Bloggfærslur mánaðarins, desember 2006
6.12.2006 | 05:51
Af kynjakvótum
Það er líklega best að byrja á því að segja að ég er ekki fylgjandi kynjakvótum. Ég get skilið þau rök sem eru færð fyrir þeim, en er einfaldlega ekki sammála þeim.
Einn af þeim stjórnmálaflokkum sem hafa sett reglur um kynjakvóta eru Vinstri grænir. Þeir héldu nú nýverið forval og virðist mér (ef ég reyni að setja mig í spor stuðningsmanna VG) þeir hafa valið nokkuð sterka samsetningu á lista, þó að ekki sé endilega um að ræða fólk sem ég myndi kjósa.
En svo að ég gagnrýni þennan kynjakvóta þeirra (þó að ég reikni ekki með því að VG taki mikið mark á mér) þá finnst mér skrýtið að kynjakvóti eigi eingöngu að gilda þegar það henti. Frambjóðendur lýsa því yfir að þeir vilji ekki færast upp vegna kynjakvóta eins og þetta sé eingöngu eitthvað sem grípa má til ef þurfa þykir. Sumir ganga svo langt að segja að til kynjakvóta eigi eingöngu að grípa til þegar þurfi að styrkja stöðu kvenna.
Ekki ætla ég að gagnrýna það, það verður hver flokkur að eiga við sig hvernig reglur þeir vilja hafa, hvort að ýta skuli undir annað kynið eður ei.
En hitt finnst mér ekki traustvekjandi fyrir neinn stjórnmálaflokk, ef að reglur um forval/prófkjör eða lista eru ekki virtar, heldur breytt til að fá þá niðurstöðu sem flokknum er þóknanleg.
Ef eingöngu á að nota kynjakvóta til að leiðrétta stöðu kvenna á listum flokksins, á að mæla svo fyrir í reglum. Að sjálfsögðu er eðlilegt að stjórnmálaflokkar setji sér mismunandi reglur, allt eftir hver markmið og tilgangur reglanna eiga að vera.
En reglur eiga að standa og gilda um alla, alltaf, þangað til réttar flokksstofnanir breyta þeim.
6.12.2006 | 05:15
Já, hitaveita er lífsgæði
Þetta er góðar fréttir fyrir Kínverja, og sömuleiðis fyrir Íslendinga, það er ekki ónýtt að geta flutt út þá þekkingu sem hefur safnast fyrir í landinu hvað varðar hitaveitu og nýtingu jarðvarma.
Það er svo til dæmis hér í Toronto, að þegar verulega kalt verður í veðri, finn ég strax muninn í andrúmsloftinu, þá eykst gasbrennslan auðvitað og sömuleiðis skella margir timbri í arininn, eða kamínuna og lyktin og sótið liggur í loftinu.
En þetta eru ekki einu lífsgæðin sem hitaveita veitir. Það er ekki lítill lúxus að hafa óendanlegt heitt vatn komandi úr krönunum eða sturtuhausnum. Það hefur verið erfitt fyrir Íslending að venjast því hér, að heita vatnið er aðeins jafn mikið og er í heita vatns tankinum. Svo verður bara að bíða, eða skola af sér með köldu, ef þannig verkast.
Já, hitaveita er sannarlega eitt af lífsins gæðum, sem fáir njóta.
Hitaveita og lífsgæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2006 | 06:47
Rekinn eða sagt upp störfum?
Þessi frétt minnir mig hreinlega á rifrildið í Frjálslynda flokknum.
Herinn er búinn að taka völdin á Fiji eyjum, en þeir reka ekki forsætisráðherrann, heldur segja honum upp störfum ef marka má þessa frétt mbl.is sem hér fylgir með.
Þýðir það ekki samkvæmt skilgreiningu formanns Frjálslynda flokksins, að hann vinni út uppsagnarfrestinn?
Spyr sá sem ekki veit.
Herinn rænir völdum á Fiji-eyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
5.12.2006 | 06:16
Sami gamli þingflokkurinn, en nýr og ..... formaður
Því lengur sem ég hef hugleitt orð Ingibjargar Sólrúnar í "Keflavíkurræðunni" um að kjósendur treysti ekki þingflokki Samfylkingarinnar, þvi vitlausari finnst mér þau vera. Það er raunar með eindæmum að formaður flokksins skuli láta þessa vitleysu út úr sér. Það er líka með eindæmum að fjölmiðlamenn skuli láta hana komast upp með þessa vitleysu án þess að ganga eftir nánari útlistunum.
