Nýr formaður Frjálslynda flokksins

Ég ætlaði nú að vera búinn að blogga um þetta áður, en hafði einfaldlega ekki tíma til þess.  En Frjálslyndi flokkurinn valdi sér nýjan formann um helgina.  Það voru margir um hituna, eða 8 og baráttan var hörð, fyrirfram reiknuðu flestir með sigri annað hvort Michael Ignatiff eða Bob Rae en Stephane Dion skaut þeim báðum aftur fyrir sig, nokkuð óvænt að mér virðist.

En í fyrstu umferð var skiptingin þessi:

Michael Ignatieff 29.3%

Bob Rae 20.3%

Stéphane Dion 17.8%

Gerard Kennedy 17.7%

Ken Dryden 4.9%

Scott Brison 4.0%

Joe Volpe 3.2%

Martha Hall Findlay 2.7%

 

Og þá fyrst byrjar nú baktjaldamakkið og hasarinn.

 

Í annari atrennu varð útkoman þessi:

 

Ignatieff 31.6%
Rae 24.1%
Dion 20.8%
Kennedy 18.8%
Dryden 4.7%

Og enn er kosið:

Dion 1782  (37%)
Ignatieff 1660  (34.5%)
Rae 1375  (28.5%)

Og þá er kosið á milli þeirra tveggja efstu.  Þá hafði Dion sigur með 54.7% atkvæða á móti 45.3% hjá Ignatieff.  4065 greiddu atkvæði á flokksþingi Frjálslynda flokksins.

Það vekur vissulega athygli að Dion sem var einungis fyrsti kostur tæpra 18% skuli vinna, en með þessu fyrirkomulagi er það tryggt að á endanum nýtur formaðurinn stuðnings meirihluta flokksþingsfulltrúa.  Reyndar segja sögur að Dion og Kennedy hafi verið búnir að lofa hver öðrum stuðning, hvor þeirra sem ætti meiri möguleika, en saman höfðu þeir 35.5% strax i fyrstu umferðinni.  En þetta fyrirkomulag býður upp á all nokkur hrossakaup og skiptir auðvitað miklu máli að frambjóðendur hafi góða "stjórn" á stuðningsmönnum sínum.

Margir eru þeirrar skoðunar að Dion muni færa flokkinn til vinstri, en flestir eru þó sammála um að hann sé ljúfmenni og heill í sínum skoðunum.  Hér má sjá "prófíl" af hinum nýja leiðtoga í Globe and Mail.

Ignatieff var sagður njóta stuðnings "flokkseigendanna" og mestan stuðning innan "stofnana" flokksins, en hann kom frekar óvænt inn í Kanadísk stjórnmál í síðustu kosningum, var "settur" í 100% kjördæmi (margir framámenn í kjördæminu voru ekki alltof kátir með það) og var altalað að hann væri "erfðaprinsinn".  En hann hafði dvalið erlendis lengi og margir höfðu efasemdir um að hann gæti tekið við flokknum, eftir þetta skamman tíma.  Rae var einnig sterkur innan stofnana flokksins, en fáir áttu von á að Dion yrði fyrir valinu.  En fyrrnefnt bandalag hans og Kennedy er talið hafa ráðið úrslitum og talar Dion þegar um Kennedy sem lykilmann, þó að hann sitji ekki á þingi (hann er fyrrverandi menntamálaráðherra Ontario fylkis, en sagði sig frá þeirri stöðu til að taka þátt í formannsslagnum).

Hér má sjá stutta lýsingu á formannskjörinu í Globe and Mail.

Kjör Dion´s hefur fært Frjálslynda flokknum umtalsverða aukningu í skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið og mælist flokkurinn nú töluvert stærri en Íhaldsflokkurinn  (Conservatives) sem sitja nú í minnihlutastjórn.  Það gæti því farið að styttast í kosningar.

Andstæðingar Dion´s bend hins vegar margir á að hann sat í ríkisstjórnum bæði Chrétien og Paul Martins, og því loði við hann þau fjármálahneyksli sem skóku flokkinn og Kanada.  Hann sé ekki það "clean break" sem Ignatieff hefði orðið.  Því hlakkar nokkuð í andstæðingum flokksins í því tilliti.

P.S.  Þó að fyrirsögnin á þessu geti valdið misskilningi á Íslandi, þá gat ég ekki stillt mig um að setja hana inn.  Frjálslyndu flokkarnir eru svo margir og mismunandi, en menn vilja víða skipta um formenn.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband