema 9.7. Ekki þar fyrir að það er allt í stakasta lagi.
Hún stóð sig eins og hetja og lét ekki frá sér hljóð þegar læknirinn slengdi sprautunni á bólakaf í hægri upphandlegginn á henni, en þegar hann lét sér það ekki nægja heldur slengdi annari jafn djúpt í þann vinnstri, var henni nóg boðið og fór að hágráta. Róaðist þó fljótlega þegar hún áttaði sig á því að hún hafði ekki fleiri handleggi sem hann gat stungið í.
Ég notaði reyndar tækifærið á meðan við biðum eftir lækninum og all þessi "ofssíölu" mælitæki voru þarna fyrir framan mig og mældi og vó Foringjann sömuleiðis.
Hann reyndist vera 109cm og 20.7 kg.