Svo bætti hún um betur í "Egilslausa silfrinu" og sagði að skoðanakannanir hefðu sýnt að fast að 40% kjósenda gæti hugsað sér að kjósa Samfylkinguna, en í skoðanakönnunum nú um stundir nyti flokkurinn ekki stuðnings nema um 25% kjósenda, og þetta sýndi að kjósendur treystu ekki þingflokknum til að taka við stjórnartaumunum.
Þvílíkur dæmalaus málflutningur og vitleysa.
Hvað hefur breyst síðan Samfylkingin mældist með rétt tæplega 40% fylgi og á köflum stærri en Sjálfstæðisflokkurinn? Er ekki sami gamli þingflokkurinn ennþá í stólunum við Austurvöll?
Vissulega er Guðmundur Árni farinn, og Valdimar "Lenín" Friðriksson kom í hans stað, telst líklega ekki "skipt á sléttu", en varla hrynur traust á þingflokknum fyrir vikið? Bryndís Hlöðversdóttir hvarf líka af þingi, og í stað hennar settist Ingibjörg Sólrún á þing, varla minnkaði traust kjósenda á þingflokknum við þau skipti, eða hvað?
Staðreyndin er auðvitað sú að kjósendur sýndu Samfylkingunni umtalsvert traust í síðustu kosningum, enda flokkurinn næst stærsti flokkurinn. Því sem næst sami þingflokkurinn er ennþá til staðar, aðeins lítillegar breytingar.
Stærstu breytingarnar í Samfylkingunni frá síðustu kosningum urðu hinsvegar í maí á síðasta ári, þá var skipt um formann. Síðan þá hefur traust kjósenda á Samfylkingunni sigið jafnt og nokkuð þétt niður á við, sé miðað við niðurstöður skoðanakannana.
Það hlýtur því að vera mörgum umhugsunarefni, hverjum í Samfylkingunni kjósendur treysta ekki. Ef ég svara fyrir mig, þá er þingflokkurinn ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann.
5.12.2006 | 05:46
Skortur á aðlögunarhæfni?
Ég var að hlusta á viðtal Evu Maríu við Margréti Sverrisdóttur í Sunnudagskastljósinu og svo aftur á viðtal við Guðjón Arnar í Kastljósi kvöldsins.
Það er mikið að í litlum flokki (sem sækir að vísu í sig veðrið í skoðanakönnunum).
En það er nokkuð ljóst að aðlögunarvandi (eins og Margrét komst að orði í Kastljósinu) Frjálslynda flokksins og meðlima Nýs Afls, er mun meiri en sá aðlögunarvandi sem erlent starfsfólk á Íslandi glímir við.
Þegar forystumenn flokksins ná svo ekki einu sinni að vera sammála um hugtökin "sagt upp" eða "rekin" er ekki von á að samkomulag náist í stærri málum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2006 | 05:20
Nýr formaður Frjálslynda flokksins
Ég ætlaði nú að vera búinn að blogga um þetta áður, en hafði einfaldlega ekki tíma til þess. En Frjálslyndi flokkurinn valdi sér nýjan formann um helgina. Það voru margir um hituna, eða 8 og baráttan var hörð, fyrirfram reiknuðu flestir með sigri annað hvort Michael Ignatiff eða Bob Rae en Stephane Dion skaut þeim báðum aftur fyrir sig, nokkuð óvænt að mér virðist.
En í fyrstu umferð var skiptingin þessi:
Michael Ignatieff 29.3%
Bob Rae 20.3%
Stéphane Dion 17.8%
Gerard Kennedy 17.7%
Ken Dryden 4.9%
Scott Brison 4.0%
Joe Volpe 3.2%
Martha Hall Findlay 2.7%
Og þá fyrst byrjar nú baktjaldamakkið og hasarinn.
Í annari atrennu varð útkoman þessi:
Og enn er kosið:
Dion 1782 (37%)
Ignatieff 1660 (34.5%)
Rae 1375 (28.5%)
Og þá er kosið á milli þeirra tveggja efstu. Þá hafði Dion sigur með 54.7% atkvæða á móti 45.3% hjá Ignatieff. 4065 greiddu atkvæði á flokksþingi Frjálslynda flokksins.
Það vekur vissulega athygli að Dion sem var einungis fyrsti kostur tæpra 18% skuli vinna, en með þessu fyrirkomulagi er það tryggt að á endanum nýtur formaðurinn stuðnings meirihluta flokksþingsfulltrúa. Reyndar segja sögur að Dion og Kennedy hafi verið búnir að lofa hver öðrum stuðning, hvor þeirra sem ætti meiri möguleika, en saman höfðu þeir 35.5% strax i fyrstu umferðinni. En þetta fyrirkomulag býður upp á all nokkur hrossakaup og skiptir auðvitað miklu máli að frambjóðendur hafi góða "stjórn" á stuðningsmönnum sínum.
Margir eru þeirrar skoðunar að Dion muni færa flokkinn til vinstri, en flestir eru þó sammála um að hann sé ljúfmenni og heill í sínum skoðunum. Hér má sjá "prófíl" af hinum nýja leiðtoga í Globe and Mail.
Ignatieff var sagður njóta stuðnings "flokkseigendanna" og mestan stuðning innan "stofnana" flokksins, en hann kom frekar óvænt inn í Kanadísk stjórnmál í síðustu kosningum, var "settur" í 100% kjördæmi (margir framámenn í kjördæminu voru ekki alltof kátir með það) og var altalað að hann væri "erfðaprinsinn". En hann hafði dvalið erlendis lengi og margir höfðu efasemdir um að hann gæti tekið við flokknum, eftir þetta skamman tíma. Rae var einnig sterkur innan stofnana flokksins, en fáir áttu von á að Dion yrði fyrir valinu. En fyrrnefnt bandalag hans og Kennedy er talið hafa ráðið úrslitum og talar Dion þegar um Kennedy sem lykilmann, þó að hann sitji ekki á þingi (hann er fyrrverandi menntamálaráðherra Ontario fylkis, en sagði sig frá þeirri stöðu til að taka þátt í formannsslagnum).
Hér má sjá stutta lýsingu á formannskjörinu í Globe and Mail.
Kjör Dion´s hefur fært Frjálslynda flokknum umtalsverða aukningu í skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið og mælist flokkurinn nú töluvert stærri en Íhaldsflokkurinn (Conservatives) sem sitja nú í minnihlutastjórn. Það gæti því farið að styttast í kosningar.
Andstæðingar Dion´s bend hins vegar margir á að hann sat í ríkisstjórnum bæði Chrétien og Paul Martins, og því loði við hann þau fjármálahneyksli sem skóku flokkinn og Kanada. Hann sé ekki það "clean break" sem Ignatieff hefði orðið. Því hlakkar nokkuð í andstæðingum flokksins í því tilliti.
P.S. Þó að fyrirsögnin á þessu geti valdið misskilningi á Íslandi, þá gat ég ekki stillt mig um að setja hana inn. Frjálslyndu flokkarnir eru svo margir og mismunandi, en menn vilja víða skipta um formenn.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 05:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.12.2006 | 04:13
Helvítis söluskatturinn
Oft hef ég bölvað söluskattinum hér í Ontario, sem og Kanada öllu. Hér er það nefnilega til siðs að allar vörur eru verðmerkar með því verði sem kaupmaðurinn ætlar að fá fyrir þær. Síðan legst ofan á það verð, söluskattar bæði ríkis og "fylkis".
Samanlagt eru þessir skattar 14%, 8% handa Ontario og 6% fyrir ríkið. Ef eitthvað kostar $9.99 þá þarftu sem sé að reiða fram 11 dollara og 39 cent. Einu undantekningarnar sem ég hef orðið var við er "ríkið" eða LCBO, en þar eru allir skattar innifaldir í útsöluverði og svo matvörur, en þær bera engan söluskatt.
En þetta er vissulega hvimleiður skratti að þurfa alltaf að vera að reikna í huganum hvað hlutirnir kosti, út frá því sem stendur á verðmiðanum, en vissulega er þetta þó farið að venjast.
En þetta hefur líka einn stóran kost. Það velkist enginn í vafa um hvað varan "kostar" og hvað það er sem ríkið tekur í sinn hlut, það kemur ávalt skýrt og greinilega fram á strimlinum.
Og nú þegar ég heyri og sé Íslendinga hafa miklar áhyggjur af því að lækkun á virðisaukaskatti komi ekki til með að skila sér til neytenda, þá koma kostir þessa fyrirkomulags í ljós.
Hér var nefnilega líka lækkaður söluskattur í vor. Ríkið lækkaði sinn skatt úr 7% í 6% og hefur lofað lækkun í 5% á næsta ári (ef þeir verða ekki búnir að skipta um stjórn þá).
Enginn hefur áhyggjur af því að þessi lækkun hafi ekki skilað sér til neytenda. Verðið á vörunni breyttist nefnilega ekki neitt við þessa breytingu, aðeins skatturinn.
Verðið á verðmiðanum var hið sama, en skatturinn sem lesa má á strimlinum lækkaði örlítið.
Fyrir utan hvað það er gott fyrir neytandann að sjá það svart á hvítu hvað það er sem varan kostar og hvað það er sem ríkið fær í sínar hendur.
Þegar málið er hugsað, er það nefnilega ekki sami hluturinn.
5.12.2006 | 02:27
Betra seint en ekki
Ég verð að taka undir það sem margir aðrir hafa sagt að þetta er dálítið skringilegt, að leggja fram frumvarp og hvetja svo til að hluti þess verði ekki að lögum. Það má vissulega segja að þetta beri vott um nokkra handvömm.
En það er betra að viðurkenna mistökin, heldur en að láta þau standa. Því fagna ég þessum sinnaskiptum fjármálaráðherra.
Auðvitað er engin ástæða til að auka tekjur ríkisins af áfengisölu, frekar þarf að stefna í hina áttina.
Fjármálaráðherra vill fresta umfjöllun um breytingar á áfengisgjaldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hér eru titlar að nokkrum bókum sem ég held að myndu gera sig vel í jólabókaflóðinu, ef þær kæmu á annað borð út. En það eru líklega ekki miklar líkur á því.
Nokkur góð ár án Ingibjargar
Össur Skarpshéðinsson rifjar upp ár sín sem formaður Samfylkingarinnar á sinn hispurslausa hátt.
Einn á báti í grasrótinni
Kristinn H. Gunnarsson segir frá árum sínum í Framsóknarflokknum
Vinstribylgjan
Ný pólítísk skáldsaga eftir Sigmund Erni Rúnarsson
Alla í bátana
Ritgerðasafn eftir frjálslynda íslenska stjórnmálamenn um innflytjendavandann
Oft er í holti heyrandi nær
Nýtt safn þjóðsagna og ævintýra, Jón Baldvin og Árni Páll tóku saman.
Frelsi, jafnrétti og systkinalegur kærleikur
Stiklað á stóru í sögu kvenfrelsis og mýtur táknmynda og orða karlrembusamfélagsins brotnar til mergju. Sérstakur gaumur er gefinn umferðarljósum og öðrum karllægum kúgunartækjum.
Tækni og mistök tengd henni
Ný sjálfshjálparbók eftir Árna Joð.
Ég er drekinn, kæri Jón
Löngu tímabær bók sem tekur á þeim tilfinningu sem þeir upplifa sem missa starf sitt af völdum Jóns. Höfundarnir Margrét Sverris og Róbert Emm. segja frá upplifunum sínum og gefa góð ráð.
Konungsbók enn söluhæst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
3.12.2006 | 03:58
Innflytjendur sem skila til samfélagsins
Þetta er athyglisverð frétt.
Ekki nein ný sannindi, en samt sem áður virkilega þess virði að segja frá þessari staðreynd. Held að margir hafi gott að sjá þetta svart á hvítu.
Ekki aðeins hlaupa innflytjendur og erlendir farandverkafólk undir bagga með Íslensku samfélagi og vinna þau störf sem ekki er til vinnuafl í landinu til að sinna, ekki aðeins að þeir vinni mörg störf sem að Íslendingar virðast ekki kæra sig um að vinna, nei það er ekki aðeins það, heldur greiða þessir starfsmenn umtalsverðar upphæðir til hins opinbera á Íslandi.
100 milljónirnir sem ákveðið var að setja í Íslenskukennslu fyrir nokkru er eins og dropi í hafið miðað við hvað skattgreiðslur þessa fólks eru.
Útlendingar greiddu tæpa 6,4 milljarða í skatta hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |